Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 30
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Með smokkinn
„Hvað, ertu með smokkinn á heilan-
um?!" Svo hljóðaði spurning sem beint
var til mín á dögunum þegar ég hélt
fyrirlestur úti í bæ. Ég áttaði mig á
því að sú var raunin. Ég vil taka það
fram strax, að ég veit vel að ÞAR á
smokkurinn alls ekki að vera, en grín-
laust þá er hann mér hugleikinn þessi
misserin og ég veit að svo er einnig
með marga aðra.
í almennri kennslu sjúklinga á Vogi
eru þeir meðal annars fræddir um kyn-
sjúkdóma og smitleiðir á blóðbornum
sýkingum. Sprautufíklar á íslandi hafa
smitast af lifrarbólgu C frá upphafi, og
í auknum mæli eftir því sem þeir hafa
sprautað sig lengur, þrátt fyrir að hafa
gott aðgengi að hreinum sprautum og
nálum. Við getum verið mjög þakklát
fyrir góða afgreiðslu lyfjaverslana lands-
ins, sem hafa gegnum tíðina afgreitt
þessi áhöld til fíkla, gegn vægu gjaldi.
Þessi þjónusta og skilningur sem fíklar
mæta oftast nær, eftir því sem þeir segja
mér, er ómetanlegur. Lyfjaverslanir eru
um allt land, í flestum hverfum höfuð-
borgarsvæðisins og opnunartímar sums
staðar mjög langir. Þrátt fyrir það deila
sprautufíklar áhöldum og smitast af
þessum veirum hver af öðrum. Ástæðan er
ekki slæmt aðgengi að nálum. Ástæðan er
fyrst og fremst það hættulega hugarástand
sem vímuefnin og fíknin valda. Fíklar
taka áhættur, gera órökrétta hluti, verða
hvatvísir og kærulausir og stendur á sama,
þegar þeir eru undir áhrifum. Þá getur það
gerst, þrátt fyrir betri vitund, að áhöldum
er deilt. Jafnvel þótt lyfjaverslun sé opin
í nágrenninu. Þeir taka áhættuna. Þessu
verður ekki breytt með því að skipta út
nálum á takmörkuðu svæði og tíma (nema
k heilanum!
hugsanlega fyrir lítinn hluta sprautu-
fíkla sem búa þar í grennd og stendur á
sama þótt þeir sjáist leita í aðstöðu sem er
sérstaklega fyrir þá). Ef auka á verulega
aðgengi að nálum og sprautum fyrir
sprautufíkla almennt á íslandi, sé ég ekki
annað en það þurfi mann á stöðuga vakt,
24/7, sem veitir heimsendingaþjónustu
þangað sem þörfin er. Þar til þessi
þjónusta kemst til framkvæmda, sem yrði
áreiðanlega sú besta í heimi, legg ég til að
við stöndum enn frekar vörð um gott að-
gengi í lyfjaverslunum landsins og sinnum
því starfsfólki með fræðslu um mikilvægi
þess að afgreiða þessar vörur greiðlega og
ódýrt eða jafnvel ókeypis. Þannig geta þeir
sem sprauta sig í æð að minnsta kosti varið
sig gegn alvarlegum sýkingum, þar til þeir
vonandi ná sér af fíknsjúkdómum og hætta
að sprauta.
í dag er HlV-veiran komin í hóp
þeirra sem sprauta vímuefnum í æð og
smitast milli sprautufíkla. Sú var ekki
raunin hér á íslandi áður og menn
undruðust mjög en óttuðust alltaf. Þessi
breyting varð fyrir tveimur til þremur
árum og sorglega mikil aukning smits
í kjölfarið. Þar á ekki síst þátt sú
staðreynd að við erum enn í faraldri
örvandi vímuefna, þar sem amfetamín
er aðalvímugjafinn og metýlfenídat á
þar stóran þátt jafnframt. Á árinu 2010
var 981 einstaklingur lagður inn á Vog
sem hafði notað amfetamín til að fara
í vímu (þar af 485 metýlfenídat), 546
af þeim reyndust fíknir í amfetamín og
248 höfðu sprautað í æð, þar af 224
metýlfenídat. Vonandi skila tilvonandi
aðgerðir landlæknis árangri við að
minnka það metýlfenídat í umferð sem
hafnar í ólöglegri sölu sem fíkniefni.
Sprautufíklar stunda ekki bara
kynlíf með sprautufíklum. Fæst af
því unga fólki sem hefur sprautað
sig ber það með sér. Höldum áfram
vöku okkar um mikilvægi þess að
sprautufíklar fái aðgang að hreinum
áhöldum og mikilvægi þess að meðferð
við fíknsjúkdómi sé góð. En munum
eftir því að HIV smitast oftast með
kynlífi. Nú fjölgar HlV-smitum meðal
sprautufíkla, en hugum að smitvömum
fyrir þá sem eru útsettir. Ungt fólk og
aðrir sem ekki eru í föstu sambandi.
Fyrir þá er smokkurinn besta vörnin,
fyrir utan kynlífsbindindi eða kynlíf
eingöngu með sjálfum sér, sem er
kannski langsótt markmið.
Er smokkurinn lítið notaður, ekki í
tísku, of dýr? Það er alvarlegt ef svo er.
Kynsjúkdómar eru ekki fágætir hérlendis,
sem segir eitthvað um stöðuna. Þrír
smokkar í pakka, kosta 1000-3000 kr.! Af
hverju ekki 100-300 kr.?? Hvað gæti það
sparað síðar?
Ráðumst enn og aftur í að auka
þessa ódýru fyrsta stigs forvörn. Gott
aðgengi að smokkum er nauðsynlegt,
sem þýðir að þeir eiga að fást á sem
flestum stöðum, mjög ódýrir og helst
ókeypis þar sem við á. Stærra mál og
flóknara er að gera smokkinn sjálfsagðari
og auka notkun hans, en sinnum því
samt. Ástráður læknanema hefur lagt
sitt af mörkum og gerir enn. Notum
öll tækifæri sem við læknar höfum til
að ræða um smokkinn. Hvetjum til
umræðu um hann. HIV mun í flestum
tilvikum breiðast út með kynlífi meðal
gagnkynhneigðra, eins og annars staðar.
Þótt sprautusmitið sé greiðara, er það
svo miklum mun sjaldgæfara en kynlíf,
sem betur fer. Það er ólíklegt að þessi
nýju smit í hópi sprautufíkla einangrist
þar. Verum á varðbergi.
Stjórn LÍ
Bima Jónsdóttir
formaður
Valgerður Á. Rúnarsdóttir
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir
gjaldkeri
Anna K. Jóhannsdóttir
ritari
Ágúst Örn Sverrisson
Árdís Björk Ármannsdóttir
Orri Þór Ormarsson
Ragnar Victor Gunnarsson
Þórey Steinarsdóttir
í pistlunum Úr penna stjárnarmanna Li birta þeir
sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
370 LÆKNAblaðiö 2011/97