Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Síða 47

Læknablaðið - 15.07.2009, Síða 47
U M R Æ Ð U R O G F R É T T I R H J Ú K R U N Fjölskylduhjúkrun í fremstu röð Lorraine Wright hélt fyrirlestur á ráðstefnu um hjúkrun. Níunda alþjóðlega fjölskylduhjúkrunarráðstefnan „Frá innsæi til inngripa: Fjölskylduhjúkrun í fremstu röð" var haldin á Hilton Nordica hótelinu dagana 2.-5. júní síðastliðinn. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var dr. Lorraine Wright sem getið hefur sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín, rannsóknir og fyrirlestra á sviði fjölskylduhjúkrunar, með sérstakri áherslu á aðstandendur sjúklinga og áhrif alvarlegra veikinda á fjölskyldur sjúklinganna. Ráðstefnan var haldin á vegum hjúkrunar- fræðideildar Háskóla íslands, heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri, Landspítala, Heilsugæsl- urtnar á höfuðborgarsvæðinu og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan hefur verið haldin undanfarna tvo áratugi í Norður- og Suður-Ameríku og í Asíu en var nú í fyrsta sinn í Evrópu. Lorraine Wright var upphafsmaður þessara ráðstefna og segir að hugmyndin hafi kviknað þar sem henni hafi fundist skorta vettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem vildu sérhæfa sig og deila reynslu sinni og þekkingu á fjölskylduhjúkrun. „Fyrsta ráðstefnan var haldin í Tælandi og síðan í Japan og það er ekki skrýtið því þar er áherslan á fjölskylduna gríðarlega sterk og allir vilja geta séð fyrir foreldrum sínum þegar þeir eldast," segir Lorraine Wright í samtali við Læknablaðið. Hún segir augu sín hafa opnast þegar hún fékk leiðbeiningu frá ítölskum geðlækni, dr. M. Palinzoli, sem hafði sérhæft sig í fjölskyldumeðferð sjúklinga. „Hún sagði við mig: „Veikindi snúast alltaf um tengsl sjúklings við aðra. Ef þú vilt fá upplýsingar um fjölskyldu sjúklings skaltu spyrja hann um áhrif veikindanna á tengsl hans við sína nánustu. Það er reyndar augljóst þegar maður veltir því augnablik fyrir sér að veikindi hafa áhrif á öll tengsl og samskipti sjúkingsins við þá sem að honum standa. Veikindin hafa áhrif á hjónaband, tengsl við börn, foreldra, vinnu og alla þætti Hávar Sigurjónsson LÆKNAblaðið 2009/95 527

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.