Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfraeðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Ungur vísindamaður ársins Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Martin Ingi Sigurðsson læknir og doktorsnemi varð fyrir valinu sem Ungur vísindamaður ársins á Landspítala 2011. Þetta var tilkynnt á Vísindum á vordögum á Landspítala sem hófust 28. apríl og flutti Martin Ingi erindi um rannsóknir sínar af þessu tilefni. Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður fræðasviðs krabbameinshjúkrunar afhenti viðurkenninguna. Martin Ingi er fæddur árið 1982 og lauk kandídatsprófi í læknisfræði við HÍ 2009. Hann lauk kandídatsári á Landspítala 2010 og starfar nú á lyflækningasviði. Hann hóf doktorsnám við Háskólann samhliða læknanámi og verður doktorsvömin nú í júní. Titill doktorsverkefnisins er Lífupplýsingafræðileg og sameindalíffræðileg greining á eiginleikum DNA metýlunar í erfðamengi mannsins. Hluti verkefnisins var unninn við Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum. Martin Ingi hefur fengið styrki úr vísindasjóði Landspítala og Háskólasjóði HÍ. Hann hefur verið sérlega virkur í rann- sóknarstarfi og náð góðum árangri í rannsóknum með samstarfsmönnum sínum. Birt var viðtal við Martin Inga í aprílblaðinu undir fyrirsögninni: Rannsakar áhrif utangenaerfða á aldurstengda sjúk- dóma. Læknablaðið 2011; 97: 256-7. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Magnús Helgason (f. 1977) er listamaður sem hefur fengist við ýmsa spennandi hluti á ferli sínum og undanfarin misseri hefur hann stigið fram á sjónarsviðið með málverk, fyrst í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur I D-sal og nú síðast í gallerí Ágúst á Baldursgötu. Áður hefur hann fengist við kvikmynda- og hreyfimyndagerð þar sem hann hefur unnið sjálfstætt eða í samstafi með tónlistarmönnum, en eftir hann liggja ótal tónlistarmyndbönd og myndverk sem kallast á við lifandi flutning á tónleikum. Að baki á hann nám I myndlist frá listaháskóla í Hollandi, AKI i Enschede, þar sem hann dvaldi i kring um aldamótin. Málverk Magnúsar eru ýmist unnin á hefðbundinn striga eða fundinn efnivið af ýmsum toga og hann vinnur jafnframt beint á veggi og í umhverfi sýningarrýmisins. Þau eru óhlutbundin og byggjast á samblandi frjáls flæðis og markvissra handbragða. Verkið sem hér um ræðir á forsíðu Læknablaðsins ber heitið Hvítur regnbogi (2011) og er frá sýningu Magnúsar sem nefnist Guð birtist mér. Eins og sést við nánari athugun er verkið málað á ýmis efni og það sést í hráan krossvið og það sem virðist vera spónlögð plata. Þá eru filt og snæri hluti af myndverkinu. Litirnir eru að uppistöðu frumlitirnir, gulur, rauður og blár en samskonar litapallettu er að finna i öðrum verkum þessarar seríu. Hér eru lekandi litir sem flæða hver inn í annan og einnig er þeim blandað með frjálsri pensilskrift. Yfir það sem kalla mætti hinn sjálfsprotna hluta verksins leggur listamaðurinn siðan lag forma og lita sem eru skírt afmörkuð, ýmist borin markvisst á með pensli, stimpluð á eða spreyjuð á stensla. I þessu efsta lagi ráða hvítur og svartur ferðinni. Það er mikill leikur í verkinu og það gleður augað, það lýsir vinnuferli og efnistökum sem segja sína sögu og ráða för miklu fremur en hugmyndafræðilegt inntak. í texta sem fylgir verkaröð þessari segir listamaðurinn að Guð hafi birst sér og sagt sér að „endurhugsa regnbogana, það væri hraðlest til hamingjunnar”. Markús Þór Andrésson Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.