Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 14
RANNSÓKN hærra í Bretlandi (55%) og Bandaríkjunum (60%). í langflestum landanna var algengi hærra meðal drengja en stúlkna. I rannsókn okkar höfðu 14% þátttakenda verið flengdir nokkrum sinnum í æsku og 2% þátttakenda oft eða mjög oft. Færri sögðu frá reynslu af öðrum tegundum líkamlegra refsinga (tafla II). Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þátttakenda í þessum rannsóknum og mismunandi að- ferðafræði, gefa þessar tölur til kynna að ísland sé í hópi landa þar sem algengi alvarlegra líkamlegra refsinga barna er tiltölulega lágt. Marktækt minna var um líkamlegar refsingar í æsku meðal yngri svarenda, sérstaklega þeirra sem voru fæddir um og eftir 1980, borið saman við þá sem voru eldri. Þeir sem voru fæddir fyrir 1980 voru tæplega tvisvar sinnum líklegri til að hafa reynslu af líkamlegum refsingum, borið saman við þá sem voru fæddir seinna. Það er í samræmi við niðurstöðu eigindlegrar rannsóknar á viðhorfi einstaklinga sem fæddir voru á tímabilinu 1920-1985 til refsinga, en þeir töldu að líkamlegar refsingar hafi þótt sjálfsagðar á íslandi þar til á áttunda áratug síðustu aldar.26 Rannsóknir sýna að reynsla af ofbeldi í æsku getur haft nei- kvæð áhrif á heilsu og vellíðan þolenda til lengri eða skemmri tíma.1112'26 Nýleg rannsókn hér á landi sýndi að 14-15 ára ungling- ar með reynslu af líkamlegum átökum innan veggja heimilisins höfðu marktækt meiri einkenni um þunglyndi, kvíða og reiði og voru með lægra sjálfsmat en jafnaldrar án slíkrar reynslu.23 Ung- lingar sem höfðu reynslu af því að vera vitni að líkamlegu ofbeldi foreldra á heimilum sínum reyndust vera tæplega 46 sinnum lík- legri til að hafa verið beinir þátttakendur í slíku ofbeldi en þeir sem höfðu enga slíka reynslu. í ljósi þessa og samantektar Unicef á íslandi um ofbeldi gegn börnum hér á landi25 er ekki hægt að úti- loka að sú reynsla sem hér er til umræðu hafi haft neikvæð áhrif á heilsu og líðan svarenda. Það er einn veikleiki rannsóknarinnar að ekki var spurt um þetta atriði. í rannsókn okkar var ekki marktækur munur á því hvort feður eða mæður beittu meira líkamlegum refsingum gagnvart svar- endum þegar þeir voru börn. Aftur á móti var marktækur munur á formi refsinga sem feður og mæður beittu. Feður flengdu syni sína marktækt oftar en mæður dætur sínar. Rannsóknir sýna ýmist að mæður beiti oftar líkamlegum refsingum en feður eða að ekki sé mikill munur á hvort foreldra sé gerandi og á það við hvort heldur foreldrar eða börn eru spurðA27 Þá gáfu marktækt fleiri karlmenn en konur upp reynslu af líkamlegu ofbeldi í okkar rannsókn og er það í samræmi við flestar rannsóknir um þetta efni.15 28 Þeim mun oftar sem refsingum hafði verið beitt, þeim mun líklegra var að svarandi teldi þær hafa verið ranglátar. Eins leiddi reynsla af fleiri formum líkamlegra refsinga til þess að líkur jukust á að svarandi teldi uppeldi sitt hafa verið ásættanlegt eða slæmt fremur en gott. Þetta á þó ekki við ef líkamlegri refsingu hafði verið beitt aðeins einu sinni og er það í samræmi við aðrar rann- sóknir sem sýna að umfang og harka refsinga auki neikvæð áhrif þeirra.6'13 Einstök líkamleg refsing er þó ekki sársaukalaus þar sem minningin um hana er einstaklingum ofarlega í huga og getur hún auk þess valdið geranda hugarangri.25 Hafa ber í huga að rannsóknin er afturskyggn og að svarendur voru spurðir um misjafnlega löngu liðna atburði, sem gæti skekkt niðurstöðuna. Sýnt hefur verið fram á að óhætt er að styðjast við minningar um skýrt skilgreinda atburði en þó sé líklegt að þeir séu vantaldir þar sem liðnir atburðir falli í gleymsku, sérstaklega fyrstu æviárin.28 Því gæti munur á reynslu eldri og yngri aldurs- hópa af líkamlegum refsingum verið meiri en hér kemur fram. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við niðurstöður rannsókna hér á landi sem byggja á sögulegri greiningu16 og eigindlegri rannsókn26 og styður það við trúverðugleika þeirra. Líkamlegar refsingar þóttu eðlileg uppeldisaðferð langt fram á síðustu öld enda voru þær lögbundnar með Húsagatilskipaninni árið 1746, en hún féll sennilega ekki úr gildi fyrr en með tilkomu Barnaverndarlaga árið 1932.16 Með lögfestingu Barnasáttmálans í febrúar 2013 (lög nr. 19/2013) og breytingu árið 2009 á Barna- verndarlögum nr. 80/2002 ætti nú að vera tryggt að íslensk börn hafi vernd löggjafans gegn líkamlegum refsingum. Ætla má að aukin meðvitund og umræða um ofbeldi hafi breytt viðhorfum til líkamlegra refsinga hér á landi undanfarna áratugi.16 Það sama á við um aukna áherslu á réttindi barna með tilkomu Barnasáttmálans og bætta löggjöf um vernd barna.17'18 Rannsóknir sýna samband milli banns við líkamlegum refsingum og van- trú á gildi þeirra, en þó er ekki ljóst hvort komi fyrst, bannið eða efasemdir um gildi refsinganna.29 Eins hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem telja líkamlegar refsingar óæskilega uppeldisaðferð beita þeim engu að síður.30 Því þarf að efla fræðslu til foreldra, til dæmis í mæðravernd og í ung- og smábarnavernd, um neikvæð áhrif líkamlegra refsinga og ofbeldis innan fjölskyldna á heilsu og vellíðan barna í bráð og lengd. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að standa vörð um réttindi barna og fjölskyldna og tryggja að öll börn vaxi upp við aðstæður sem veita þeim öryggi og styðja við vöxt þeirra og þroska. Þakkir Þakkir fá þátttakendur sem gáfu sér tíma til að svara spurning- um um uppeldi sitt og reynslu af líkamlegum refsingum og Björg Helgadóttir sem aðstoðaði við tölfræðilega úrvinnslu. 238 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.