Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 26
ALDARAFMÆLI HÍ Minning Louis Pasteur Útvarpserindi flutt 2. júlí 1947 Björn Sigurðsson 1913-1959 Björn Sigurðsson. Minning Louis Pasteur - Útvarpserindi flutt 3. júlí 1947. Ritverk 1936-1962, Reykjavík 1990: 793-6. Setning: Laeknablaðið. Góðir hlustendur. Félag frönskumælandi manna í Reykjavík, Alliance francaise, minntist nýlega 50 ára dánardægurs Louis Pasteur, hins ágæta franska vísindamanns. Við það tækifæri var þetta erindi flutt (20. maí 1947). Afburðamenn eru ætíð freistandi íhugunarefni. Það á að sjálf- sögðu jafnt við, hvort sem um er að ræða vísindamenn, skáld, þjóðhöfðingja eða eitthvað annað. Hins vegar má ef til vill segja, að afburðaskáld eða afburðavísindamaður sé hugstæðari, vegna þess að hann er liður í augljósri og þekktri þróun í sinni grein. Þess vegna má fylgja starfi hans og hugsun lið fyrir lið á þekktum bakgrunni; svo að segja sjá handbragð hugsunar hans við torleyst vandamál. Það er sem sé venjulega enn fróðlegra að sjá og læra, hvernig snillingurinn vann, en hverju hann afrekaði, þótt hið síðara sé oftast kunnara almenningi. Louis Pasteur er áreiðanlega eitt þekktasta og ótvíræðasta dæmi um snilling, og þess vegna sérstaklega fróðlegur til íhugunar. Hann var ekki einn af þeim, sem fann af hálfgildings heppni einhver ein þýðingarmikil vísindaleg sannindi og gerði úr uppgötvun sinni hagnýta og nauðsynlega hluti, sem hjálpuðu mönnum í daglegu lífi þeirra og baráttu. Slíkir menn eru sem betur fer margir og öðlast fyrir starf sitt verðskuldaða frægð og heiður. Louis Pasteur leysti hins vegar svo mörg og ólík verkefni að undrum sætir. Hér er að sjálfsögðu ekki tækifæri til að rekja vísindaafrek Pasteurs, en þó má drepa á nokkur til að minna á, hve óhemju margs konar og hvert öðru ólík þau voru. Hann varð fyrst þekktur fyrir uppgötvanir, sem gerðar voru í þágu víniðnaðarins franska, en hafa haft grundvallandi þýðingu fyrir efnafræði og sýklafræði, jafnframt því að þær leystu hin aðkallandi verkefni, sem lágu fyrir í iðnaðinum. Pasteur tók við af öðrum og sannaði endanlega að generatio spontanea á sér ekki stað, þ.e.a.s. að líf kviknar ekki af sjálfu sér á jörðu hér, heldur kvikna allar lifandi verur af öðrum verum sömu eða svipaðrar tegundar. Pasteur átti drýgstan þátt í að sanna, að næmir sjúkdómar í mönnum og dýrum stafa af slíkum lifandi verum, sýklum. Ef menn draga þessar uppgötvanir saman í eitt; annars vegar, að næmir sjúkdómar orsakast af lifandi verum, og hins vegar, að engar lifandi verur kvikna af sjálfu sér, þá heldur ekki sýklarnir, er orðin augljós þýðingarmesta leiðin til að verjast næmum sjúkdómum. Á grundvelli þessara skoðana innleiddi enski læknirinn Joseph Lister nýjar aðferðir við meðferð á sárum og lagði þar með aðal hornsteininn undir handlækningar eða kirugi síðari tíma. Með rannsóknum Pasteurs var ennfremur rudd brautin til skilnings á barnsfararsóttinni, sem um þetta leyti drap mikinn hluta sængurkvenna í fæðingastofnunum Evrópu. Þannig mætti lengi telja. Pasteur staðnæmdist aldrei við neina uppgötvun mjög lengi, hversu þýðingarmikil sem hún var; hann var sífellt kominn út í þykkni hins óþekkta að nýju og byrjaður að ryðja nýja götu. Hann sýndi fram á, að draga má úr sýkingarmætti ýmissa sýkla, þannig að þeir geti ekki framkallað sama sjúkdóm og áður, þótt þeir komist inn í líkamann, heldur aðeins mjög óverulega smitun, sem er skaðlaus en skilur eftir ónæmi í líkamanum gegn síðari sýkingu. Frægust er að sjálfsögðu bólusetning Pasteurs gegn rabies eða hundaæði. Hundaæði er sjúkdómur í hundum, heilabólga, sem veldur því að hundarnir tryllast og bíta menn og skepnur. Við það flyzt smitið í þann, sem bitinn var, og, ef viðkomandi veikist á annað borð, er honum vís dauði eftir ægilegar þjáningar. Pasteur fann ráð til að hálf-drepa þennan sýkil, sem er vírus, þannig að nota mátti hann til að framkalla nokkurt ónæmi gegn hundaæðinu. Þetta var mjög merkileg uppgötvun. Hún er máske ekki merkilegust vegna þeirra lífa, sem hún hefur bjargað, og þeirra þjáninga, sem hún hefur fyrirbyggt, heldur vegna þess að hún ruddi nýja braut. Sama braut hefur síðan verið farin ótal sinnum. Fjölmargir sjúkdómar eru nú fyrirbyggðir vegna þess, að Louis Pasteur hafði sýnt fram á, að sjálfa sýklana má taka og gera að þjónum sínum, svipta þá sumum eiginleikum, en láta þá halda öðrum, og nota þá síðan til að berjast gegn sjálfum sér. Hér er ekki tækifæri til að rekja eða ræða vísindalegar upp- götvanir Louis Pasteur frekar. Þau verkefni, sem hann tók sér, eða honum voru fengin, voru svo margs konar og hvert öðru ólík, að undrum sætir hve áhugi hans og skilningur náðu víða. Hann myndi hafa borgið nafni sínu frá gleymsku með einni eða tveimur af uppgöh'unum sínum. Ýmsum hefði áreiðanlega orðið það á að hrífast svo af sjálfum sér og afreki sínu að þeir létu staðar numið. Pasteur lagði hins vegar alltaf af stað í leit að nýju landi. Á yngri árum sínum var Pasteur ekki sérstakur afreksmaður við nám, enda gæti ég trúað, að það, sem gerði hann að afreksmanni, hafi fremur verið skapgerð hans en gáfur. Louis Pasteur var 366 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.