Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 46

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 46
Hefðbundið íslenskt uppeldi „Það er mjög athyglisvert að skoða hvernig reglur samfélagsins breytast varðandi það hvað teljast ásættanlegar refsingar í uppeldisskyni og hvað telst ofbeldi gegn börnum," segir dr. Jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði. Á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum kynnti hún niðurstöður rannsókna sem hún og Geir Gunnlaugsson barnalæknir og núverandi landlæknir hafa unnið að nokkur síðastliðin ár á reynslu íslendinga á mismunandi aldri af ofbeldi og refsingum sem þeir urðu fyrir sem börn af hálfu foreldra sinna. Kynferðislegt ofbeldi var undanskilið. „Húsaginn, sem gefinn er út árið 1746 og stóð í rauninni óbreyttur fram til 1932 þegar barna- verndarlögin voru sett, segir að foreldrum beri að refsa bömum sínum líkamlega, „með hendi eða með vendi" ef þau sýn i óhlýðni. Með barnalögunum frá 2003 var talið að búið væri að banna líkamlegar refsingar á börnum en eftir dóm í Hæstarétti varð ljóst að svo var ekki. Með lagabreytingu vorið 2009 var tekinn af allur vafi og nú er bannað að refsa börnum líkamlega." Reynsla íslendinga af refsingum Jónína og Geir byrjuðu verkefnið á því að rannsaka ritaðar heimildir um heimilisofbeldi og afrakstur þeirrar vinnu birtist í bókinni Heimilisofbeldi á íslandi: höggva, hýða, hirta, hæða, hóta, hafna, hrista, hræða. „í framhaldi af bókinni langaði okkur að gera rannsókn á hugmyndum og reynslu nokkurra kynslóða íslendinga af refsingum og heimilisofbeldi. Rannsóknin byggði á viðtölum við 22 einstaklinga fædda á tímabilinu 1920-1985, 11 karlmenn og 11 konur. Við völdum þá með tilliti til aldurs og kyns en vorum ekki að leita sérstaklega að fólki með reynslu af ofbeldi. Langflestir töldu að þeir hefðu fengið ósköp hefðbundið íslenskt uppeldi. Meginniðurstaða okkar er sú að líkamlegar refsingar í uppeldisskyni þykja eðlilegar fram undir 1970 en eftir 1975 fara hugmyndir fólks greinilega að breytast. Athygli vekur að fólk af öllum kynslóðum sagði frá því að það hefði aldrei verið beitt líkamlegum refsingum jafnvel þó það hefði þótt sjálfsagt þegar þau voru að alast upp. Þá töluðu þeir elstu sem fæddir eru á millistríðsárunum mest um vinnuhörkuna og matarskortinn sem tíðkaðist á uppvaxtarárum þeirra. Tveir sögðu til dæmis frá því að þeir Hávar hefðu byrjað í reglulegri vinnu við átta ára aldur. Sigurjónsson Jónína segir að kynslóðin sem var að alast upp á 5. og 6. áratug síðustu aldar hafi gjarnan talað um vanrækslu. „Þetta voru frumbýlingsár svo margra í Reykjavík. Mörg börn voru sett út fyrir dyr á morgnana, kölluð inn í hádeginu, svo sett út aftur fram að kvöldmatartímanum. Enginn fylgdist með þeim en aftur á móti ef þau komu of seint inn á kvöldin þá voru þau flengd." Jónína segir að viðmælendum megi skipta í þrjá hópa. „I fyrsta hópnum voru þeir sem refsað var reglulega með líkamlegu ofbeldi, þeim þóttu refsingamar eðlilegar, þeir hafi átt þær skilið og telja sig ekki hafa borið mein af þeim. Annar hópur hafði reynslu af einstökum viðburði þar sem beitt var líkamlegri refsingu sem var þeim mjög minnisstæð. Þessum hópi finnst það sama og fyrsta hópnum, það er að refsingin hafi verið verðskulduð og þeim ekki orðið meint af henni síðar á lífsleiðinni. Lýsingar í þessum hópi eru gjaman þannig að foreldramir sáu eftir að hafa beitt refsingunni og viðkomandi vissi af því. Þessi hópur lýsir sterkari eigin viðbrögðum við refsingunni en fyrsti hópurinn. Þriðji hópurinn hefur aftur á móti enga reynslu af líkamlegum refsingum og okkur þótti athyglisvert að það voru nær eingöngu konur í þeim hópi. Samt eru viðmælendur almennt sammála um að lítill munur hafi verið á refsingum stúlkna og drengja. Einnig töldu þeir að þeim sem mest var refsað hafi verið ódælir og þeir sem vom elstir í systkinahópi. Oftast voru það mæðurnar sem útdeildu refsingunum en börnum var gjarnan hótað með föðurnum. Þetta kollvarpar staðalmyndinni af hinum refsandi föður en skýringin er einfaldlega sú að mæður voru miklu meira með börnin en feðurnir. Allir viðmælendur okkar voru sér vel meðvitaðir um að líkamlegar refsingar eru bannaðar í dag en fannst þó í lagi að þeim hafi verið beitt á sínum tíma. Allir viðmælendur okkar utan einn vom mjög 178 LÆKNAblaðiö 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.