Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 20
Y F I R L I T I öðru lagi TS- eða SÓ-æðamyndataka sem sýnir þvermál slagæða. Til að kanna hvort um er að ræða blóðþurrðardrep hefur átt sér stað er notuð TS- eða SÓ-heilamyndataka. Oft þarf að beita fleiri en einni rannsóknaraðferð til að ná settu marki. Transcratiial doppler ómskoðun er handhæg rannsókn til að greina æðasamdrátt en forspárgildi rannsóknarinnar um líkur á heiladrepi er ekki nægilega gott.30 Segulómskoðun er næmari en tölvusneiðmyndarannsókn til að greina blóðþurrðardrep, sérstak- lega með flæðisvigtaðri (diffusion) aðferð.31 Helsti gallinn er hve langan tíma rannsóknin tekur þegar um mjög veika sjúklinga er að ræða. í fyrirbyggjandi tilgangi eru kalsíumhemlar notaðir (sérstaklega nímódipín). Þeir draga úr hættu á heilablóðþurrð um þriðjung.32 Því eru nánast allir sjúklingar með SIB meðhöndlaðir með nímódipíni. Gjöf magnesíumsúlfats getur verið gagnleg þar sem lækkun á magnesíum á sér stað í meira en helmingi tilfella og hefur verið tengd heilablóðþurrð og slæmri útkomu.33 Að vökva sjúklinginn vel og auka þannig fylliþrýsting æða er einnig talið geta dregið úr líkum á heilablóðþurrð, án þess þó að miklar rannsóknir liggi þar að baki.34 Þegar æðasamdráttur og heilablóðþurrð hefur átt sér stað er beitt svokallaðri þrefaldri H-meðferð (hypervolemia, haemodilation og hypertension) sem felur í sér gjöf mikils magns kvoðulausna (icolloids) sem framkallar aukna æðafyllingu og háþrýsting. Einnig er hægt að beita æðavíkkandi meðferð með nímódipíni sem gefið er staðbundið í æðina sem dregist hefur saman. Að auki er hægt að beita innanæðablásningu (transluminal angioplasty) þar sem æðin er blásin upp. Vatnshöfuð Vatnshöfuð sem afleiðing innanskúmsblæðingar getur komið fram snemma eða seint í sjúkdómsferlinu. Bráð víkkun heilahólfa (innan þriggja daga) á sér stað í um 20% tilfella.1 Oftast er um að ræða truflun á flæði vökvans milli heilahólfa. Helsti áhættuþátturinn er magn blóðs í heilahólfunum. Einkenni sjúklings sem fær brátt vatnshöfuð er lækkandi meðvitundarstig á nokkrum klukkustundum.1 Auðvelt er að missa af bráða- vatnshöfði hjá sjúklingi sem er þegar með skerta meðvitund. Tölvusneiðmyndarannsókn er nauðsynleg til greiningar. Meðferð bráðs vatnshöfuðs er fólgin í aftöppun mænuvökvans gegnum legg sem lagður hefur verið í gegnum borholu inn í heilahólf. Sýking verður í fimmtungi leggja ef þeir liggja lengur en þrjá sólarhringa.35 Því er mikilvægt að fjarlægja legginn eins fljótt og kostur er. Síðkomin víkkun heilahólfa kemur yfirleitt fram eftir tíunda dag og sést hjá um 15% sjúklinga. Þá er yfirleitt um að ræða hindraða upptöku mænuvökva í skúmkorn (arachnoid granulations) af völdum niðurbrotsefna blóðs. Helsti áhættuþátturinn er magn blóðs í innanskúmsholinu á yfirborði heilans. Meðferð við því felst í að leggja hjáveitu frá heilahólfum niður í kviðarhol með slöngu sem á er ventill. Lækkun natríum í sermi Lækkun natríum í sermi kemur fram hjá allt að 2/3 sjúklinga sem gangast undir aðgerð vegna æðagúls. Heldur algengara er það eftir skurðaðgerð en innanæðahnoðrun. Algengasta ástæða hypónatremíu stafar af óviðeigandi seytingu vasópressíns (SIAD), en í sumum tilfellum er ástæðan svæsin natríummiga eða svokallað cerebral salt-wasting heilkenni. Mat á vökvaástandi, breytingu á líkamsþyngd, þvagmagni og styrkleika natríums í sermi getur hjálpað við að aðgreina þessar tvær ástæður. Vökva- takmörkun er meðferðin við SIAD og gjöf natríumríks vökva er meðferðin við þessu heilkenni. Til að gera málið flóknara getur hvort tveggja verið til staðar í einu. Hvort sem um SIAD eða cerebral salt-wasting heilkenni er að ræða er nauðsynlegt að við- halda góðum gegnumflæðisþrýstingi (cerebral perfusion pressure) í heilanum til að koma í veg fyrir æðasamdrátt sem getur valdið heilablóðþurrð. Horfur og síðkomnir fylgikvillar Eins og rætt var í inngangi er innanskúmsblæðing afar alvarlegur sjúkdómur. Heildardánartíðnin er um 50% (10-15% deyja heima eða á leiðinni á sjúkrahús).1'36 Á síðari árum hafa horfur heldur batnað.37 Flogaveiki kemur fram hjá 5-7% sjúklinga.1'38 Áhættuþættir fyrir flogaveiki eru: innanbastsblæðing (subdural hematoma), heiladrep, fötlun við útskrift og innsetning leggs.38 Truflað lyktarskyn (anosmia) er þekktur fylgikvilli hjá allt að þriðjungi sjúklinga, sérstaklega þeim sem hafa gengist undir aðgerð á æðagúl á fremri tengislagæð.1 Vitræn skerðing og sálræn vandamál eru algeng eftir innan- skúmsblæðingu, jafnvel hjá sjúklingum sem hafa náð sér að öðru leyti.39-41 Stór hluti sjúklinga upplifir skert lífsgæði eftir blæð- ingu þótt þeir hafi ekki hlotið varanlega líkamlega fötlun.42 í einni rannsókn voru 610 sjúklingar skoðaðir að meðaltali níu árum eftir blæðingu. Þá hafði aðeins helmingur snúið aftur til fullrar vinnu.43 í þeirri rannsókn lýstu 60% þátttakenda persónu- leikabreytingum, algengast var aukinn pirringur (37%) eða til- finningaleg viðkvæmni (29%). Fyrirbygging sjúkdóms Hér eru tekin dæmi af mismunandi kringumstæðum þegar óbrostinn æðagúll kemur í ljós. Almenna reglan er sú að íhuga beri sterklega aðgerð á þeim æðagúlum sem eru yfir einn sentímetra að þvermáli og þeim sem stækka á milli myndrannsókna. Komi í ljós æðagúll hjá einstaklingi þarf að ráðleggja náið blóðþrýstingseftirlit og þeir sem reykja ættu umsvifalaust að hætta því. Órofinn æðagúll hjá sjúklingi sem fengið hefur innanskúmsblæðingu Sjúklingar sem lifa af SIB geta haft fleiri æðagúla. Stundum er hægt að meðhöndla þá samtímis um leið og lokað er fyrir þann sem blæddi. Sé það ekki mögulegt er beðið þar til sjúklingur hefur náð sér eftir blæðinguna. Viðtekið er að þeim sem hafa blætt og hafa fleiri gúla sé boðin meðferð, nema ef gúllinn er afar smár eða liggur mjög illa við aðgerð. Komi ekki til aðgerðar er þeim sjúklingum fylgt reglulega eftir með æðamyndatöku. Skimun fyrir nýjum æðagúlum hjá peim sem fengið hefur innan- skúmsblæðingu Hjá sjúklingum sem fengið hafa SIB er almennt ekki mælt með reglulegri skimun fyrir æðagúlum síðar á lífsleiðinni nema í sérstökum tilvikum.1 Dæmi um slíkt er þegar blæðing verður 360 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.