Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 33
af þessu höfum við einnig tekið upplýsingatæknina í þjónustu okkar í samstarfi við marga góða menn, Thor Aspelund tölfræðing hjá Hjartavernd, Örnu Guðmundsdóttur innkirtlalækni, börn mín, Stefán tölvunarfræðing og Önnu Bryndísi lækni, og fleiri mætti nefna sem hafa tekið þátt í því að þróa hugbúnað sem gerir okkur kleift að greina áhættuþætti við augnsjúkdóma og nota síðan upplýsingarnar til að stýra tíðni skimunar hjá hverjum einstaklingi. Þeir sem eru í mikilli áhættu koma oft og þeir sem eru í lítilli áhættu koma sjaldnar. Þetta kerfi hefur verið prófað í Danmörku og það sýnir sig að það má ná sama árangri með 58% færri skoð- unum. Það mátti með öðrum orðum spara meira en helming kostnaðar en ná sama árangri. Um þetta verkefni höfum við stofnað sprotafyrirtækið Risk. Eg er sannfærður um að þetta kerfi getur nýst við skimun og eftirlit með sjúklingum með ýmsa aðra langvinna sjúkdóma. Með því meta áhættu hvers og eins má stýra heilbrigðisþjónustunni til þess að ná raunverulegri hagræðingu sem byggir á vísindalegum grunni. En það hefur verið afskaplega lítið um það, ekki bara hér á íslandi heldur víða annars staðar, að menn noti vísindin til að hagræða." Einar bendir á hversu mikilvægt sé að hafa þolinmæði til að stunda rannsóknir. Þessi rannsókn sem hann nefnir hefur staðið yfir í tæpa tvo áratugi og sannarlega skilað merkum niðurstöðum, en nýjungin sem felst í nýtingu upplýsingakerfisins við áhættustýringu í heilbrigðisþjónustu er nýjasta afurð þessarar áralöngu rann- sóknarvinnu. „Það er á grundvelli upplýsingatækninnar sem við erum í fremstu röð í heiminum og munum birta grein um árangurinn á næstu mánuðum, en við byggjum á samfelldri rannsóknarvinnu í nær 20 ár." Hann segist sannarlega hafa orðið var við áhuga heilbrigðisyfirvalda hérlendis á þessu verkefni og kveðst bjartsýnn á að áhættustýringarkerfið komist í gagnið með stuðningi yfirvalda. „Þarna gefst líka tækifæri til að nýta hina rafrænu sjúkraskrá með skilvirkum hætti. Rafræn sjúkraskrá hefur alltaf verið skilgreind sem aðferð til að geyma gögn á rafrænu formi. Hið rafræna form býður hins vegar upp á að nýta upplýsingamar UMFJÖLLUN O G GREINAR þannig að út úr skránni komi meira en sett var inn í hana. Þarna sjáum við gríðarlega möguleika og erum að reyna að ýta því áfram og fá fólk með okkur." Arið 1996 hófst samstarf Einars við danska vísindamenn sem vildu skoða hvort ekki væri hægt að finna áreiðanlega mælingu á blóðflæði í auga. „Þeir vissu af rannsóknum mínum á súrefnisflæði augans og buðu mér samstarf. Ég sló til og ásamt Þór Eysteinssyni lífeðlisfræðingi hófum við rannsóknir á áhrifum lyfjaflokksins kolanhýdrasahemjara á súrefnisþrýsting í augnbotni. Við fengum aðstöðu í Kaupmannahöfn til að gera tilraunir á svínum og þessi rannsókn er enn í gangi og við höfum gert ýmsar áhugaverðar uppgötvanir í tengslum við gláku og umrædd lyf. Þetta vakti mikla athygli og menn fóru að velta því fyrir sér hvort þessar niðurstöður ættu einnig við fólk. Til þess vantaði okkur tæki til súrefnismælinga í augum manna, þannig að 1998 hófst vinna við þróun tækjabúnaðar til slíkra mælinga. Ég fékk bandarískan verkfræðing, Jim Beach, til samstarfs, einnig Jón Atla Benediktsson verkfræðing og ásamt Þór Eysteinssyni smíðuðum við súrefnismettunarmæli sem var á stærð við ísskáp og byrjuðum að prófa okkur áfram. Við náðum vissum árangri og þróuðum búnaðinn og aðferðina smám saman, sem varð til þess að árið 2002 stofnuðum við fyrirtækið Oxymap í kringum þetta verkefni og réðum ungan verkfræðing, Gísla H. Halldórsson, sem framkvæmdastjóra. Oxymap er í dag ágætlega öflugt fyrirtæki sem framleiðir og selur súrefnismettunartæki og þar er ungt og öflugt fólk sem vinnur með mér að þessu, þar á meðal þrír doktorsnemar: Sveinn Hákon Harðarson, Ólöf Bima Ólafsdóttir og Ásbjörg Geirsdóttir." Tilkoma súrefnismettunarmælisins gerir vísindamönnunum kleift að sjá breytingar í efnaskiptum augans í stað þess að geta einungis virt fyrir sér form. „Við höfum ekki haft neina aðferð til að mæla efnaskiptin og við sjáum breytingar á efnaskiptum í sykursýki, gláku og æðastíflum, við getum séð efnaskiptin batna eftir leisimeðferð og mælt framgang eða versnun sjúkdómsins og stýrt meðferð mun nákvæmar en áður. í þessu felst gríðarleg framför." Þriðja meginverkefnið er Einar hefur unnið að ásamt Þorsteini Loftssyni er að þróa bætta aðferð við að koma lyfjum í augu. „Þetta verkefni byggist á rannsóknum Þorsteins á sýklódextrínum fásykrungum og með okkur í þessu verkefni er hópur lækna, lyfja- og efnafræðinga. Hinir hefðbundnu augndropar eru frumstæð aðferð við að koma lyfjum í auga. Um 3-5% af lyfinu fara inn í augað með augndropum en afgangurinn rennur burt með tárum. Með nanóögnum fásykrunganna hefur okkur tekist að auka mjög þann hluta lyfsins sem fer í augað og það gerir okkur líka kleift að koma lyfjum í aftur- hluta augans. Uppgötvun Þorsteins er mjög merkileg og við höfum nýlega fengið einkaleyfi á henni í Banda- ríkjunum. Rannsóknir okkar sýna að við getum náð sama árangri með þessari aðferð við meðferð við sjónhimnubjúg í sykursýki og með því að stinga nál í augað og sprauta inn lyfinu. Við erum að vonast til að þetta gjörbreyti lyfjagjöf við augnsjúkdómum og komi í stað þess að stinga í augað. Um þetta verkefni hefur sprotafyrirtækið Óculis verið stofnað." Einar hélt erindi um störf sín er harm tók við viðurkenningu Landspítala á dögunum og sagði þá að tími ein- yrkjans við vísindarannsóknir væri liðinn. „Það er ekki tilviljun að þessi rannsóknarverkefni hafa gengið jafn vel og raun ber vitni og ég þakka það fyrst og síðast öflugu samstarfi við frábæra vísindamenn á mörgun sviðum náttúruvísinda. Fræðin eru orðin það flókin að til að ná árangri þarf samstarf margra með sérþekkingu á ýmsum sviðum. Það eru læknar, eðlisfræðingar, lífeðlisfræðingar, verkfræðingar, tölv- unarfræðingar, lyfjafræðingar og efna- fræðingar sem koma að hverju verkefni og þau teygja sig um allan heim með margvíslegum hætti. Það sem skiptir þó ekki minnstu máli er hversu öflugt okkar unga fólk er og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þeim aðstæður og kjör við hæfi. Ég vona að stjórnvöld átti sig á því að einmitt vegna þess hve alþjóðleg rannsóknar- og vísindastörf eru orðin verður þetta sífellt mikilvægara." LÆKNAblaðið 2011/97 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.