Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 44
S I Ð F R Æ Ð I Siðfræðitilfelli Tilfelli Guðrún er 86 ára gömul kona sem lögð er inn á sjúkrahús vegna ört vaxandi slappleika og mæði og hefur lítið borðað undanfarnar vikur. Hún hefur langvinnan lungnasjúkdóm á lokastigi og Alzheimersjúkdóm. Hún er einnig með beinþynningu og gamalt samfallsbrot, slitgigt og meðferð við háum blóðþrýstingi. Engin afstaða hefur verið tekin til lífslokameðferðar fyrir innlögn. Hún fer í ítarlegar rannsóknir á sjúkrahúsinu, myndgreiningar og endurteknar blóðprufur, sem taka mikinn tíma og taka verulega á hana. Settur er upp vökvi og þvagleggur. Einnig er sett á hana súrefnisgríma þar sem mettun súrefnis í blóði er lág. Hún deyr þremur sólarhringum eftir innlögn. Ættingjar konunnar lýsa yfir óánægju með meðferð konunnar á sjúkrahúsinu og finnst sem þeir læknar sem hana stunduðu á þessum þremur sólarhringum hafi ekki hlustað á óskir þeirra um líknarmeðferð. Þeir lýsa því yfir að síðustu stundirnar í lífi Guðrúnar hafi verið henni kvalræði vegna sífelldra blóðástungna, röntgenmyndatöku og óþæginda vegna öndunargrímu. Jafnframt segja þeir að Guðrún hafi alla tíð verið frábitin læknum, lyfjum þeirra og tólum. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir Hugleiðingar Stefán Hjörleifsson heimilislæknir og siðfræðingur „Ever tried. Everfailed. No matter. TryAgain. Failagain. Fail better." Samuel Beckett í lögum um réttindi sjúklinga (nr. 74/1997 með síðari breytingum)1 segir í 23. gr.: Lina skal þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Sjúklingur á rétt á að njóta stuðnings fjölskyldu sinnar, ættmenna og vina meðan á meðferð og dvöl stendur. Sjúklingur og nánustu vandamenn hans eiga rétt á að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings. í 24. gr. segir: Dauðvona sjúklingur á rétt á að deyja með reisn. Gefi dauðvona sjúklingur ótvírætt til kynna að hann óski ekki eftir meðferð sem lengir líf hans eða tilraunum til endurlífgunar skal læknir virða þá ákvörðun. Sé dauðvona sjúklingur of veikur andlega eða líkamlega til þess að geta tekið þátt í ákvörðun um meðferð skal læknir leitast við að hafa samráð við vandamenn sjúklitigs og samstarfsfólk sitt áður en hann ákveður framhald eða lok meðferðar. Oft er erfitt að meta hvaða meðferðarmark- mið er raunhæft hjá langveikum öldruðum sem leggjast inn á sjúkrahús. í tilfellinu sem að ofan greinir er undirliggjandi val milli tvenns konar meðferðarmarkmiða. Annars vegar að greina sjúkdóm sjúk- lings og meðhöndla hann í þeirri von að sjúklingurinn nái bata og fyrri getu. Hins vegar að gera ráð fyrir að sjúklingurinn sé óhjákvæmilega dauðvona og að markmið meðferðar sé fyrst og fremst að gera lífs- lok hans sem best fyrir hann og aðstand- endur hans. Eftir því sem unnt er, ættu lækning og líkn þó í mörgum tilfellum að fara saman. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofunarinnar (WHO) er rétt að beita líknarmeðferð samhliða lækn- andi meðferð allt frá greiningu langvinns lífshótandi sjúkdóms.2 Líknarmeðferð fær svo aukið vægi eftir því sem sjúkdómur ágerist og nær dregur dauða. Reynsla Islendingar og annarra þjóða sýnir að vangreining á sjúkdómum og getu aldraðra er algeng.3 í slíkum tilvik- um er öldruðum ekki boðin meðferð enda þótt hún gæti skilað þeim sam- bærilegum árangri og þeim sem yngri eru. Það getur þó einnig hent, eins og í dæminu hér að ofan, að ekki sé gefinn gaumur að ástandi sjúklings og óskum hans eða aðstandenda ef hann getur ekki talað sínu máli. Meðferðarmarkmið eru því ekki sett í samhljómi við óskir þeirra. í dæminu að ofan virðist ljóst að Guðrún á ekki að þurfa að þjást síðustu dægrin. Hún á rétt á að henni sé líknað og að hún fái að deyja með reisn. Viljinn til að lækna Guðrúnu virðist hins vegar hafa ráðið töluverðu um þá meðferð sem henni var veitt, jafnvel á kostnað líknarinnar. Gefum okkur að við hefðum vitað að Guðnin myndi deyja þremur dögum eftir innlögn. Hefði það breytt afstöðu okkar? Við hefðum vafalítið sett lífslokameðferð sem með- ferðarmarkmið og hvorki tekið blóðpruf- ur né lagt í myndgreiningar nema við værum viss um að niðurstöðurnar gæfu tækifæri til að bæta líðan Guðrúnar. Brennandi spurning er því hvort hægt sé að greina yfirvofandi andlát. í nýlegum klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð á Landspítala4 er fjallað er um greiningu yfirvofandi and- láts, en þar segir m.a.: „Allra síðustu sólarhringa fyrir andlát eru ákveðin Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is conqress ■^REYKJAVÍK 384 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.