Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2013, Page 18

Læknablaðið - 15.05.2013, Page 18
RANNSÓKN Tafla I. Einkenni og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hjá þátttakendum. Meðaltal og staðalfrávik eru sýnd fyrir raðbreytur og fjöldi einstaklinga og hlutföll isviga (%) fyrir flokkabreytur. n=417 Karlar 286 (68,6) Aldur (ár) 60,2±8,9 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28,6±4,3 Sykursýki 30 (7,2) Meðhöndlaður háþrýstingur 257 (61,6) Blóðfitulækkandi lyf 341 (81,8) Áður kransæðastífla 9 (2,2) Reykir 90 (21,6) Fyrrum reykingamaður 209(50,1) Hefur aldrei reykt 118(28,3) Meðaltal Agatston-skors 420±541 Miðgildi Agatston-skors 231 Spönn Agatston-skors 0-4275 æðarannsóknin var framkvæmd bæði fyrir (kalkskann) og eftir skuggaefni (æðarannsókn). Þegar æðarannsókn var framkvæmd var notuð afturvirk EKG-lyklun og kransæðar og holrými þeirra metin af röntgenlækni. Hjartaþræðingarnar voru framkvæmdar á hjarta- og æðaþræðingarstofum Landspítala með æðaþræðingar- búnaði frá Siemens, Philips og General Electrics. Hver æðahluti var skoðaður frá nokkrum mismunandi sjónarhornum. Upplýs- ingar um einkenni og áhættuþætti einstaklinga voru sótt f gagna- grunn SCAAR (Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry). Tilskilinna leyfa var aflað frá Vísindasiðanefnd og Pers- ónuvernd. Úrtakið var 462 einstaklingar en 27 einstaklingar voru úti- lokaðir, meðal annars vegna stoðnets, hjáveitu- eða annarra hjartaaðgerða, gáttatifs og líffærafræðilegs afbrigðis. Þá voru 18 útilokaðir vegna þess að rannsókn (TS eða hjartaþræðing) var metin ógreiningarhæf af sérfræðingi. Alls voru því 417 einstak- lingar (1668 kransæðasvæði) metnir og var magn kalks í krans- æðum mælt á kalkskanni með Calcium Scoring hugbúnaði (Care- strem Health, Rochester, NY). Agatston-skor var skráð fyrir fjögur kransæðasvæði; vinstri aðalstofn (LM), vinstri millisleglakvísl (LAD), vinstri umfeðmingskvísl (LCX) og hægri kransæð (RCA), sem og samanlagt skor allra kransæðasvæða. Einstaklingar voru flokkaðir eftir heildar Agatston-skori í 6 flokka: [0], [0,1-10], [10,1- 100], [100,1-400], [400,1-750] og [>750]. Notast var við úrlestur (niðurstöður og myndir) bæði röntgen- og hjartasérfræðinga þegar metin var þrenging í kransæðum. Fyr- ir hvert kransæðasvæði var skráð hvort og hversu mikil þrenging var greind með TS annars vegar og hjartaþræðingu hins vegar, flokkað í 6 flokka: 0% (engin þrenging), 1-29%, 30-49%, 50-69%, 70-99% og 100% (alger lokun). Kransæðasvæði var talið marktækt þrengt (veikt) ef þrenging var a50% og einstaklingur með krans- æðasjúkdóm (veikur) ef hann var með marktæka þrengingu á einu eða fleiri kransæðasvæði. Ef fleiri en ein þrenging var á sama kransæðasvæði var mesta þrengingin skráð. Athugað var hve rétt TS-rannsókn greindi veika einstaklinga (þrenging óháð svæði) annars vegar og hins vegar hve rétt TS greindi veik kransæða- svæði (þrenging samkvæmt TS-rannsókn borin saman við niður- stöðu hjartaþræðingar fyrir sama svæði). Mynd 1. Agatston-skor (miðgildi) hjú körlum og konum ífjórum mismunandi aldurs- hópum með fjölda (n) einstaklinga í Iwerjum hópi. Krosstöflur voru gerðar til að meta greiningarhæfni TS og næmi, sértæki, jákvætt og neikvætt forspárgildi reiknað, sem og nákvæmni. Við samanburð hópa var notað óháð t-próf fyrir rað- breytur og kí-kvaðrat próf fyrir flokkabreytur. Kappa-gildi var notað til að meta fylgni milli greiningaraðferðanna tveggja á 6 stiga flokkunarskala. Þar sem dreifing Agatston-skors er mjög hægri skekkt var því umbreytt með náttúrulegum logaritma (+1) og notað við tölræðiúrvinnslu. ROC (receiver operating characteris- tic) kúrfur voru gerðar til að kanna hve vel Agatston-skor hentar til að greina kransæðasjúkdóm (s50% kransæðaþrengingu á einu eða fleirum kransæðasvæðum). Út frá ROC-kúrfu var fundinn Agatston-skor þröskuldur sem spáir best fyrir um a50% kransæða- þrengingu. Tölfræðileg marktektarmörk voru sett við ps0,05. For- ritin Excel (Microsoft Corp, Redmond, WA) og SPSS Inc., Version 17, fyrir Windows voru notuð við tölfræðiúrvinnslu. Niðurstöður Rannsóknarhópurinn samanstóð af 417 einstaklingum, 286 körl- um (69%) og 131 konu. Meðalaldur þátttakenda var 60,2±8,9 ár. Tafla I sýnir helstu einkenni og áhættuþætti kransæðasjúkdóma hjá þátttakendum. Meðaltal Agatston-skors var 420, miðgildi 231 og spönn frá 0-4275. Ekki reyndist marktækur munur á Agat- ston-skori milli karla (miðgildi 250) og kvenna (miðgildi 205) (p- gildi=0,094). Alls voru 38% karla og 33% kvenna með Agatston Tafla II. Fylgni mældra kransæðaþrengsla samkvæmt sex stiga flokkun milli tölvusneiðmynda af kransæðum (TS) og hjartaþræðingar í 1668 kransæða- svæðum (417 einstaklingar). Hjartaþræðing Þrengsli % 0 1-29 30-49 50-69 70-99 100 Alls TS 0 522 37 35 18 26 0 638 1-29 126 41 28 12 11 0 218 30-49 94 34 66 30 33 1 258 50-69 65 44 74 51 88 2 324 70-99 13 14 32 24 98 26 207 100 1 1 3 0 4 14 23 Alls 821 171 238 135 260 43 1668 TS = Tölviisneiðmynd Kappa-gildi, = 0,29 (p=0,001) 242 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.