Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Margir af þeim sjúkdótnum sem við erum að fást við í dag stafa afþví að við hreyfum okkur einfaldlega ekki nóg," segir Ingibjörg Jónsdóttir. Hreyfing sem meðferðarform ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Félag íslenskra endurhæfingarlækna, Félag íslenskra heimilislækna, Félag íslenskra sjúkraþjálfara og Lýðheilsustöð stóðu fyrir málþinginu Hreyfing sent nteðferðarfornt á Reykjalundi föstudaginn 13. maí. Málþingið sóttu um 200 starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir áhugasamir um efnið. Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Ingibjörg Jónsdóttir prófessor við Stofnun um streitulækningar í Gautaborg en Ingibjörg hefur um árabil stundað rannsóknir á streitu og tengslum hennar við hreyfingu, kyn, hormóna og fleira. Hún hefur ásamt fleirum unnið að því að koma á hreyfiseðlakerfi og hreyfimeðferð við ýmsum sjúkdómum í vestursænska heilbrigðiskerfinu og situr í nefnd tengdri lyfjaráði sem ber ábyrgð á hreyfiseðlakerfinu. Ingibjörg er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari um þessi mál og því fengur að fá hana hingað til að fjalla um efnið. Enginn ágreiningur um gildi hreyfingar í máli Ingibjargar kom fram að enginn ágreiningur er lengur meðal heilbrigðis- starfsmanna um hvort hreyfing hafi áhrif til góðs á ýmsa sjúkdóma. „Það er búið að rannsaka það nægilega mikið á undanförnum árum til að staðfesta það ótvírætt. Hvað varðar sjúkdóma og áhættuþætti tengda hjarta- og æðakerfinu og sykursýki er það varla áhugavert að rannsaka það lengur því það er ein- faldlega staðreynd. Það sem við höfum áhuga á að rannsaka í dag er hvers konar hreyfing hentar einstaklingnum eftir sjúkdómi, kyni, aldri og andlegu og líkamlegu ástandi. Líkamskerfi okkar, öndunarkerfið, vöðvakerfið, hjarta og æðakerfið er gert fyrir hreyfingu. Margir af þeim sjúkdómum sem við fáumst við í dag stafa af því að við hreyfum okkur einfaldlega ekki nóg. Líkaminn hefur ekkert breyst en lífsstíllinn hefur gerbreyst. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur gefið út að 70% allra sjúkdóma í heiminum í dag stafi af hreyfingarleysi, reykingum og mataræði. Hreyfing læknar ekki alla sjúkdóma en sem meðferðartæki í heilbrigðisþjónustu getur hún læknað ýmsa sjúkdóma eða bætt líðan sjúklings verulega. Það hefur tekið okkur mörg ár í Svíþjóð að fá hreyfingu viðurkennda sem meðferðar- form til jafns við lyf og aðgerðir. Þetta er langt ferli og það er ekki síður strembið að fá heilbrigðisstarfsmenn tii að trúa á gildi hreyfingar sem meðferð. Það er lífseig bábilja að sjúklingar vilji ekki hreyfa sig. Það er einfaldlega rangt. Kannanir hafa sýnt að hreyfiseðlar hafa 65-70% fylgni á meðan fylgni lyfseðla er 50%. Ef sjúklingurinn fær réttar upplýs- ingar fer hann eftir ráðleggingum um hreyfingu. Það þarf hins vegar að gera þetta rétt og ráðleggja sjúklingnum á réttan hátt og fylgja því markvisst eftir. Það nægir ekki að segja við sjúklinginn að hann eigi að fara út og hreyfa sig. Ef við tökum þetta jafnalvarlega og lyfja- gjöf, þarf að meta ástand sjúklingsins og miða hreyfingu hans við sjúkdóminn og líkamlegt og andlegt ástand. Þarna er lykilatriði að læknir og sjúkraþjálfari eigi gott samstarf en reynsla okkar í Vestur- Svíþjóð er sú að eftir að læknirinn hefur skoðað sjúklinginn og gefið út hreyfi- seðilinn þá tekur sjúkraþjálfarinn við og klæðskerasaumar hreyfinguna miðað við þarfir og getu sjúklingsins. Það er 374 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.