Læknablaðið - 15.05.2013, Side 3
Formannafundur
Formannafundur Læknafélags Islands var
haldinn í húsakynnum félagsins í Kópavogi
þann 19. apríl. Formannafundir eru haldnir að
vori ár hvert og hafa þann tilgang að kynna
formönnum svæðafélaganna starf stjórnar og
stofnana félagsins milli aðalfunda. Hefð er fyrir
því að eftir formannafundinn sé efnt til málþings
um eitthvað efni sem brennur á læknum. I ár
var efni málþingsins: Efnahagsmál í aðdraganda
kjarasamninga. Fyrirlesarar voru Ólafur Darri
Andrason hagfræðingur ASÍ og Ólafur ísleifsson
lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.
A myndinni eru í efri röð frá vinstri: Hrönn
Garðarsdóttir formaður Læknafélags Austur-
lands, Magdalena Asgeirsdóttir í stjórn LÍ,
og málþing
Salome Á. Arnardóttir í stjórn LÍ, Gróa B. Jó-
hannesdóttir fulltrúi Læknafélags Akureyrar,
Dóra Lúðvíksdóttir formaður Fjölskyldu- og
styrktarsjóðs LÍ, Ómar S. Gunnarsson formaður
FAL, Guðrún J. Georgsdóttir í stjórn LÍ, Tómas
Guðbjartsson í ritstjórn Læknablaðsins, Sveinn
Kjartansson formaður samninganefndar LÍ.
Neðri röð frá vinstri: Unnsteinn I. Júlíusson
formaður Læknafélags Norðurlands eystra,
Þórarinn Ingólfsson í stjórn LÍ, Jörundur Krist-
insson formaður Orlofssjóðs, Þorbjörn Jónsson
formaður LÍ, Steinn Jónsson formaður LR, Sig-
urður E. Þorvaldsson formaður Öldungadeildar,
Andrés Magnússon formaður Læknafélags Norð-
vesturlands.
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS
Eva Isleifsdóttir (f. 1982) lauk námi frá Listaháskóla
Islands árið 2008 og framhaldsnámi i myndlist frá Listahá-
skóla Edinborgar árið 2010. Hún hefur víða komið fram
með gjörningaverk sín, sýnt á ótal sýningum og tekið þátt
i fjölda alþjóðlegra samstarfs-
verkefna. Nýverið stóð hún fyrir
uppákomu hér á landi þar sem
hún bauð almenningi að kjósa
sér hús sem mætti brenna. Á
táknrænan máta baðaði hún
síðan viðkomandi hús eldglærum
með hjálp Ijósatækni. Verk Evu
eru einmitt tengd rannsókn
hennar á samfélagslegu minni,
upplifun okkar og skilningi á
umhverfinu. I verkum hennar
má ýmist finna tákn úr samtim-
anum eða sögulegar táknmyndir
sem listakonan leitast við að
hrófla við í tilraun til þess að endurmeta stöðluð gildi
og staðnaða merkingu i menningu okkar. Hún vinnur
gjarnan í gjörning þar sem hversdagsleg minni eru hlaðin
nýrri merkingu. Hið nýja verk sem sjá má á forsíðumynd
Læknablaðsins að þessu sinni ber heitið Pushing Time,
2013, og er gjörningur sem Eva framdi nýverið. Um er
að ræða táknræna athöfn þar sem hún velti á undan
sér risastórri klukku. Hún rúllaði henni frá innganginum
í höggmyndagarð Einars Jónssonar við Freyjugötu og
upp á Skólavörðuholt, hringinn í kring um Hallgrímskirkju
og aftur niður að Freyjugötu, framhjá Listasafni ASÍ og
á upphafsreit. Hópur
áhorfenda fylgdist með.
Verkið vannst auðveld-
lega á köflum og Eva
lék sér að því að rúlla
klukkunni en stundum
átti hún i basli með hana.
Aðstoðarmenn komu til
hjálpar þegar hún þurfti
að fara yfir götu, velta
klukkunni yfir hindranir
eða halda henni stöðugri
þegar vindhviður reyndu
að feykja henni um koll.
Gjörninginn mætti túlka
sem einfalda og skemmtilega myndbirtingu baráttunnar
við tímann sem líður sama á hverju dynur en um leið sem
áminningu um að það er ekki síst undir okkur sjálfum
komið hvernig við förum með þann tíma sem okkur er
úthlutað.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Gylfi Óskarsson
Hannes Hrafnkelsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
ITölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
m
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum
hætti, hvorki að hluta né í heild, án
leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the lcelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2013/99 227