Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 40

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 40
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Eftir að Stefán Thorarensen stofnaði heild- verslun sína árið 1944 fór þar fram framleiðsla á stungulyfjum, einkum B- og C-vítamínum, en einnig á öðrum lyfjum. Heildverslunin hafði til umráða tvö sérbúin herbergi í Laugavegsapóteki til framleiðslunnar. Heildverslunin hætti að framleiða stungulyf árið 1972.57 í Lyfjabúðinni Iðunni var sömuleiðis sérbúið herbergi til stungulyfjaframleiðslu58 og að öllum líkindum einnig í Ingólfsapóteki.55 Sömu sögu er líklega einnig að segja um næstu fjögur apótek sem stofnuð voru í Reykjavík á árabilinu 1948-1956. Utan Reykjavíkur er höfundum einungis kunnugt um framleiðslu stungulyfja í Hafnarfjarðarapóteki og Stjörnuapóteki á Akureyri. Lyfjaverslun ríkisins (var upphaflega í Nýborg við Skúlagötu) hafði árið 1950 látið innrétta sérbúin herbergi í íbúðarhúsi til framleiðslu á stungulyfjum. Framleiðsla þessi var smá í sniðum. Arið 1954 fluttist framleiðsla fyrirtækisins í rúm og veglegri húsakynni í Borgartúni 6 (mynd 11). Var þar útbúin fyrsta eiginlega smitgátardeild („steríl deild") á íslandi til framleiðslu á innrennslislyfjum, en einnig stungulyfjum og fleiri tegundum lyfja. Deildin var undir stjórn sérmenntaðs lyfjafræðings, Jóns O. Edwald (f. 1925). Forstjóri Lyfjaverslunarinnar var þá Kristinn Stefánsson (1903-1967), læknir og dósent (síðar prófessor) í lyfjafræði við læknadeild Háskóla fslands.59'61 Framleiðsla Lyfjaverslunar ríkisins miðaðist við þarfir spítala, héraðslækna og héraðsdýralækna.59 Framleiðsla Lyfjaverslunarinnar á stungulyfjum (og öðrum lyfjum) var stór í sniðum á íslenskan mælikvarða og hélst lengi. Þegar smitgátardeildin hafði verið endurnýjuð eftir bruna árið 1981 fórust tveimur starfsmönnum deildarinnar svo orð: „Lyfjaverslun ríkisins hefur leitast við að búa til þau stungulyf sem beðið hefur verið um svo framarlega sem það hefur verið framkvæmanlegt við þær aðstæður sem fyrir hendi hafa verið."62 Lyfjaverslun ríkisins var síðar einkavædd og framleiðsludeild fyrirtækisins innlimuð í annað fyrirtæki. Pharmaco hf., Innkaupasamband apótekara, var stofnað í febrúar 1956 af sex apótekurum og einum viðskiptamenntuðum manni. Pharmaco hf. varð umsvifamikið lyfjaheildsölufyrirtæki sem flutti inn og seldi mikið af lyfjum, lyfjaefnum og sjúkragögnum. Fyrirtækið hóf árið 1960 framleiðslu á töflum og stungulyfjum í smáum stíl, sem síðar fór vaxandi. Af stungulyfjum bar mest á vítamínstungulyfjum (B- og C-vítamínum), en einnig var talsvert framleitt af petidín- og prókaínstungulyfjum, auk annars. Á árunum kringum 1970 og fyrr leitaði Pharmaco hf. eftir samstarfi við Lyfjaverslun ríkisins eða sameiningu, en úr því varð ekki.55'63 Fyrir gildistöku lyfsölulaga árið 1963 og lengur var öll framleiðsla lyfja hér á landi með viðurkenndum samheitum og samkvæmt almennt gildandi lögbókum - en þær voru nær allar danskar - og tóku til gildandi lyfjaskráa, lyfjaforskriftabóka og annarra lyfjabóka. Með lyfsölulögum (og síðari lagabreytingum) fengu sérlyf (proprietnn/ medicines) lagagildi og opn-aðist þá möguleiki til þess að lyfjaframleiðendur gætu fengið lyfjasamsetningar skráðar í Sérlyfjaskrá með sérstöku heiti (sérlyfjaheiti) og í þeirra séreign. Pharmaco hf. reið á vaðið með skráningu innlendra sérlyfja í lok áttunda áratugarins.64 Forstjóri fyrirtækisins var Steinar Berg Björnsson (f. 1942), sem átti síðar fyrir höndum langt starf á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrirtækið Delta hf. var stofnað 1982 út frá Pharmaco hf. og færðist framleiðsluhluti Pharmaco hf. til Delta hf. Delta hf. byggði fullkomna lyfjaverksmiðju í Hafnarfirði árið 1998 og varð stórt fyrirtæki á íslenska vísu og með starfsemi í fjórum löndum. Árið 1998 rann lyfjaframleiðslan (þar á meðal stungulyf) sem eftir var í Lyfjaverslun ríkisins (Lyfjaverslun Islands hf.) inn í Delta hf.60'65 Delta og Pharmaco sameinuðust aftur árið 2002 með nafni Pharmaco. Er talið að í því fyrirtæki hafi framleiðslu stungulyfja á íslandi endanlega lokið árið 2003 - og lýkur þar með þessari sögu. Að lokum má nefna að árið 2004 varð hið nýja Pharmaco að Actavis sem nú er risastórt fyrirtæki en lýtur stjórn erlends manns og í raun einnig erlends banka.64- 66,67 Lokaorð Alexander Wood fann hvorki upp lyfjadælu né holnál. Uppruni þessara hluta virðist vera í nokkurri óvissu. Hlutur Fergusons skurðlæknis sem upphafleg dæla og nál Woods voru kennd við, hlýtur þó að vera mikill. Vægi Woods fólst öðru fremur í því að hann lagaði bæði lyfjadælu og nál að klínískri notkun og innleiddi með því auðvelda aðferð til þess að koma lyfjum undir húð, í vöðva eða í æð. Þróun stungulyfja og aðferða við notkun þeirra var í takt við aukna vitneskju á öðrum sviðum, ekki síst lífeðlisfræði og örverufræði og þar með talið sæfing og sótthreinsun. Ef horft er um öxl má samt undrast hve seint læknar virðast almennt hafa tekið upp fullnægjandi sótthreinsun á dælum og nálum áður en einnota lyfjadælur og holnálar komu á markað upp úr miðri 20. öld. Ritgerð Níelsar Dungal frá 194051 er til vitnis um þetta. 172 LÆKNAblaöið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.