Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 39

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 39
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 11. Borgartún 6. Þar framleiddi Lyfjaverslun ríkisins innrennslislyf stungulyfog önnur lyf frá árinu 1954 og til loka sjálfstæðrar starfsemi fyrir- tækisins árið 1998 (sbr. texta). (Myndin tekin í ágúst 2010; Þorkell Þorkelsson.) hafi á þessum árum verið lítil í samanburði við það sem síðar varð. Þá fjölgun sem orðin var árið 1929 er án efa að rekja til innflæðis erlendra sérlyfja á markað hér. Einmitt um þetta leyti var fyrst farið að auglýsa lyfjadælur og erlend sérlyf í Læknnblaðinu. Trúlega skýrir aukið flæði erlendra sérlyfja á markað einnig þá fjölgun stungulyfja sem greinileg var árið 1936. Lausleg könnun bendir til þess að fjölgun hormónalyfja (kynhormónar), ýmissa miðtaugakerfislyfja og stungulyfja sem notuð eru við svæfingar, svo og staðdeyfingarlyfja geti að talsverðu leyti skýrt þessa miklu fjölgun. Niðursveifla í fjölda stungulyfja sem í boði voru 1951 er óvænt, en vekur jafnframt ýmsar spurningar sem kunna að talsverðu leyti að snúast um þá staðreynd að heil heimsstyrjöld og mjög mikið breytingaskeið var á milli þessara ára. Arið 1965 var svo fjöldi stungulyfja aftur kominn nálega í sama far og var um það bil 30 árum áður. Það skal tekið fram að fjöldi einstakra B- og C-vítamínstungulyfja var ætíð lítill, þótt notkun þeirra hafi augljóslega verið mikil á tímabili og framleiðsla þeirra verið uppistaðan í lyfjagerð flestra lyfjaframleiðenda. Mismunandi fjöldi vítamínstungulyfja skýrir því ekki þær sveiflur í fjölda stungulyfja sem í boði voru og að framan greinir. Framleiðsla stungulyfja í spænsku veikinni 1918-1919 var einungis eitt apótek í Reykjavík, Reykjavíkurapótek (á homi Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis). Af fenginni reynslu taldi bæjarstjóm Reykjavíkur bráða nauðsyn bera til þess að hafa aðra lyfjabúð í bænum.52 Þessi lyfjabúð var stofnuð þegar haustið 1919 og var eigandi hennar Stefán Thorarensen (1891-1975). Stefán byggði á fáum ámm stórt steinhús yfir lyfjabúðina (og fleiri fyrirtæki) á Laugavegi 16. Stefán sagðist snemma hafa hafið framleiðslu á lyfjum, en lýsti ekki nánar hvaða eða hvers konar lyf hefði verið um að ræða.53 Þorsteinn Scheving Thorsteinsson (1890-1971) varð lyfsali í Reykjavíkurapóteki sumarið 1919. Þorsteinn eignaðist stórhýsið Austurstræti 16 árið 1930 og flutti lyfjabúðina þangað. Næstu tvö apótek í Reykjavík voru stofnuð vorið 1928. Annað var Ingólfsapótek, en hitt Lyfjabúðin Iðunn. Telja verður að öll fjögur gömlu apótekin í Reykjavík (stofnuð fyrir 1930) hafi framleitt stungulyf þegar leið á fjórða tug 20. aldar. A ámnum við upphaf síðari heimsstyrjaldar voru vítamínstungulyf (B- og C-vítamín) mest áberandi í stungulyfjaframleiðslu þeirra allra.54 í Reykjavíkurapóteki hafði á þessum árum verið innréttað herbergi sérstaklega fyrir stungu- lyfjaframleiðslu og þar var upphaflega „ampúllu- vélin", sem sýnd er á mynd 10.54 Á árunum 1954-1955 innréttaði Þorsteinn fjórðu hæð húss apóteksins til lyfjaframleiðslu og þar á meðal til framleiðslu á stungulyfjum.55 Framleiðsla á stungulyfjum í Reykjavíkurapóteki var allstór í sniðum fram eftir árum. Alls voru framleiddar milli 60 og 70 tegundir af stungulyfjum og haft í birgðum þegar mest var. Þar að auki voru framleidd stungulyf samkvæmt beiðni lækna („ex tempore"). Auk B- og C-vítamína voru þar framleidd sæft vatn og saltvatn og stungulyf með cýankóbalamíni (B 12), prókaíni, morfíni, petidíni og teófyllamíni svo nokkur séu nefnd. Þessari framleiðslu lauk um 1990 og hafði árin á undan verið lítil og fyrst og fremst í kennsluskyni.56 LÆKNAblaðið 2011/97 171

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.