Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR Gleði og ánægja í leik og starfi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Ég er langyngstur af sjö systkinum og ólst upp á afskaplega góðu heimili hér í Reykjavík," segir Tryggvi Ásmundsson lungnalæknir sem var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á dögunum. „Mér þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu og met hana mikils," segir Tryggvi, sem er einn þeirra manna sem lætur greinilega betur að tala um annað en sjálfan sig. Ásamt konu sinni, Öglu Egilsdóttur, hefur hann komið sér fyrir í rúmgóðri íbúð í nýlegu fjölbýli við Vatnsstíginn þar sem útsýnið yfir sundin blasir við, Esjan og Akrafjallið gera málverk á veggjum nánast óþörf. Tryggvi bendir þó á mynd á veggnum eftir kollega sinn í læknastétt, Guðmund Bjarnason barnaskurðlækni, og segir hann með betri málurum. Foreldrar Tryggva voru Ásmundur Guðmundsson biskup og Steinunn Magnúsdóttir. „Ég átti mjög góða æsku og var nánast eins og einbirni í faðmi foreldra og eldri systkina. Það var dekrað við mig á allan hátt. Systur mínar sögðu reyndar að eflaust héldu margir að ég væri lausaleikskróinn þeirra sem foreldrar mínir hefðu tekið að sér uppeldið á og þegar ég var kandídat á fæðingardeildinni þótti mér vissara að fletta þessu upp," segir Tryggvi og hlær við. Niðurstaðan af þeirri rannsókn var að hann væri sonur foreldra sinna. „Ég ólst upp á Laufásvegi 75 í húsi sem foreldrar mínir byggðu og fór fótgangandi í skóla alveg frá fyrsta degi og þar til ég hleypti heimdraganum og hélt í framhaldsnám í læknisfræði til Bandaríkjanna. Ég byrjaði í ísaksskóla sem var þar sem geðdeild Landspítalans stendur núna, fór þaðan í æfingadeild gamla kennaraskólans við Barónsstíg, svo í Gaggó Aust, þaðan í MR og loks í læknadeildina. Ég var í Bandaríkjunum í rúm sjö ár og kom síðan heim og bjó fyrst í starfsmannahúsi við Vífilsstaðaspítala. Síðan keyptum við hjónin hús og bjuggum í því í fáein ár en 1977 fluttum við á Laufásveg 75 og bjuggum þar allar götur þar til við fluttum hingað. Húsið á Laufásvegi var selt innan fjölskyldunnar og þar býr dóttir mín núna ásamt fjölskyldu sinni. Ég vona að það hús verði sem allra lengst í fjölskyldunni. Þetta er sannkallað ættarhús og er engu líkt. Ég útskrifaðist í febrúar 1964 og vildi komast út sem allra fyrst og tók því hluta af kandídatsárinu í Bandaríkjunum. Ég var þó ekki alveg ráðinn í því hvaða sérgrein ég ætlaði að leggja fyrir mig. Ef einhver hefði sagt við mig að ég yrði lungnalæknir hefði ég hlegið að því. En ég átti eftir að taka lyflækningarnar af kandídatsárinu og byrjaði því á lyflækningadeild Duke- háskólans í Norður-Karólínu. Það var ekki auðvelt að komast þar inn en Tómas Árni Jónasson mælti með mér og þeir voru tilbúnir að taka við mér fyrir hans orð. Ég hélt óskaplega upp á Duke og þótti sérstaklega mikið til um hvað allt var sveigjanlegt. Ég minnist þess aldrei að hafa verið spurður hvað mig langaði til að gera nema þar. Hér á íslandi er maður aldrei spurður um slíkt heldur bara sagt hvað á að gera. En þetta æxlaðist þannig að ég var spurður hvað mig langaði að gera og ég sagðist hafa áhuga á lungnalækningum og þá var það bara ákveðið. Ég var á Duke frá mars 1965 til 1968, fyrst sem kandídat og síðan sem deildarlæknir á lungnadeild. Næsta árið naut ég rannsóknarstyrks við Georgs Washington-háskólann og síðan var ég deildarlæknir við VA-sjúkrahúsið í Washington. Þaðan fór ég aftur 1970 sem sérfræðingur á lungnadeild Duke- háskólasjúkrahússins, en árið 1972 fluttum við hjónin heim til íslands þar sem ég hafði fengið sérfræðingsstöðu við Vífilsstaðaspítalann." Mátti ekki fara einhleypur Tryggvi brosir þegar hann rifjar upp að áður en hann fór til sérnámsins hafi móðir hans sagt með áherslu að hann færi ekki einhleypur til Bandaríkjanna. „Ég var svo hlýðinn drengur að ég fór að ráðum móður minnar. Við Agla kynntust þegar ég var kandídat á Landakoti og vorum gift áður en árið var úti. Nú eru bráðum 47 ár liðin og þetta hefur blessast vel. Fyrstu tvö börnin okkar fæddust í Bandaríkjunum en yngsti sonurinn er fæddur á Islandi." Tryggvi lýsir viðbrögðum samstarfsmanna sinna á Duke þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði að flytja heim til íslands og taka upp störf á litlum lungnaspítala. „Þeir spurðu um stærð spítalans og hvað ég fengi í laun og það sló þögn á mannskapinn þegar ég skýrði frá því. Þeir trúðu mér fyrir því seinna að þeir hefðu alvarlega verið að spá í hvort ég þyrfti ekki á geðlækni að halda. En ég var alsæll og hafði alltaf ætlað mér að flytja heim og þarna bauðst tækifærið. Ég hef aldrei séð eftir því. Fyrsta árið hélt ég stöðunni á Duke og vinir mínir þar voru sannfærðir um að ég myndi koma aftur. Það hvarflaði ekki að mér. Það var óskaplega gaman að vinna á 376 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.