Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 31

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Sjiíklingar íþessu ástandi sækja mjög ígeðþjónustuna og þeim virðist fara fjölgandi. Við sjáum birtingarform persónuleikaröskunar i æ meira mæli," segir Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir. og þarf ekki langan tíma fyrir geðlækninn til að átta sig en stundum þarf að kynn- ast sjúklingnum vel, fá ítarlega sögu til að vera fullviss um að greiningin sé rétt. Samtímis er skimað fyrir ýmsu öðru svo greiningin verði sem ítarlegust og réttust enda eru oft aðrar raskanir líka til staðar og þurfa sérstakrar meðhöndlunar við." Þétt viðtalsmeðferð gagnast best Halldóra segir að þrátt fyrir ýmis vand- kvæði við greiningu og meðferð persónu- leikaraskaðra sjúklinga þá gangi með- ferðin alltaf betur og betur. „Eftir því sem þekkingu á sjúkdómnum fleygir fram og fleiri rannsóknir eru gerðar í heiminum þá hefur þróun meðferðarúrræða verið talsverð, sérstaklega á síðustu 10-15 árum. Meðferðin sem hefur gefið bestan árangur er fólgin í mjög nákvæmri og þéttri við- talsmeðferð. Þetta hefur skilað umtalsvert betri árangri en langvinn meðferð og engin lyf virðast verka á kjarnaeinkenni persónuleikaröskunar. Rannsóknir á lyfjagjöf við persónuleikaröskun eru afar litlar og mjög fáar staðfestingar á því að lyf komi að verulegu gagni. Ýmis lyf eru notuð við hliðareinkennum, svo sem depurð og kvíða, og geta vissulega dregið úr vanlíðan sjúklingsins en ekki höfuðein- kennum persónuleikaröskunarinnar. Það verður þó að viðurkennast að stór hluti þessara sjúklinga endar oft á mikilli geð- lyfjameðferð, kannski of mikilli í sumum tilfellum. Persónuleikaraskaðir einstak- lingar sem kvarta yfir vansæld svara oft ekki hefðbundinni þunglyndismeðferð. Þunglyndi þeirra eða vansæld lýsir sér oft sem tómleiki og vonleysi ásamt miklum truflunum í samskiptum við annað fólk, sérstaklega sína nánustu." Stærsti aldurshópurinn sem greinist með persónuleikaröskun er ungt fólk á aldrinum 18-25 ára. Eftir því sem aldurinn hækkar fækkar tilfellum og Halldóra segir að hjá mörgum einstaklingum gangi persónuleikaröskunin yfir á 15-20 árum ef tekið er á sjúkdómnum nægilega snemma. Eftir standi þó oft ýmis annar vandi eins og skortur á vinnufærni og félagslegri færni sem erfitt getur reynst að endur- heimta. „Fyrir einstakling um tvítugt sem flosnað hefur upp úr námi eða starfi og er nýkominn til meðferðar á geðdeild er því til mikils að vinna að ná tökum á vand- anum. Ómeðhöndluð persónuleikaröskun hindrar allt eðlilegt líf einstaklingsins til lengri tíma en vissulega er misjafnt hversu illa hann er haldinn af sjúkdómnum. Hér á geðdeild Landspítala sjáum við veikasta fólkið, en eflaust eru aðrir sem ná að vinna sig í gegnum þetta með viðtölum við sál- fræðinga og geðlækna útí í bæ. Þó hefur það sýnt sig að strjál viðtöl, vikulega eða sjaldnar, skila litlum árangri. Á Landspít- ala bjóðum við upp á nokkur meðferðar- form, dagdeild og göngudeildarmeðferð í 6 mánuði þar sem eru allt að fjórir tímar á viku, bæði einstaklingsviðtöl og hóp- tímar. Við gerum svokallaðan meðferðar- samning við sjúklinginn þar sem hann fer fyrst í undirbúningshóp á dagdeild en síðan á göngudeild þar sem samið er um hálft ár í einu og sjúklingurinn kemur fjórum sinnum í viku, bæði í einstaklings- viðtöl og hóptíma. Endurhæfingardeildir Kleppsspítala hafa einnig reynst þessum hópi ágætlega. Okkur virðist sem það henti þessum sjúklingum illa að vera á legudeild með öðrum geðsjúklingum. Það hefur slæm áhrif á þá. Hins vegar gengur mjög vel að vinna með þeim í göngu- deildarhópum þar sem eingöngu eru einstaklingar með persónuleikaröskun. Við höfum því frekar lagt áherslu á það þó stundum verði ekki komist hjá því að leggja þessa sjúklinga inn á deild." Á hverjum tíma eru um 40 manns í virkri meðferð við persónuleikaröskun á geðsviði Landspítala. „Þar fyrir utan er hópur fólks sem kemur á göngudeild eða er á legudeild og bíður eftir þessum úr- ræðum eða öðrum. Þessi hópur er sannar- lega að stækka og okkur finnst við sjá mun fleiri tilfelli en fyrir tveimur áratugum þó við höfum ekki neina haldbæra skýringu á því. Við erum að standa okkur ágætlega í meðferð þessara sjúklinga og höfum tekið upp meðferðarmódel frá Norðurlönd- unum sem skilað hafa góðum árangri. Við þyrftum helst að geta meðhöndlað fleiri sjúklinga samtímis þar sem margir bíða úrlausnar á hverjum tíma." LÆKNAblaðið 2013/99 255

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.