Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 35
UMFJOLLUN O G GREINAR raunveruleg meðferð. Hitt er forvörn og lýðheilsa og er nauðsynlegt líka." Meðal þeirra sjúkdóma sem Ingibjörg nefnir, þar sem hreyfing hefur skilað góðum árangri, er þunglyndi og sykur- sýki tvö, en hún bendir á að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er allt að fimm- falt hærri hjá þunglyndisjúklingum. „Hreyfing kemur ekki í stað lyfja en hún bætir lífsgæði og eykur vellíðan sjúklingsins. Það er ekkert nýtt við þetta, Forn-Grikkir vissu þetta, en nú vitum við hvers vegna þetta virkar og höfum því enga ástæðu lengur til að beita þessu ekki. Hreyfing er ein besta meðferðin sem völ er á við streitutengd- um sjúkdómum. Það er einfaldlega staðreynd. Þess vegna eigum við að beita henni markvisst sem meðferð." Tilraun sem mistókst Jón Steinar Jónsson heilsugæslulæknir lýsti tilraun sem gerð var í Garðabæ fyrir nokkrum árum um notkun hreyfiseðla. „Það var samstaða innan bæjarfélagsins, heilsugæslunnar, sjúkra- þjálfunar, íþróttafélagsins, bæjaryfirvalda, og ýmissa sjálfstæðra aðila sem tengjast hreyfingu. Þáverandi heilbrigðisráðherra studdi málið. Læknarnir ávísuðu hreyfingu með sérstökum „hreyfiseðli" sem sjúklingur fékk í hendur og fór með til sjúkra- þjálfara í Garðabæ sem mat getu og færni sjúklings og ráðlagði honum hreyfingu, hvernig, hversu mikið, hversu þétt og hve mikið álag. Tilraunin mistókst. Ákveðnir þættir gengu ekki eftir og verkefnið lognaðist út af. Þetta var því eins konar könn- unarverkefni sem kenndi okkur mikil- væga hluti sem nýtast okkur í næsta skrefi í þessari þróun við að taka upp hreyfingu sem meðferð á Islandi. Mikilvægustu atriðin eru áhugahvöt sjúklings og lítil þekking meðal almennings á mikilvægi hreyfingar sem meðferð við sjúkdómum, þó allir viti að hreyfing er holl í lýðheilsulegu samhengi. Eftirfylgdin var annað, þar sem okkar skipulag gekk ekki eftir og var ekki nógu öflugt. En eftirfylgd er lykilatriði þegar kemur að meðferð með hreyfingu. Okkar hugmynd, að koma þessu á koppinn án þess að til kæmi viðbótarstarfsmaður, gekk ekki. Það þarf þennan „köngulóarmann" til að halda utan um skjólstæðingana og sjá um áhugahvetjandi samtöl og eftirfylgd. Því meiri þekking meðal almennings á mikilvægi hreyfingar sem meðferð og því meiri áróður fyrir meðferðinni, því minna þarf framlag köngulóarmannsins að vera að mínu mati. Nú er verið að hleypa af stokkunum nýju verkefni sem mun standa í eitt ár og mun taka mið af reynslunni úr Garðabæ, en einnig reynslu undanfarinna ára frá Norðurlöndum, sérstaklega Svíþjóð." I máli sínu lagði Ingibjörg þunga áherslu á hversu mikilvægt væri að yfirstjórn heilbrigðiskerfisins legði blessun sína yfir þetta meðferðarúrræði. Það væri fyrirfram dæmt til að mistakast ef einstaklingar innan kerfisins, læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar reyndu að gera þetta upp á eigin spýtur en án stuðnings og þess nauðsynlega svigrúms sem þetta kallaði á. LANDSPITALI hAskölasjúkrahús IIEl , II Deildarlæknar - Lyflækningasvið Störf deildarlækna á lyflækningadeildum Landspítala eru laus til umsóknar. Starfshlutfall er 100% og veitast störfin frá 1. ágúst 2011 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða námsstöður til allt að 3 ára ætlaðar þeim sem hyggja á frekara sérfræðinám í lyflækningum eða skyldum greinum. Fjölbreytt tækifæri gefast til rannsóknarstarfa í samvinnu við sérfræðilækna. Helstu verkefni og ábyrgð » Deildarlæknar hljóta þjálfun i almennum lyflækningum með störfum á öllum sérdeildum lyflækningasviðs LSH ásamt bráðamóttökum og göngudeildum spitalans Hæfnikröfur » Almennt lækningaleyfi » íslenskukunnátta » Jákvæðni og hæfni I mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar um starfið » Umsóknarfrestur er til og með 16.06.2011. » Upplýsingar veita Steinn Jónsson, framhaldsmenntunarstjóri lyflækninga- sviðs, steinnj@landspitali.is, sími 543 6249 og umsjónardeildarlæknarnir Ingibjörg Kristjánsdóttir, ingibk@landspitali.is, sími 825 3574 og Ragnar Pálsson, ragnarp@landspitali.is, sími 824 5624. » Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Steini Jónssyni, LSH E7 Fossvogi. » Umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá (curriculum vitae) og tvö meðmælabréf. » Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starf rafrænt á heimasíðu Landspftala, www.landspitali.is, undir „laus störf. Ef ekki eru tök á að sækja um rafrænt má nálgast umsóknareyðublöð í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut og hjá mannauðssviði, Eiriksgötu 5. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun LÆKNAblaöið 2011/97 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.