Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR Enn af liðbólgusjúkdómum og sagnfræði læknisfræðinnar Jón Sigurðsson svæfingalæknir jsb24@internet.is í seinni tíð hef ég haft sérstakan áhuga á hvers kyns sögulegum atriðum sem snerta svæfingar á Islandi. Einnig les ég gjarnan greinar um söguleg atriði á öðrum sviðum læknisfræðinnar. Þar sem málið er mér skylt er ég þakklátur Leifi Jónssyni fyrir greinargóðan pistil sem hann skrifaði um nuddlækna í aprílhefti Læknablaðsins. í bæklingnum Liðbólgu- sjúkdómar, sem Leifur vitnar til í pistlinum, má lesa um miklar framfarir sem orðið hafa í gigtarlækningum síðustu áratugi. Aður fyrr glfmdu læknar af veikum mætti við þessa kvilla með meðferðarkostum sem í dag þættu frekar fátæklegir. í bækl- ingnum er greint frá merkum athugunum íslenskra lækna á gigtarsjúkdómum á 17. og 18. öld en hins vegar er ekkert sagt frá gigtarlækningum á íslandi á fyrri hluta liðinnar aldar. Þeir læknar sem þar komu mest við sögu höfðu fengið „sérfræðings- leyfi í nuddlækningum" eins og það hét þá, en segja má að þeir hafi í raun verið undanfarar gigtarlækna. Eins og fram kom í pistli Leifs voru fyrstu fimm nuddlækn- arnir Jón Kristjánsson (1923), Karl Jónsson (1930), Björgvin Finnsson (1937), Kristján Hannesson (1940) og Ragnar Sigurðsson (1948). Því má skjóta hér inn að sérfræði- leyfi Bjarna Jónssonar 1941 hét beina- og liðasjúkdómar. Sérfræðiviðurkenning Hauks Þórðarsonar endurhæfingariæknis 1962 hét orkulækningar (nuddlækningar) en það var í síðasta skiptið sem orðið nuddlækningar var notað við útgáfu sér- fræðileyfis. Látum liggja milli hluta hvort nuddlæknar hafi verið gigtarlæknar eða ekki, eða jafnvel endurhæfingarlæknar, en því ber hins vegar að halda til haga að árið 1968 fékk Halldór Steinsen fyrstur lækna sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum með gigtsjúkdóma sem undirgrein. Leiðrétting Læknablaðið biðst velvirðingar á því að í viðtali við Margréti Kristjáns- dóttur og Heiðar Örn Arnarson hjá Sjúkratryggingum íslands í apríl- blaðinu var misræmi í upptalningu þeirra sem greiða héðan í frá minna fyrir lyf sín. Hið rétta er að það eru: Barnafjölskyldur, ungmenni 18-22 ára og fólk sem er 67 ára og eldra. Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. rS. V Thealo^ Trehalose o nWYEYE Mpjrates and pntoa O MCCHEZZAOO" -' •J Blephagel ca StCURA OCUL M*tx$o e pn o 06JAWY SUCh NawHia I ochr.- V Blephagel :Æ 30 c (DThéa 30 g Thealoz dropar Trehalósi eykurviðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gei Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephadean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hentar einnig þurrum augum og þeim sem nota linsur. <•> Fæst í öllum helstu apótekum. provision ® ® ® LÆKNAblaðið 2013/99 259

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.