Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 55
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SIÐFRÆÐIÁLITAMÁL Skyldur lækna til að sinna sjúklingum með svínaflenzu Jón Snædal jsnaedal@landspitali.is Nýtt afbrigði af inflúenzu af stofni A (HlNl afbrigði) hefur komið upp og virðist það hafa fyrst borist frá svínum til manna í Mexíkó á liðnum vetri og gengur því almennt undir heitinu svínaflenzan. Það sem skilur þennan stofn frá öðrum sem hafa borist frá dýrum í menn, svo sem fuglaflenzan, er að hún smitast milli manna og hefur því alla burði til að verða að heimsfaraldri. Þetta afbrigði inflúenzunnar hefur ekki reynst alvarlegt og flestir sem hafa tekið sóttina hafa ekki veikst alvarlega og jafnað sig fljótt. Nokkur dauðsföll hafa þó orðið meðal þeirra sem hafa verið veikir fyrir og því fyllsta ástæða til árvekni. Það sem eykur á áhyggjur manna er hvað sagan segir okkur. Nokkrir faraldrar nýrra stofna inflúenzu hafa byrjað sem væg sótt sem síðar hefur breyst og orðið mjög skæð. Alvarlegasta dæmið er spænska veikin árið 1918 sem lagði milljónir manna í gröfina um allan heim og hér á landi létust yfir 500 manns á fáeinum vikum sem var mikil blóðtaka í því litla samfélagi sem hér var þá. Þegar svínaflenzan var fyrst greind hafði orðið það mikil útbreiðsla að ekki þótti fært að setja heilu svæðin í sóttkví svo sem gert var þegar SARS sóttin kom upp fyrir fjórum árum. Þegar þetta er skrifað hefur einn einstaklingur greinst með svínaflenzu hér á landi og náði hann sér fljótt og vel eftir því sem fregnir herma. Nokkur umræða hefur verið meðal lækna um hverjar skyldur þeirra séu til að sinna sjúkum ef um alvarlegan faraldur er að ræða. Læknar geta fengið sóttir eins og aðrir og geta svo smitað eigin fjölskyldumeðlimi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort bóluefni verður tilbúið þegar og ef alvarleg sótt breiðist út, né heldur hvort tiltæk veirulyf muni verða áhrifarík. í þessari grein verður leitast við að skoða hverjar eru skyldur lækna í tilfellum sem þessum og í því skyni verður litið til þeirra laga og siðareglna sem við eiga. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa gert Siðareglur sem kallast „International Code of Medical Ethics" og hafa öll aðildarfélög samtakanna samþykkt þau. í þeim er ekkert sem beinlínis segir til um skyldur lækna í tilvikum sem þessum en þær greinar sem þó fjalla um skyldur lækna og tengjast þessu eru tvær sem birtast hér á frummálinu svo ekkert fari á milli mála: A PHYSICIAN SHALL be dedicated to providing competent medical service in full professional and moral independence, with compassion and respect for human dignity. A PHYSICIAN SHALL give emergency care as a humanitarian duty unless he/she is assured that others are willing and able to give such care. Læknafélag íslands hefur sett læknum á íslandi siðareglur, Codex Ethicus. Síðasta útgáfa var samþykkt á aðalfundi LÍ árið 2005. Þar segir fyrst í inngangi: „Með samþykki þeirra staðfesta læknar að • hlutverk þeirra er verndun heilbrigðis og barátta gegn sjúkdómum, • starfi þ eirra fylgi ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi, • þeir geta því aðeins vænst trausts, að þeir geri sér far um að uppfylla þær siðferðilegu kröfur sem læknisstarfinu fylgja." Þessi orð mætti túlka þannig að ef læknir hafnar að sinna sjúklingi með svínaflenzu eigi hann á hættu á að missa það traust sem til hans er borið. Líklega gerist það þó ekki ef hann veit að það er annar læknir tilbúinn að taka þetta að sér. Öðru máli gegnir ef margir læknar neita þjónustu og ef mjög erfitt reynist að fá einhvern til starfans. I inngangskaflanum eru einnig birtar sjö meginreglur. Fyrsta meginreglan segir til um að skyldur lækna séu bæði við samfélag og sjúkling og hnykkir hún því frekar á ofangreindu viðhorfi: „Hafið velferð sjúklings og samfélags að leiðarljósi." Fjórða grein Codex fjallar um möguleika lækna á að synja að framkvæma læknisverk en er almennt orðuð. Þar má þó finna „útgönguleið" læknis sem telur til dæmis að hann hafi skyldur gagnvart fjölskyldu sinni að stefna henni ekki í hættu með því að bera hættulegan sýkil inn LÆKNAblaðið 2009/95 535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.