Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 33

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 33
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Tilfelli Bergrós K. Jóhannesdóttir1 læknanemi á 6. ári Sólveig Helgadóttir2 kandídat Felix Valsson2 svæfinga- og gjörgæslulæknir Maríanna Garðarsdóttir4 röntgenlæknir Tómas Guðbjartsson1'3 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: rof á ósæð, lost, fjöláverki, bílslys, lungnamar, fleiðruholsblæðing. Barst: 22.12.10 - samþykkt: 11.2.11 ’Læknadeild Háskóla íslands,2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tomasgud@landspitali. is Rúmlega þrítugur karlmaður slasaðist illa þegar bifreið sem hann var farþegi í rann niður bratta hlíð á NA-landi. Hann var fluttur með mikla áverka á brjóstholi og mjóbaki til Egilsstaða, svæfður og fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Við komu þangað, fimm klukkustundum eftir slysið, mældist blóðþrýstingur 100/60 mmHg og púls 110, pH í slagæðablóði var 6,8 og p02 65mmHg. Blóðrauði var 100 g/L og væg hækkun á hjarta-, lifrar- og brisensímum. Fengnar voru tölvusneiðmyndir sem sýndar eru á myndum 1 og 2. Hvaða áverka má sjá á tölvusneiðmyndunum og hver þeirra getur valdið skyndilegri blæðingu? Hver eru næstu skref í meðferð? LÆKNAblaðið 2011/97 165

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.