Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 28

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 28
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI / YFIRLIT að ná sér upp úr þunglyndinu, en raflækningar höfðu í einhverjum tilvikum bætt líðan hennar í fyrri innlögnum. Læknir hennar féllst ekki á það í ljósi lítils árangurs af raflækningum við meðferð hennar veturinn fyrir innlögnina. Þann vetur fór hún í alls rúmlega 30 skipti í raflækningar með litlum árangri. í síðasta skiptið kom raunar upp verulegt blóðþrýstingsfall í svæfingu og var raflækningum þá hætt. Afstaða læknisins olli henni miklum vonbrigðum. Um miðjan október yfirgaf hún geðdeildina fremur illa klædd án þess að láta starfsfólk vita hvert hún væri að fara. Sérfræðingur hennar var þá nýfarinn í námsleyfi. Konan hafði lagt mikla áherslu á að komast í raflækningar daginn sem hann fór og var mjög ósátt við höfnun hans á þeirri ósk. í ljósi sögu um þunglyndi og viðvarandi sjálfsvígshugsana var hafin leit að henni eftir að hún svaraði hvorki hringingum móður né starfsfólks á deild. Nokkrum klukkustundum síðar fannst hún við Reykjavíkurhöfn. Þar sat hún við smábátabryggju með fæturna í sjónum. Lögreglan flutti hana á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna hættu á að líkamshiti hennar kynni að hafa lækkað. Skoðun við komu í Fossvog Ung kona í yfirþyngd með dapurlegt yfirbragð. Líkamshiti 37° Celsíus. Áttuð á stað, stund og eigin persónu. Fylgdi fyrirmælum en var sein í tilsvörum. Engin áverkamerki. Skor á Glasgow Coma Scale 15. Ekkert fannst óeðlilegt við hjarta- og lungnahlustun og kviðskoðun var eðlileg. Ekkert fannst við skoðun sem benti til lyfjaeitrunar. Rannsóknir í Fossvogi Blóðprufur: Hækkuð hvít blóðkorn (15), en hafði verið með hækkuð hvít frá því um mitt ár og á methotrexati vegna gigtsjúkdóms samhliða geðlyfja- og verkjalyfjameðferð. Elektrólýtar, blóðsykur, CRP og CK innan viðmiða. Etanól og parasetamól fundust ekki í blóði. Konan stakk af frá bráðamóttöku í Fossvogi, átti að hafa yfirsetu en það brást. Lögreglumenn fundu hana á ný og komu með hana aftur í Fossvog. Klínískt ástand var óbreytt við endurkomu. Hún strauk á ný skömmu síðar en var loks flutt á geðdeild á ný. Við komu á geðdeild var hún mikið breytt samkvæmt lýsingu starfsfólks á deildinni þar sem hún hafði áður legið endurtekið inni. Hún virtist ekki þekkja starfsfólkið, talaði í litlu samhengi og kannaðist ekki við að hafa verið á deildinni áður. Töldu sumir í hópi starfsmanna að hún væri í einhvers konar „leik" og lögðu allhart að henni að „hætta að láta svona". Sérfræðingur hennar kom til vinnu fjórum dögum eftir að þessi skyndilega breyting varð á atferli konunnar. Læknirinn þekkti til hennar allt frá fyrstu innlögn 2004 og varð strax ljóst að veruleg og skyndileg breyting hafði orðið á minni hennar og líðan. í fyrsta lagi mundi hún ekki hver hann var eða hvað hann héti. í öðru lagi var yfirbragð hennar og framkoma allt öðruvísi en áður. Hún var ekki lengur áberandi döpur, talaði öðruvísi, flissaði og gerði grín að því að hann væri „fínn í tauinu". Konan var ekki lengur 31 árs, heldur 19 ára unglingur sem var eins og unglingur í talsmáta og háttum og skildi ekkert í því hvað hún væri að gera inni á deildinni. í viðtali með móður hennar næsta dag var ástandið óbreytt. Hún taldi sig búa þar sem fjölskyldan hafði búið þegar hún var 19 ára og taldi látna ömmu enn á lífi. Þegar henni var sagt að amman væri látin varð það henni gífurlegt áfall í viðtalinu. Hún vissi ekki að systir hennar ætti orðið börn, þótt hún hefði mikið verið í kringum þau á síðustu árum, og kannaðist ekki við maka systurinnar. Ákveðið var að fá taugasálfræðilegt mat sem var gert tæpum tveim vikum eftir að minnisröskunin kom fram. Á þeim tíma var lund hennar áfram mun betri en áður en minnisröskunin kom fram þótt hún væri ráðvillt, kvíðin og vissi ekki alltaf hverjum hún ætti að trúa. Hún kunni ekki lengur að nota Facebook og þurfti að læra á þær samskiptasíður upp á nýtt, en gat notað irc-ið, sem hún hafði lært að nota árið 1993 og notaði síðan í mörg ár til samskipta. Taugasálfræðilegt mat 31 árs kona inniliggjandi á móttökugeðdeild. Hún fékk skyndilegt afturvirkt minnisleysi fyrir tæpum tveim vikum. Óskað er eftir taugasálfræðilegu mati með tilliti til minniserfiðleika. Stutt saga sjúklings fyrir matið: Uppalin í Reykjavík og í litlum bæ úti á landi. Henni gekk alltaf vel í skóla. Aðspurð um mánuð og ár sagðist hún vita að það væri október 2009, sér hafi verið sagt það af starfsmönnum deildarinnar, en sér finnist eins og það væri júlí árið 1997. Hún sagðist ekkert muna úr lífi sínu undanfarin 12 ár að undanskilinni einni minningu sem hefði komið til baka nokkrum dögum áður. Hún myndi að hafa unnið um tíma á verkfræðistofu sem tækniteiknari. Að öðru leyti myndi hún ekki neitt og sagðist oft ekki viss hvað væri raunveruleiki og hvað draumur. Þetta ylli sér óþægindum og 160 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.