Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 37
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Brot úr sögu stungulyfja Með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna Jóhannes F. Skaftason1 cand. pharm., áður lektor og lyfsali skafta@internet.is Jakob Kristinsson2 cand. pharm., prófessor jakobk@hi.is Þorkell Jóhannesson2 dr. med., áður prófessor dr. thorkeii@simnet. is Seinni hluti: Stungulyf á íslandi - fyrri hlutinn birtist í febrúartölublaðinu: Skaftason JF, Kristinsson J, Jóhannesson Þ. Brot úr sögu stungulyfja. Með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna. Læknablaðið 2011; 97: 101-7. Heimildalistinn er tölusettur miðað við báða hluta greinarinnar og sama gildir um myndefni. Notkun stungulyfja Fyrsta heimild á prenti um að morfínstungulyf hafi verið notað við skurðaðgerðir hér á landi virðist vera frá tímabilinu 1890-1895. Guðmundur Guðmundsson (1853-1946), læknir, skar upp sjúkling með kviðslit og klemmdan þarm og gaf morfín í formi stungulyfs og „snafs" á undan aðgerðinni.41 Þessi unga heimild og það að Sjúkrahús Reykjavíkur virðist ekki hafa átt lyfjadælur árið 1878 bendir eindregið til þess að lyfjadælur hafi að minnsta kosti ekki verið almenn eign lækna fyrr en kom fram undir lok 19. aldar. Um aldamótin 1900 virðist samt „sprauta og morfín" vera orðið meðal þarfaþinga í læknatöskum.13 Ef til vill skýrist þessi „fátækt" af ummælum Vilmundar Jónssonar: „Allt fram á níunda tug aldarinnar, er ígerðarvarnir tóku loks að nema hér land, voru skurðaðgerðir íslenskra lækna með stökustu og strjálustu undantekningum einungis aðgerðir, sem nú myndu flokkast undir chirurgia minor í allra fábreyttasta formi."41 Það þarfnast hins vegar fyllri skýringar, að svo virðist sem enginn á íslandi hafi á þessum árum þjáðst af „neuralgia", líkt og í nálægum löndum og áður ræðir, og þurft morfín í formi stungulyfs við verkjum. Eða voru íslendingar bara látnir þola verki lyfjalaust? Guðmundur Magnússon (1863-1924), síðar prófessor, kom til starfa hér á landi árið 1894 og við það urðu tímamót í skurðlækningum á íslandi.32-33 Svo virðist samt sem Guðmundur hafi fyrstu árin einkum fengist við tiltölulega einfaldar sullaveikisaðgerðir þar sem verkjadeyfingar var ef til vill ekki þörf. Fjölbreyttari skurðaðgerðir (kviðslit, botnlangabólga, magaskurðir og fleira) virðast fyrst hafa komið til að marki um aldamótin og eftir það. Vitað er að Guðmundur notaði morfín til innstungu við magaskurðaðgerð árið 190641 og kókaín og kókaín-adrenalín við skurðaðgerðir árin 1903, 1905 og 1906.42 Skýrslur kennsluspítala Læknaskólans 1866-1911 (fyrst Sjúkrahús Reykjavíkur og frá 1902 St. Jósepsspítali (Landakotsspítali)) veita ótrúlega litlar upplýsingar um lyfjagjafir.42 Er engu líkara en skýrslurnar séu skrifaðar út frá skurðlæknissjónarmiði einu saman, þar eð einu lyfin sem eitthvað virðast koma við sögu eru svæfingarlyf eða staðdeyfingarlyf. Þetta Mynd 8. Matthías Einarsson (1879-1948) starfaði á Landakotsspítala í meira en 40 ár frá 1905 að telja. Hann var brautryðjandi i notkun prókaíns (og yngri staðdeyfingarlyfja) til staðdeyfingar í stað kókaíns við skurðaðgerðir. Hann var meðalfyrstu íslenskra lækna til þess að vinna með mænudeyfingu og innleiða svæfingu með gjöfí æð. (Myndin er úr safni Læknablaðsins.) sama gildir og um síðari skýrslur ríkisspítala (Landspítali, Kleppsspítali, Vífilsstaðaspítali), að minnsta kosti langt fram eftir fjórða áratug 20. aldar. Ef til vill hefur ráðandi mönnum í læknastétt í þá daga þótt flest lyf sem gefin voru svo ómerkileg að ekki tæki því að nefna þau! Frá hendi Matthíasar Einarssonar eru þó nokkru fyllri upplýsingar í ritgerðarformi í ársskýrslum Landakotsspítala árin 1934 og 1946. Matthías kom til starfa á spítalanum árið 1905 (fyrst aðstoðarlæknir Guðmundar Magnússonar; varð yfirlæknir 1934 og til æviloka 1948 (mynd 8)). Af skrifum Matthíasar má ráða að hann hafi tekið að nota prókaínstungulyf við skurðaðgerðir (og síðar einnig yngri staðdeyfingarlyf) með adrenalíni a.m. Matthías segir árið 1934, að síðustu 15-20 árin hafi notagildi staðdeyfingarlyfja við skurðaðgerðir mjög farið vaxandi. Sama ár hóf hann ennfremur að nota mænudeyfingu við LÆKNAblaðið 2011/97 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.