Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 16
Y F I R L I T Miðlæg heilaslagæð Fremri tengislagæð Mynd 1. Mynd sem sýnir algengustu staöina þar sem æöagúla er aö’finna. Birt meö leyfi Elsevier. 80% æðagúlanna tengjast æðum í fremri heilablóðveitunni (anterior circulation). Flestir eru á fremri tengislagæð (anterior communicating artery), aftari tengislagæð (posterior communicating artery) eða miðlægri heilaslagæð (tniddle cerebral artery). Um 20% gúla eru staðsettir á æðum aftari blóðveitunnar (posterior circulation). Þar eiga flestir sér upptök við greiningu (bifurcation) botnsæðarinnar (ibasilar artery) eða við upptök aftari neðri litlaheilaslagæðar (posterior inferior cerebellar artery) á hryggslagæðinni (vertebral artery. Æðagúlar í heila eru ekki meðfæddir eins og áður var talið heldur þróast þeir á lífsleiðinni.4 Óvíst er hve hratt þetta gerist en vitneskja um náttúrulegan gang þeirra eykst jafnt og þétt með auknum myndrannsóknum. Algengi æðagúls í almennu þýði er nokkuð mismunandi eftir rannsóknum. Getur það verið á bilinu 2-7%.5,6 Æðagúlar í heila finnast hjá 1-6% fullorðinna í stórum krufningarannsóknum.7 Helstu áhættuþættir fyrir innanskúmsblæðingu eru: háþrýst- ingur, reykingar og óhófleg áfengisnotkun.8 Þessir áhættuþættir eru taldir eiga hlut að máli í tveimur af hverjum þremur æða- gúlsblæðingum. Ættgengir sjúkdómar eins og erfðaríkjandi blöðru- nýru (autosomal polycystic kidney diseasé) eiga hlut að máli í aðeins einu af hverjum tíu tilfellum.9 Hjá sjúklingum með ættarsögu eru gúlarnir almennt stærri og fleiri og blæðingamar koma fyrr Tafla II. Sýnir fimm ára áhættu á rofi gúls eftir stærð og staðsetningu. Stærð Fremri heilablóðveita Aftari heilablóðveita <7mm 0% 2,5% 7-12mm 2,6% 14,5% 13-24mm 14,5% 18,4% 25mm+ 40% 50% Mynd 2. Dæmi um blæðingu í kringum miðheilann. Sjúklingur semfékk skyndilega svæsinn höfuöverk og var einnig Ijósfælinn og hnakkastífur. Á myndinni sést innan- skúmsblóö í millistoðahít (cistema interpeduncularis), heldur meira vinstra megin (ör). Hjá þessum sjiíklingi var TS-æöamyndataka alveg eölileg. fram á lífsleiðinni.1 Til eru fjölskyldur þar sem algengi æðagúla er á milli 2,4% til 30%.10 Dæmi um slíkan ættgengan sjúkdóm er ofannefndur blöðrunýrasjúkdómur. Almennt er ekki vitað hvað kemur blæðingu af stað en líklegt er að skyndileg hækkun blóðþrýstings geti skipt máli. Skörp líkamleg áreynsla eins og samfarir eiga hlut að máli í 20% tilfella.1- “•12 Flestar blæðingarnar eru þó ótengdar líkamlegri áreynslu. Hætta á rofi eykst með vaxandi stærð og staðsetningu gúlsins eins og má sjá í töflu II13 en hún sýnir blæðingaráhættu einstaklinga sem fylgt var eftir í fimm ár. í þessari rannsókn blæddi enginn sjúklingur sem var með æðagúl undir 7 mm að stærð í fremri heilablóðveitunni. Því er gjarnan fylgst með æðagúlum af þeirri stærð og beðið með aðgerð. Þó eru flestir æðagúlar sem blæða litlir. Litlir æðagúlar eru algengastir. Því er stundum gerð aðgerð á æðagúlum sem eru undir 7 mm og hafa ekki blætt. Er það metið í hverju tilfelli fyrir sig. Blæðing í kringum miðheilann Sérstök tegund af SIB er þegar blæðing er staðsett í kringum miðheilann (perimesencephalic) (mynd 2). Hér tekst yfirleitt ekki að sýna fram á æðagúl með myndrannsókn. Orsök þessara blæðinga er talin vera rof háræða eða bláæða í brúnni (pons), án þess að það sé fyllilega vitað.1- 14 Þessir sjúklingar fá nánast aldrei endurblæðingu og horfur eru afar góðar þó að æðasamdráttur geti átt sér stað.1- 15 Hér kemur höfuðverkurinn hægar fram en við æðagúlsrof (á mínútum frekar en sekúndum) og flestir sjúklinganna eru við fulla meðvitund við komu á sjúkrahús.15 Vatnshöfuð er helsti fylgikvilli þessara blæðinga. Það stafar af því að hítarnar (cisterns) í kringum miðheilann fyllast af blóði og geta hindrað flæði heila- og mænuvökva.1-16 356 LÆKNAblaðió 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.