Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 48

Læknablaðið - 15.03.2011, Side 48
U M R Æ Ð U R B Ö R N M E Ð 0 G FRÉTTIR A D H D Börn með ADHD eru fórnarlömb fordóma „Okkur þótti umræðan fremur villandi á málþinginu á Læknadögum um ADHD fullorðinna," segir hópur starfandi barna- og ung- lingageðlækna á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þau segjast ósátt við að blandað sé saman í umræðunni greiningu og meðferð fyrir börn með ADHD og fullorðna þar sem þróun aðferða við greiningu og meðferð fyrir síðarnefnda hópinn virðist komin mun skemmra á veg. „Hjá börnum og unglingum er reynslan og þekkingin orðin mun meiri og greiningaraðferðirnar löngu staðlaðar og viðurkenndar," segja þau. Viðmælendur Læknablaðsins um þetta efni eru bama- og unglingageðlæknarnir Gísli Baldursson, Bertrand Lauth, Helgi Garðar Garðarsson, Dag- björg Sigurðardóttir og Guðrún Bryndís Guð- mundsdóttir. „Það sem við erum fyrst og fremst ósátt við er hvað umræðan virðist vera hlaðin fordómum og kom það nokkuð skýrt fram á málþinginu. Þar var öllu blandað saman, meðferð og greiningu ADHD fyrir börn og fullorðna, misnotkun ákveðinna lyfja og jafnvel gefið í skyn að lyf sem ávísað er til bama og unglinga endi á svörtum markaði í höndum fíkla. Slíkt heyrir til svo mikilla undantekninga að fráleitt er að gera það að aðalatriði í svo alvarlegu máli sem þessi umræða er. Greiningarleiðbeiningar fyrir börn og unglinga með ADHD hafa nú þegar verið gerðar og eru settar fram á skilmerkilegan hátt á vef landlæknisembættisins. Það er engin ástæða til að breyta þeim eða endurskoða. Hins vegar er verið að endurskoða sömu leiðbeiningar fyrir fullorðna og maður getur spurt sig hvort ekki sé full ástæða til þess. Það em mörg börn á Islandi sem hafa fengið ADHD greiningu en aðgengi að greiningu hér á landi hefur verið betra en víða annars staðar í löndunum í kringum okkur. Við stöndum okkur vel í þessum efnum og það er því ósanngjarnt gagnvart okkur, börnunum og foreldrum þeirra að setja fram í hálfkæringi, eins og gert var á málþinginu, að ADHD sé í mörgum tilvikum óþekkt og ærsl; kennarar heimti greiningu á uppivöðslusama drengi sem fái einfaldlega ekki útrás fyrir hreyfiþörf sína í skólanum. Þetta lýsir slíkri vanþekkingu að við furðum okkur á að læknar skuli láta slík ummæli frá sér fara. Greiningarferli fyrir ADHD er viðamikið, viðtöl em tekin við foreldra og barnið, ýmissa sálfræðilegra prófa hjá bami er krafist, fjölskylduaðstæður og fjölskyldusaga em skoðaðar ásamt gengi barnsins í skóla. Að loknu greiningarferli eru langflestir Havar foreldrar frekar tregir til að setja börn sín á lyf og Sigurjónsson spyrja yfirleitt ítarlega um hvort ekki séu aðrir meðferðarmöguleikar í boði en lyfjagjöf áður en þeir fallast á slíka meðferð." Vilja sjá fjölbreyttari úrræði Hópurinn hefur áhyggjur af því að dregið hefur úr stuðningsúrræðum innan skólanna fyrir börn með hegðunar- og þroskafrávik. „Það væri mjög gott ef hægt væri að bjóða börnum og foreldrum annars konar meðferð og stuðning til viðbótar við, eða í mörgum tilvikum í staðinn fyrir lyfjameðferð við ADHD. Þar stendur hnífurinn í kúnni og mótsagnirnar í málflutningi heilbrigðis- og skólayfirvalda eru æpandi. Annars vegar er talað um ofnotkun lyfja við ADHD og hins vegar em fjárveitingar til annars konar meðferðar við ADHD af skornum skammti. Við myndum vilja sjá betra aðgengi að öðmm meðferðarúrræðum en lyfjagjöf. Stórum hluta af tíma bama er eytt innan veggja skólanna og því er mikii þörf á fjölbreyttari stuðnings- og meðferðarúrræðum fyrir þessi börn á þeim vettvangi. Lyfjameðferð getur verið gagnleg en er ekki alltaf nauðsynleg, sérstaklega þegar um vægari einkenni er að ræða. En skortur á öðrum úrræðum getur leitt til þess að börnin eru sett á lyf. Önnur úrræði skólakerfisins, svo sem stuðningskennsla og kennsla við minna krefjandi aðstæður en em í skólastofunni, eru alltof fá. Þar er sífellt borið við peningaleysi. Við þetta bætist svo sú þróun í skólakerfinu að stækka bekkjadeildir með því að sameina bekki og kenna í stærri einingum þar sem áreitið verður sjálfkrafa mun meira og truflun af börnum með þroskafrávik enn meiri, þar sem þau ráða illa við slíkar aðstæður. Okkar skilaboð til heilbrigðis- og skólayfirvalda em að lyfjameðferð við ADHD er í mörgum tilvikum nauðsynleg, en ekki alltaf og er ekki alltaf eina nauðsynlega meðferðin. Ymis sálfræðileg nálgun vegna ADHD þyrfti að vera aðgengilegri í nærumhverfi bamanna, í það minnsta að vera raunhæfur möguleiki fyrir þennan hóp barna, ekki síst vegna fylgiraskana sem oftast eru til staðar. I dag er raunveruleikinn sá að kostnaður stendur oft í vegi fyrir því að foreldrar geti nýtt sér aðra þjónustu þar sem yfirvöld greiða ekki niður meðferð af slíku tagi. Fæstir foreldrar hafa ráð á sálfræðimeðferð fyrir böm sín hjá sálfræðingum á stofu þar sem eitt viðtal kostar 8000-10.000 krónur. Það hefur verið reynt að mæta þessari þörf með því að ráða sálfræðinga inn á heilsugæslu en sú þjónusta er skammt á veg komin, miðað við þá þörf sem við 1 80 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.