Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR Grasset, lifandi eða dauður? Hvernig barst Grasset-próf til íslands? Okkur lék hugur á að vita hvernig Grasset-prófið hefði borist til íslands og spurðum nokkra eldri kollega okkar um þetta. í ljós kom að taugalæknar sem lærðu í Englandi, Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku höfðu ekki lært eða tileinkað sér þetta heiti í framhaldsnámi sínu. Ásgeir B. Ellertsson hafði hins vegar vanist því að tala um Grasset- próf þegar hann var við framhaldsnám í taugalækningum við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi árin 1964-1968. Margir fylgdu í fótspor Ásgeirs og lærðu sína taugalæknisfræði við sama sjúkrahús. Þaðan virðist notkun heitisins því hafa borist til íslands. Grasset styrkti svo stöðu sína hér á landi eftir því sem taugalæknum menntuðum í Svíþjóð fjölgaði. Hver var Grasset og hvaðan kom hann? Læknirinn Joseph Grasset (1849-1918) var fæddur og uppalinn í Montpellier í Suður-Frakklandi. Hann stundaði nám í læknisfræði í heimaborg sinni og þar starfaði hann síðar sem læknir og prófessor í læknisfræði. Grasset hafði einkum áhuga á tauga- og geðlæknisfræði og einnig dulspeki.6 I taugalæknisfræðinni eru væg sjúk- dómsteikn oft mikilvæg í greiningarskyni en þau geta einnig verið gagnleg til að greina á milli vefrænnar og starfrænnar röskunar (á ítölsku eru þau kölluð i „piccoli segni"). Grasset lýsti nokkrum slíkum sjúkdómsteiknum sem eru nefnd eftir honum.7 1) Sjúklingur með heilahvelsskaða, sem veldur lömun, snýr höfði og augum í átt að hinu skaddaða hveli og frá hliðinni sem er lömuð (Grasset's law). I staðflogi snúa höfuð og augu frá heilahvelinu sem veldur floginu. 2) Þegar liggjandi sjúklingur með lamaðan fótlegg reynir að lyfta honum spyrnir hann niður með heilbrigða fætinum, en í starfrænni truflun lyftist heilbrigði fóturinn (Grasset's phenomenon). 3) Hjá sjúklingi með helftarlömun er samdráttur höfuðvendis (m. sternocleidomastoideus) eðlilegur þeim megin sem lömunin er (Grasset's sign). Sjúklingurinn getur því snúið höfði til gagnstæðrar áttar við lömuðu hliðina. Hvað eigum við að nota í staðinn fyrir heitið Grasset-próf? Svíar hafa ekki enn gert sér grein fyrir hvaðan notkun þeirra á Grasset heitinu á umræddum þætti taugaskoðunar er kominn. Þeir hafa hins vegar lagt Grasset til hliðar og í ljósi þess sem sagt er hér að framan er eðlilegt að við gerum slíkt hið sama. í staðinn leggjum við til að tekið verði upp íslenskt heiti yfir þá skoðun sem Grasset heitið hefur hingað til verið notað um. Okkar tillaga er að heitið armréttupróf verði notað í stað Grasset-prófsins. 1. Handieggur helst í óbreyttri stöðu og sígur ekki. Þá mætti tala um neikvætt armréttupróf. 2. Hendi ranghverfist og handleggur beygist um olnboga og getur sigið. Armréttupróf telst jákvætt. Heimildir 1. Stefánsson SB. Taugalæknisfræði: sérgrein verður til. Læknablaðið 2010; 96/Fylgirit 64: 59-102. 2. Koehler PJ. Neurological Eponyms. (ritstj Koehler PJ, Bruyn GW, Pearce JMS). Oxford University Press, 2000: 119-26. 3. Aquilonius SM, Fagius J (ritstj). Neurologi. 2. útg. Almqvist och Wiksell Medicin, Stokkhólmi 1994. 4. Fredrikson S, Ekbom K. »Armar-uppát-stráck« báttre án »Grassets test«. Lákartidningen 2006; 103:13. 5. Aquilonius SM, Fagius J (ritstj.) Neurologi. 4. útg. Almqvist og Wiksell Medicin, Stokkhólmi 2006. 6. Morel P. Dictionnaire biographique de la psychiatrie. Éditions Synthélabo, París 1996. 7. www.whonamedit.com/doctor.cfm/355.html - apríl 2011. LÆKNAblaðið 2011/97 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.