Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 47
U M R Æ Ð U R O G F R É T T I R H J Ú K R U N Fjölskylduhjúkrun í fremstu röð Lorraine Wright hélt fyrirlestur á ráðstefnu um hjúkrun. Níunda alþjóðlega fjölskylduhjúkrunarráðstefnan „Frá innsæi til inngripa: Fjölskylduhjúkrun í fremstu röð" var haldin á Hilton Nordica hótelinu dagana 2.-5. júní síðastliðinn. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var dr. Lorraine Wright sem getið hefur sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín, rannsóknir og fyrirlestra á sviði fjölskylduhjúkrunar, með sérstakri áherslu á aðstandendur sjúklinga og áhrif alvarlegra veikinda á fjölskyldur sjúklinganna. Ráðstefnan var haldin á vegum hjúkrunar- fræðideildar Háskóla íslands, heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri, Landspítala, Heilsugæsl- urtnar á höfuðborgarsvæðinu og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan hefur verið haldin undanfarna tvo áratugi í Norður- og Suður-Ameríku og í Asíu en var nú í fyrsta sinn í Evrópu. Lorraine Wright var upphafsmaður þessara ráðstefna og segir að hugmyndin hafi kviknað þar sem henni hafi fundist skorta vettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem vildu sérhæfa sig og deila reynslu sinni og þekkingu á fjölskylduhjúkrun. „Fyrsta ráðstefnan var haldin í Tælandi og síðan í Japan og það er ekki skrýtið því þar er áherslan á fjölskylduna gríðarlega sterk og allir vilja geta séð fyrir foreldrum sínum þegar þeir eldast," segir Lorraine Wright í samtali við Læknablaðið. Hún segir augu sín hafa opnast þegar hún fékk leiðbeiningu frá ítölskum geðlækni, dr. M. Palinzoli, sem hafði sérhæft sig í fjölskyldumeðferð sjúklinga. „Hún sagði við mig: „Veikindi snúast alltaf um tengsl sjúklings við aðra. Ef þú vilt fá upplýsingar um fjölskyldu sjúklings skaltu spyrja hann um áhrif veikindanna á tengsl hans við sína nánustu. Það er reyndar augljóst þegar maður veltir því augnablik fyrir sér að veikindi hafa áhrif á öll tengsl og samskipti sjúkingsins við þá sem að honum standa. Veikindin hafa áhrif á hjónaband, tengsl við börn, foreldra, vinnu og alla þætti Hávar Sigurjónsson LÆKNAblaðið 2009/95 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.