Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 15

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN og erfðabreytileika á stutta armi litnings 12, meðal annars í fjölskyldum hér á landi.16 Þó virðist sem erfðir skýri ekki nema hluta tilfella, að minnsta kosti eru tengsl eistnakrabbameins við erfðir oft óljós.17 Af ofanskráðu er ljóst að munur á nýgengi milli landa og innan samfélaga skýrist sennilega af umhverfisþáttum og mismunandi lífsstíl. Einnig bendir margt til þess að erfðir geti skýrt mismunandi næmi manna fyrir þeim umhverfisþáttum sem eiga þátt í tilurð sjúkdómsins.4'18 Hérlendis sást tilhneiging til vaxandi fjölda E-SFK en munurinn reyndist þó ekki marktækur. Hér á landi hafa SFK lengst af verið fleiri en E-SFK (55 sbr. 45%).10 Erlendis hefur sést svipuð skipting á milli vefjagerða.15-19 Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 35,6 ár en sjúklingar með SFK voru að meðaltali 11,5 árum eldri við greiningu samanborið við sjúklinga með E-SFK. Svipaðar niðurstöður hafa sést í erlendum og eldri íslenskum rannsóknum.9-10'20 Um 78% sjúklinganna greindust á stigi I og voru því með sjúkdóm sem bundinn var við eistað. í erlendum rannsóknum er þetta hlutfall sambærilegt, eða á bilinu 69 - 70%.20~22 Eins og sést í töflu III jókst hlutfall sjúklinga á stigi I frá 1978 (71%) og enn meira ef miðað er við tímabilið frá 1970 til 1977, en þá greindust 52% sjúklinga á stigi I. Hlutfall sjúklinga á stigi I hefur þó ekki breyst marktækt síðustu þrjá áratugi. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I, p<0,0001). Ennfremur greindist enginn sjúklingur með SFK með fjarmeinvörp en átta sjúklingar með E-SFK. Fyrrnefndu meinin virðast því ekki eins illvíg og sjúkdómasértækar fimm ára lífshorfur voru 100%, eða ívið hærri en fyrir E-SFK sem voru 92%. Þessi munur var þó ekki marktækur frekar en í eldri rannsókn okkar sem náði til 198 sjúklinga.10 Erlendis hefur þó verið sýnt fram á betri lífshorfur sjúklinga með SFK samanborið við E-SFK.23 Alls voru 95,1% sjúklinga á lífi fimm árum frá greiningu, sem verður að teljast mjög góður árangur en í erlendum rannsóknum eru lífshorfur yfirleitt á bilinu 83-93%24. Til samanburðar voru fimm ára lífshorfur hér á landi á tímabilinu 1955-1977 67% en hækkuðu í 96% árin 1978-1999. Var aukningin skýrð með tilkomu cisplatín- lyfjameðferðar.9 Aðeins tveir sjúklingar létust úr sjúkdómnum á þessu 10 ára tímabili, en tveir aðrir létust af óskyldum orsökum. Báðir fyrmefndu sjúk- lingarnir höfðu útbreitt E-SFK og voru með meinvörp í lungum, lifur og heila (stig IV) við greiningu. Þessir sjúklingar svömðu illa staðlaðri lyfjameðferð (bleómýsín, etópósíð og cisplatínum) og annar þeirra fékk geislameðferð á heila án teljandi svörunar. Meinvörp í heila eru oft erfið viðfangs þar sem lyfin berast illa yfir heilablóð- þröskuldinn.25 Bæta má lífslíkur þessara sjúklinga með háskammta lyfjameðferð sem inniheldur platiníum og geislameðferð á heila.11 Langflestir greindust vegna fyrirferðar í eista (94,8%). Var rúmlega helmingur þeirra án verkja en margir þeirra virtust draga að leita til læknis. Hins vegar greindist helmingur sjúklinganna innan mánaðar og rúmlega 13% greindust innan viku frá upphafi einkenna. Til samanburðar greindust aðeins 3% sjúklingartna innan viku frá upphafi einkenna í íslenskri rannsókn sem tók til áranna 1955-1999.9 Erfitt er að fullyrða að tími frá einkennum til greiningar hafi styst á þeim áratugum sem rannsóknirnar náðu til en hafa verður í huga að þær voru allar afturskyggnar og því að einhverju leyti ónákvæmar hvað varðar mat á tímalengd einkenna. Allir sjúklingar nema einn gengust undir ómskoðun á eista, og töku tölvusneiðmynda af kviðarholi og aftanskinurými. Báðar þessar rannsóknir eru hluti af uppvinnslu þessara sjúklinga8 og sama á við um mælingu á æxlisvísunum AFP, þ-hCG og LD.26 Alls reyndist einhver þessara æxlisvísa hækkaður hjá 54 sjúklingum (56,8%), og voru 16 þeirra með hreint SFK. Athyglisvert er að upplýsingar um LD vantaði hjá 28 sjúklingum (29,5%) en LD getur verið eini æxlisvísirinn sem er hækkaður í sáðfrumukrabbameini og er ekki síður mikilvægur en AFP og fí-hCG í greiningu og við mat á svörun meðferðar.26 Æxlisvísar eru einnig mikilvægur hluti TNM-stigunarkerfisins.27 Eins og áður kom fram stiguðum við sjúklingana eftir bæði Boden- Gibb og TNM-kerfi, aðallega til að auðvelda samanburð við eldri rartnsóknir. Nýgengi eistnakrabbameins á Islandi er í meðallagi miðað við nágrannalönd og hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu tvo áratugi. A sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur íslenskra karlmanna með eistnakrabbamein eru mjög góðar og með því hæsta sem þekkist. Þakkir Þakkir fá Gunnhildur Jóhannesdóttir skrifstofu- stjóri fyrir hjálp við öflun sjúkraskráa og Martin Ingi Sigurðsson læknir fyrir hjálp við tölfræðiúrvinnslu. LÆKNAblaðið 2011/97 147

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.