Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 10
RANNSÓKN Tafla I. Árangur PKU-meðferðar fyrir og eftir að kembileit hófst. Athugaður er aldur við upphaf meðferðar ásamt því hvort einstaklingar séu heilbrigðir eða ekki. Fjöldi greindra einstaklinga Fjöldi heilbrigðra Aldur við upphaf meðferðar Fyrir kembileit (1947-1972) 8 2 Þrír fengu enga meðferð Spönn: 6-58 mánuðir Miðgildi 28 mánuðir Eftirað kembileit hófst (1972-2007) 19 19 Spönn: 6-30 dagar Miðgildi 20 dagar frá fæðingaskrá og Hagstofu íslands við útreikninga á nýgengi. Reiknuð voru meðaltöl og miðgildi og borin saman í tímaröð. Athugaðar voru gerðir stökkbreytinga í PAH-geninu. Blóðsýni PKU-einstaklinga sem fæddir voru 2006 og seinna voru send til Kennedy Institute í Kaupmannahöfn og stökkbreytingar í PAH-geni greindar með keðjumögnun (PCR) og 13 pörum af þreifurum (primers) fyrir ríbósakjarnasýru (RNA) splæsingu.1 Stökkbreytingagerðir eldri einstaklinga voru þekktar. Athugað var hvort séríslensk stökkbreyting, Y377fsdelT, ásamt Y414C svöruðu BH4 hleðsluprófi. Var það hluti af almennri meðferð sjúklinga en ekki hluti rannsóknar. Við hleðslupróf er einstaklingi gefið BH4 degi eftir að hann hefur safnað Phe í líkama með eðlilegu fæði og S-Phe gildi mæld reglulega eftir inntöku.14 Beitt var lýsandi tölfræði. Tölvuforritið Excel var notað við tölfræðilega og myndræna úrvinnslu. Fengið var leyfi fyrir rannsókninni frá Siðanefnd Landspítalans og Persónuvernd. Einnig lá fyrir heimild lækningaforstjóra til rannsóknarframkvæmdar á spítalanum. Niðurstöður Á íslandi hafa 27 manns greinst með PKU frá 1947, 18 karlar og 9 konur. Frá því kembileitin hófst árið 1972 til loka ársins 2008 greindust 19 með efnaskiptagallann og gefur það nýgengi 1/8400 lifandi fæddra. Ekki er vitað um falskt neikvætt tilfelli á því tímabili. Frá 1947 til 1972 greindust níu manns með PKU, eða 1/14000 fæddum. Allir þeir sem greinst hafa með PKU eftir að kembileit hófst eru heilbrigðir. Af átta manns sem greindust áður en kembileitin hófst eru sex andlega fatlaðir. Einnig má sjá að meðferð hefst mun fyrr eftir að kembileit hófst (tafla I). Alvarlegasti flokkurinn, klassísk PKU, er algengastur á íslandi (tafla II). Allir nema einn greindir eftir 1972 eru á meðferð til að halda Tafla II. Þeim sem greinst hafa með PKU á Islandi raðað iflokka eftirstyrk S-Phe án meðferðar þar sem klassísk PKU er alvarlegust. Flokkar PKU S-Phe-gildi við ótakmarkað fæði Heildarhlutur flokks á fslandi pmol/L mq/dL Klassísk PKU >1200 >20 23 (85,2%) Mild PKU 600-1200 10-20 3 (11,1 %) Mild S-Phe hækkun 200-600 3-10 1 (3,7%) Gallar í BH4 samvægi Mismunandi 0% Tafla III. Niðurstöður BH4-hleðsluprófs fjögurra einstakiinga með PKU. Breyting á S-Phe er athuguð í sólarhríng eftir BH4-gjöf. Ef lækkun er >30% átta klukkustundum eftir BH4-hleðsluskammt eða >50% eftir 24 klst., er svarið talið jákvætt. Arfgerð S-Phe S-Phe S-Phe S-Phe S-Phe Breyting á 0 klst. 4 klst. 8 klst. 12 klst. 24 klst. S-Phe Y377fsdelT/ P281L 570 746 773 756 997 +75% Y377fsdelT/ P281L 571 774 860 1027 1016 +78% Y377fsdel/ Y414C 987 944 900 X 454 -55% P281L/ Y414C 491 404 323 223 163 -67% x = ekkert gildi fannst. S-Phe gildum niðri. Enginn þeirra er andlega fatlaður eða með þekkta fylgikvilla. Eftir að kembileit hófst hefja sjúklingar með- ferð við yngri aldur (mynd 1). Frá 1989 til 2002 lækkuðu S-Phe-gildi að meðaltali um fjórðung fyrstu 42 mánuði meðferðar (mynd 2). Fyrsta mánuði var sleppt því engin meðferð er í fyrri hluta hans. Stökkbreytingagerð í PAH-geninu hefur verið athuguð hjá öll- um einstaklingum greindum með PKU á íslandi. Greinst hafa 12 gerðir stökkbreytinga hér á landi og 54 samsætur. Þrjár stökkbreytingar eru í rúmlega 2/3 samsæta, Y377fsdelT, P281L og F299C. Er íslenska stökkbreytingin Y377fsdelT algengust þeirra (Ttafla IV). Tveir einstaklingar með stökkbreytinguna Y377fsdelT á annarri PAH-samsætunni og P281L á hinni, gengust undir BH4 hleðslupróf sem þeir svöruðu ekki (tafla III). Tveir aðrir með stökkbreytinguna Y414C á annarri samsætunni fóru í hleðslupróf sem þeir svöruðu (tafla III). Umræður Átta einstaklingar fæddir frá 1947 til 1972 greindust með PKU á rannsóknarskeiðinu, margir löngu eftir fæðingu.1 Nýgengi á þessu tímabili er 1/14.000 fæðingum. Líklegt er að einhverjir hafi ekki greinst og dáið ungir í ljósi aðbúnaðar fatlaðra einstaklinga á þessum tíma. Nýgengi PKU eftir að kembileit hófst árið 1972 og til 2008 er 1/8400 fæðingum. Ekki eru þekkt falskt neikvæð tilfelli og ólíklegt er að einhver séu óuppgötvuð. Samkvæmt Hardy-Weinberg- jafnvæginu er um það bil einn af hverjum 50 Islendingum sem ber PKU-orsakandi stökkbreytingar. Nýgengi PKU meðal hvítra Vesturlandabúa er almennt um 1/10.000 fæðingum. Er nýgengið hér á landi lægra en á til dæmis Irlandi eða Tyrklandi.15-16 Rann- sóknarskýrsla Árna Þórs Árnasonar læknis árið 2004 leiddi í ljós nýgengi PKU 1/6607 fæðingum á tímabilinu 1984-2003. Áður höfðu Guldberg og fleiri reiknað nýgengi PKU á íslandi frá 1972-1997 sem 1/10000 fæðingum.1 Ætla má að nýgengið 1/8400 sé réttara vegna lengra rannsóknartímabils. Efnaskiptagallinn PKU á Islandi uppfyllir öll skilyrði til kembileitar: a) há tíðni; b) afleiðingar sjúkdómsins slæmar; c) kembileitin örugg og ódýr; d) sjúkdómurinn meðhöndlanlegur á viðráðanlegu verði. Eftir að kembileit hófst árið 1972 byrjar meðferð mun fyrr en áður og hefur enginn hlotið alvarlegan skaða á miðtaugakerfi (tafla I). Allir greindir eftir 1972 eru með eðlilega 350 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.