Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25
ALDARAFMÆLI HÍ Fjórir vísindamemt á Keldum, taliðfrá vinstri: Páll Agnar Pálsson, Björn Sigurðsson, Guðmundur Gíslason og Halldór Vigfusson. Ljósmynd: Páll Sigurðsson hans að þeim tímafreku langtímarannsóknum sem hann vann að með eigin höndum alla sína tíð. Björn Sigurðsson vildi hag Háskóla Islands sem mestan og bestan. Hann átti sæti í læknadeild og hafði þar atkvæðisrétt öll árin sem hann stjórnaði Tilraunastöðinni á Keldum. Það var því ekki síst læknadeildin sem varð fyrir tjóni þegar Björn féll frá, löngu fyrir aldur fram, haustið 1959. Bjöm átti sæti í Rannsóknaráði ríkisins og hann átti stóran þátt í stofnun Vísindasjóðs til styrktar rannsóknum í læknisfræði og náttúruvísindum. Hann byggði hér sjálfur upp háskólastofnun, sambærilega við þær stofnanir sem störfuðu á sömu fræðisviðum á öðrum Norðurlöndum og hafði óbilandi trú á landinu okkar og því sem hér væri hægt að gera. Ekki var síðri trú hans á fólkið í landinu, ef það fengi tækifæri til góðrar háskólamenntunar og vinnuskilyrði til að nýta starfskrafta sína hér heima. Björn á Keldum varð aðeins 46 ára. Það er alveg ótrúlegt hverju honum tókst að koma í verk á sinni skömmu starfsævi og hversu góð ritverk hans eru. Þau eru nú öll aðgengileg í sinni upprunalegu mynd í bók sem synir hans gáfu út árið 1989. Björn var jafnvígur á rannsóknastörf í meinafræði, bakteríufræði, veirufræði og ónæmisfræði síns tíma og vann sígild verk á öllum þessum sviðum, þó að hans verði lengst minnst í veirufræðinni. Hann las mikið, tók virkan þátt í ráðstefnum erlendis og fylgdist mjög vel með því sem var að gerast á þessum fræðasviðum. Árið 1954 var Bimi boðið að flytja fyrirlestra um hæggengar veirusýkingar við dýralæknaskólann í London, og fyrirlestramir birtir sama ár í The British Veterinary Journal. Þarna skilgreindi Bjöm í fyrsta skipti hæggengar veirusýkingar opinberlega. Árið 1958 kom út yfirlitserindi eftir hann um þetta efni í Skírni. Bólusetningar gegn smitsjúkdómum voru Birni hugleiknar. Hann bjó til bóluefni gegn garnaveiki í sauðfé og notaði það með góðum árangri. Síðan hefur það verið notað hér til að verjast þeim skaðvaldi. Björn varði doktorsritgerð um garnaveikirannsóknir sínar við Kaupmannahafnarháskóla árið 1955. Björn var ráðgjafi landlæknis við val á mænusóttarbóluefni, þegar kostur var á að fá það til landsins í fyrstu mænusóttarbólu- setningarnar hér árið 1957. Hann hafði mikinn áhuga á inflúenzu- rannsóknum og var einn af stofnendum World Influenza Center á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þegar nýtt afbrigði af inflúenzuveiru kom upp árið 1957, framleiddi Björn ásamt Júlíusi Sigurjónssyni, prófessor í heilbrigðisfræði í læknadeild, bóluefni til að nota hér í vissa hópa fólks. Veturinn 1948-49 kom hér upp áður óþekktur smitsjúkdómur, svokölluð Akureyrarveiki, hitasótt með einkennum frá miðtaugakerfi. Björn Sigurðsson var í hópi lækna sem greindu og lýstu þessum sjúkdómi fyrstir. Síðan hefur líkur sjúkdómur komið upp á af- mörkuðum svæðum erlendis, en orsakirnar eru enn ófundnar. Vísindastörf Bjöms Sigurðssonar voru vel þekkt erlendis á hans dögum. Síðan er oft til þeirra vitnað. Þegar eyðnin kom upp, um 1980, féll sá sjúkdómur vel að 30 ára gamalli skilgreiningu Björns á hæggengum veirusýkingum, og þegar eyðniveimr ræktuðust féllu þær í flokk hægu veiranna (lentiveiruflokkinn), þar sem fyrir voru visnu- og mæðiveirumar úr samnefndum karakúlpestum. Höfundur þessarar greinar átti því láni að fagna að vinna á Keldum undir stjóm og leiðsögn Björns á námsárunum. Þar lærði ég meira en á árunum erlendis, sem á eftir fóru, og fæ aldrei fullþakkað það tækifæri sem ég fékk þarna til að kynnast þeim fyrirmyndarvinnubrögðum sem voru viðhöfð á Keldum í tíð Björns og þeim lífsviðhorfum sem þar réðu ferðinni. LÆKNAblaðið 2011/97 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.