Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR BÖRN MEÐ ADHD „Langflestir foreldrar eru frekar tregir til að setja börn sín á lyf," segja barna- og unglingageðlæknarnir á BUGL. Bertrand Lauth, Gísli Baldursson, Dagbjört Sigurðardóttir og Helgi Garðar Garðarsson. vitum að er til staðar. Einnig er búið að skera mikið niður umönnunarbætur sem foreldrar langveikra barna fengu áður frá Tryggingastofnun ríkisins. I raun gæti maður sagt að sú birtingarmynd sem umræðan um ADHD hefur tekið lýsi best þeim skorti og því skipulagsleysi sem er í þjónustu við böm og unglinga með geðraskanir. Einnig má velta fyrir sér hvort hrein mismunun sé viðhöfð í heilbrigðisþjónustu við börn með geðraskanir og geðræna erfiðleika miðað við heilbrigðisþjónustu vegna annarra sjúkdóma." Ósanngjarn samanburður „Það að meðhöndla bam með ADHD getur skipt sköpum fyrir sjálfsmynd þess einstaklings seinna meir, grundvöllurinn að geðheilbrigði er lagður á uppvaxtarárunum. Skilyrðin sem þessum bömum em sett innan skólakerfsins em sjaldnast á þeirra forsendum. Þeirra einkenni gera þeim erfiðara fyrir að takast á við ramma skólastofunnar. Það er því miður eðli vanda ADHD að bömin þurfa lyfjameðferð til að þau geti stundað nám í skólanum. Þannig eru mjög sterk tengsl milli lyfjanotkunar barna og viðveru þeirra í skóla. Það er staðreynd að yfir helmingur skólabarna sem þurfa lyfjameðferð við ADHD notar ekki lyf yfir sumartímann. Einnig vitum við í Ijósi fjölmargra rannsókna sem gerðar hafa verið á ADHD að lyfin geta verið nauðsynleg fyrir bam en óþörf á fullorðinsárum enda hættir stór hluti bama að nota ADHD-lyf þegar þau koma á framhaldsskólaaldur. Vissulega er hópur fullorðinna svo illa haldinn af ADHD-einkennum að þeim gengur illa að ná stjórn á sínu lífi. Þetta fólk þarf meðferð og jafnvel lyf. Ekki má gleyma þeim fylgiröskunum við ADHD sem oftast em til staðar strax í bernsku, svo sem mótþróa, hegðunarerfiðleikum, kvíða og þunglyndi. Þessar raskanir fylgja oft upp á fullorðinsár ásamtbrotinni sjálfsmynd. Þegar einstaklingar hafa verið greindir seint eða ekki í bemsku, er ekki ólíklegt að þessi einkenni séu ein af birtingarmyndum vandans á fullorðinsámm. En spurningunni er ósvarað hvort sá hópur fullorðinna sem í dag fær lyf við ADHD þarf á þeim að halda í öllum tilvikum." Þau segja að um ákveðna hluti verði að tala tæpitungulaust. „Umræðan um misnotkun rítalíns á rétt á sér vegna þess að vitað er að hluti þeirra lyfja sem læknar ávísa er misnotaður. Við höfum heyrt og séð algjörlega glórulausar ávísanir ritalíns sem hafa engan læknisfræðilegan tilgang. Okkur hættir til að afsaka slíka vitleysu með því að taka hana undir verndarvæng faglegrar umræðu. Þetta verður að stöðva og það erum við læknar sem eigum að gera það. Það er ekki hægt að sætta sig við að öll umræðan um svo alvarlegt mál sem ADHD er, litist af þessu. Því miður hefur hún gert það á undanförnum mánuðum. Samanburður við önnur lönd um ávísun metýlfenídat-lyfja er líka í mörgum tilfellum ósanngjarn þar sem ekki er tekið tillit til annarra örvandi lyfja sem ávísað er í sama tilgangi. Á íslandi er metýlfenídat nánast eina lyfið í flokki örvandi lyfja sem ávísað er. í Bandaríkjunum er meira en helmingur örvandi lyfja sem ávísað er af öðrum toga en metýlfenídat. Þetta er ekki tekið með í þeim samanburði sem haldið hefur verið hvað mest á lofti að undanförnu, meðal annars af landlækni á málþinginu á Læknadögum. Ef gerður væri raunhæfur samanburður á ávísun örvandi lyfja stæðum við betur en þessar tölur gefa til kynna." Læknamir á BUGL segja að nauðsynlegt sé að íslensk stjórnvöld líti sér nær varðandi stefnumörkun í málefnum barna og unglinga með sérþarfir. Nærtækt væri til dæmis að líta til Noregs þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á þennan málaflokk með sértækum stuðningsúrræðum. „Ef bam á í erfiðleikum í skólaumhverfi ber ekki fyrst að skoða það sem heilbrigðisvandamál, heldur mæta þörfum bamsins með nauðsynlegum úrræðum. Það er skoðun okkar að slíkar aðgerðir myndu draga markvisst úr lyfjanotkun." LÆKNAblaðið 2011/97 181
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.