Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 11
Krabbamein í eistum á íslandi 2000-2009: Nýgengi og lífshorfur Andri Wilberg Orrason1 læknanemi BjarniA. Agnarsson12 meinafræðingur Guðmundur Geirsson13 þvagfæraskurðlæknir Helgi H. Helgason4, lyf- og krabbameinslæknir Tómas Guðbjartsson1’3 skurðlæknir Lykilorð: Eistnakrabbamein, sáðfrumukrabbamein, ekki- sáðfrumukrabbamein, nýgengi, lífshorfur, meðferð. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild, 4deild lyflækninga krabbameina Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, tomasgudtSlandspitali. is Ágrip Inngangur: Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein batnað umtals- vert, aðallega vegna tilkomu öflugra krabba- meinslyfja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, stigun og lífshorfur sjúklinga síðastliðin 10 ár og bera saman við eldri rann- sóknir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karla sem greindust 2000- 2009. Farið var yfir meinafræðisvör og æxlin stiguð með kerfi Boden-Gibb. Heildarlífshorfur voru reiknaðar og borin saman sáðfrumukrabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumukrabbamein (E-SFK). Niðurstöður: Alls greindust 97 karlar og var aldursstaðlað nýgengi 5,9/100.000 karla á ári. Hlutfall SFK og E-SFK var jafnt, en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 ár (bil 15-76 ) og var 11,5 árum hærri fyrir SFK en E-SFK. Einkenni og tímalengd einkenna voru hins vegar svipuð, einnig meðalstærð æxlanna (4,0 cm) sem hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Engin fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með SFK en hjá átta sjúklingum með E-SFK. Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, tveir úr E-SFK en enginn úr SFK. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 95,1%. Ályktun: Miðað við nágrannalönd er nýgengi eistnakrabbameins á íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi hafa haldist mjög góðar síðustu áratugi og eru með því hæsta sem þekkist. Inngangur Krabbamein í eistum eru langoftast upprunnin í kímfrumum eistans og skiptast í tvo hópa; sáðfrumukrabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumu- krabbamein (E-SFK). Þetta er algengasta krabba- meinið sem greinist í ungum karlmönnum á Vesturlöndum og hefur svo einnig verið hér á landi.1 Engu að síður eru eistnakrabbamein aðeins 1,4% allra illkynja æxla sem greinast í körlum á íslandi.2 Líkt og annars staðar á Vesturlöndum hefur nýgengi sjúkdómsins hér á landi farið vaxandi og á Norðurlöndunum er nýgengi með því hæsta sem þekkist á heimsvísu, sérstaklega í Danmörku og Noregi.'-3 Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt en ýmsir áhættuþættir eru þó vel skilgreindir, svo sem launeista (cryptorchidism), fjölskyldusaga, rýrt eista (atrophic testis) og saga um ófrjósemi.4 Nýgengi er mismunandi á milli kynþátta, til dæmis er nýgengi fimmfalt hærra hjá Bandaríkjamönnum af afrískum uppruna en hvítum.5 Umhverfisþættir virðast einnig skipta miklu máli, enda þótt fæstir þessara þátta séu þekktir í dag. Þetta styðja danskar rannsóknir á innflytjendum af annarri kynslóð. Hjá þeim er nýgengi eistnakrabbameins sambærilegt og hjá irtnfæddum Dönum og mun hærra en nýgengi í löndunum sem þeir komu frá.6 Algengasta einkenni eistnakrabbameins er sársaukalaus fyrirferð í pung, en verkur eða bólga í eistanu eru önnur algeng einkenni. Sum þessara æxla geta valdið brjóstastækkun og spennu í geirvörtum vegna framleiðslu á hormóninu þ-hCG (beta hnman chorionic gonadotrophin).7 Einkenni geta einnig stafað frá eitilmeinvörpum í aftanskinurými, eða frá fjarmeinvörpum í miðmæti og lungum.8 Við skoðun á eistanu er yfirborð þess oft óreglulegt en með ómskoðun má greina fyrirferðina betur. Einnig eru mældir æxlisvísar í blóði, meðal annars alfa-fetóprótein (AFP), þ-hCG og laktat-dehýdrógenasi (LD). Styrkur æxlisvísa í blóði getur gefið vísbendingu um vefjagerð krabbameinsins, útbreiðslu þess og lífshorfur. Þeir eru því mældir fyrir og eftir skurðaðgerð, meðan á lyfjameðferð stendur og við eftirlit. Meðferð eistnakrabbameins felst í að fjarlægja eistað með skurðaðgerð og er komist að eistanu gegnum nára og hnýtt fyrir kólf (funiculus) eistans. Frekari meðferð ræðst síðan af útbreiðslu (stigun) sjúkdómsins og felst þá oft í meðferð með krabbameinslyfjum og/eða geislum. Reynt er að fjarlægja meinvörp sem svara illa lyfjameðferð LÆKNAblaðið 2011/97 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.