Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 28
ALDARAFMÆLI Hl Louis Pasteur 1822-1895. FPG/Taxi/Getty Images bólusetningu, sem sáralítil raun var enda komin á og hefur ekki reynzt sérstaklega vel síðan, myndi eyðileggja álit Pasteurs og þessarar nýju bólusetningar. Uppástunga Rossignol var þess vegna bráðsnjöll og lævísleg. En Pasteur hikaði ekki eitt augnablik við að taka þessu tilboði búnaðarfélagsins. Samstarfsmenn hans og vinir bentu honum á hættuna, sem í þessu væri fólgin. En Pasteur var alveg grandalaus. Hann svaraði: „Þetta gekk ágætlega með 14 kindur hér í vinnustofunni. Auðvitað gengur það jafn vel með 50 í Melun". Tilraunin var síðan gerð í Pouilly-le-Fort, eins og til stóð, og hún fór nákvæmlega eins og Pasteur hafði ráðgert. Dýrin, sem voru ekki bólusett, drápust öll, en hin lifðu öll. Þetta var auðvitað fyrst og fremst að hafa stríðslukkuna með sér, og sýnir það fyrst og fremst, að Pasteur átti til að vera ekki minni baráttumaður en vísindamaður. Oft hefur verið á það bent síðan, að þetta hafi verið hálf barnaleg aðferð. Auðvitað var hinni vísindalegu hlið málsins engu borgnara, þótt þessi tilraun væri gerð að viðstöddum blaðamönnum og með miklu auglýsingaskrumi. Hins vegar var áhættan mikil bæði fyrir Pasteur sjálfan og allan hans málstað, ef einhver mistök yrðu með þessa lítt reyndu aðferð. En skapferli Pasteurs var ekki hversdagslegt. Hann hafði til að bera þá ofstækisfullu trú á málstað sínum og hinni vísindalegu aðferð, að hann má vera öfundsverður af. Sú staðreynd hjálpaði vissulega ekki til að gera hann óskeikulan, þvert á móti, en hún hefur líklega hjálpað til að gera hann að afreksmanni. Það er mikil tízka, að vísindamenn á vorum dögum hendi gaman að viðleitni eldri kynslóða, og einstöku sérvitringa nú, til að leysa gátur náttúrunnar með hugsuninni einni. Aður fyrri voru allar náttúrurannsóknir stundaðar í þeim yfirlýsta tilgangi að auðga heimspekina, og enn eimir eftir af þessari skoðun í ýmsu formi. Enn verða menn doktorar í heimspeki á því að rannsaka skemmdir í heyi eða vaxtarlag á nautum. Síðustu eina til tvær aldir hafa vísindin að mestu hætt að líta á sig sem virðulega dægradvöl fyrir fínt fólk með stífaðar manséttur, heldur eru þau nú fremur óhreinlegt handverk, en kröfurnar um hæfileika vísindamanna, bæði skapgerð þeirra og menntun, ef til vill strangari en nokkru sinni fyrr. Robert Boyle, sem stundum er kallaður faðir efnafræðinnar og sjálfur var auðugur aðalsmaður, brezkur, segir á einum stað: „Og þótt efnahagurinn leyfi mér, Guði sé lof, að gera tilraunir með annarra höndum, hef ég nú samt sem áður ekki verið svo teprulegur, að ég hafi skirrzt við að kryfja með eigin hendi hræ af hundum, úlfum, fiskum og jafnvel rottum og músum. í vinnustofu minni hika ég heldur ekki við að handleika berhentur leirleðju og viðarkol." Vísindamenn síðari ára fylgja sannarlega þessu fordæmi út í æsar. Á síðari tímum hefur sem sé það tvennt gerzt, að vísindamaðurinn hefur færzt í návígi við verkefni sín og í stað þess, að hver og einn ætli að leysa „heimsgátuna" hafa menn valið sér dálítið afmarkaðri og viðráðanlegri verkefni. Sömu tilhneigingar virðist raunar gæta í tónlist og myndlist nútímans. Síðan þessi breyting varð hafa vísindin umskapað heiminn. En því nefni ég þetta hér, að Louis Pasteur var einn merkilegasti brautryðjandi hinnar nýju aðferðar, þ.e. experimental vísindanna. Hann hafði eitthvert einstakt næmi við að þreifa sig fram til hinna óljósu raka, sem stjórna fyrirbærum náttúrunnar. Hann sagði sjálfur einhvern tíma, að mestu skipti að hugur manns væri við öllu búinn, m.ö.o. að maður sæi ekki aðeins það, sem maður ætti von á, heldur einnig hið óvænta. Það er máske sjálfur leyndardómurinn við snilligáfu hans. Fyrir nær réttum 65 árum, í apríl 1882, var hátíð haldin í París til að fagna kjöri Pasteurs í Academie francaise. Ernest Renan, rithöfundurinn frægi, var í forsæti og bauð Pasteur velkominn með ræðu. Hann mælti m.a. þessum orðum til Pasteurs: „Sannleiksdísin er eins og ástleitin mær, herra minn. Henni er ekki um, að sótt sé eftir sér af of miklum ástríðum. Afskiptaleysið lánast oft betur. Hún smýgur úr höndum manns, er maður heldur sig hafa náð tökum á henni, en hún gefur sig manni á vald, ef maður endist til að bíða. Einmitt þegar hún virðist glötuð, birtist hún að nýju. Hún verður hins vegar ósveigjanleg, sé farið of hart að henni, þ.e.a.s. þegar maður elskar hana of mikið." Ég held, að Renan hafi lýst hér nokkuð vel hinni tvísýnu og erfiðu leit að lögmálum náttúrunnar, sem hann kaus að kalla sannleikann eða sannleiksdísina. Hin hnyttna lýsing hans er þá máske um leið nokkur vísbending um þann andlega sveigjanleika, þrautseigju og ráðsnilld, sem snillingurinn Pasteur átti yfir að ráða. Svo mikið er víst, að síðan Pasteur lifði og starfaði er líf mannanna annað en áður, öruggara og heilbrigðara. 368 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.