Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 36

Læknablaðið - 15.05.2013, Side 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR Brúnir skammtar, séra Friðriks skammtar og aðrir skammtar Jóhannes F. Skaftason lyfjafræðingur, áður lektor og lyfsali Lyfjafræðisafninu í Nesi, Neströð, 170 Seltjarnarnesi skafta@internet.is Þorkell Jóhannesson læknir, áður prófessor rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Islands, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík dr.thorkell@simnet.is Skammtar (lat. dosipulveres) er skammtað (e. dosed) lyfjaform þar sem virku efni í föstu formi er ásamt fylliefni, langoftast laktósa allt að 2 g, komið í pappírslykju af hæfilegri stærð, svokallað skammtabréf (mynd 1). Skammtar eru gerðir í höndum. Þeir eru þess vegna mun dýrara og einnig ónákvæmara lyfjaform en töflur sem fram- leiddar eru í vélum.1 Þótt skammtar séu í raun gamalt lyfjaform er endanlega skil- greiningu á þeim fyrst að finna í Dönsku lyfjaskránni 1948 sem einnig gilti hér á landi. Má undrast hve seint þetta einfalda lyfjaform var staðlað og hlaut opinbera viðurkenningu. í nýlegri ritgerð höfunda var gerður samanburður á framboði á töflum og fjórum öðrum tegundum lyfja til inntöku hér á landi á rúmlega 50 ára tímabili (1913- 1965) samkvæmt opinberum heimildum. Skammtar voru eitt af þessum fjórum lyfjaformum. Það kom í ljós við þessa könnun að eins og vænta mátti voru mjög fáar tegundir skammta opinberlega skráðar á þessu tímabili og alls engar fyrr en um og eftir 1950.2 Skaut þetta samt óneitanlega skökku við þar eð skammtar voru algengt lyfjaform framan af síðustu öld, áður en töflugerð varð útbreidd. Um þetta vitna meðal annars minning- ar Stefáns Thorarensen (1891-1975) lyfsala, en hann var lærlingur í apóteki á heims- styrjaldarárunum fyrri.3 Á sömu lund eru 0<?'2o (haá-ic’ faC'^e. c« Sd -ft Mynd 1. Brúnir skammtnr og sérci Friðriks Friðrikssonnr sknmmtar (skammslafað „Sj. Fr. Fr. skamtar"). Efstá myndinni eru sýndir fullbúnir brúnir skammtar framleiddir í Lyfjabúðinni Iðunni. Neðar er sýnd samsetningþessara skammta samkvæmt vinnubók úr lyfjabúðinnifrá árinu 1930 eða þar um bil. Virkefni í séra Friðriks skömmtum voru fenasetín (móðurefni parasetamóls) og natríumsalisýlat. Aðalábendingin var höfuðverkur („timburmenn"). Virk efni í brúnum skömmtum voru auk fenasetíns koffein, bæði hreint og í pasta guarana, brasilískum dróga, sem hafði brúnan lit. Pasta guarana þótti sérlega virkt við höfuðverk. Aðalábcnding á notkun brúnna skammta var því mígreni. (Brúnir skammtar og vinnubókin úr Lyfjabúðinni Iðunni eru safngripir í Lyfjafræðisafninu í Nesi. Myndin var tekin þar 8.02.2013; Þorkell Þorkelsson). minningar Ingibjargar Kristínar Lúðvíks- dóttur (f. 1922) um skammtagerð föður hennar, Lúðvíks Norðdal Lúðvíkssonar (1895-1955), sem var síðast héraðslæknir á Selfossi (persónuleg heimild, 2013). Hér- aðslæknar höfðu þá lyfsöluleyfi og máttu því bæði tilreiða lyf og selja. í minningum Stefáns eru aspirínskammtar í fyrirrúmi. Ingibjörg Kristín telur hins vegar að faðir hennar hafi nær einvörðungu búið til „brúna skammta" sem nánar verður rætt um hér á eftir. Tvær skýringar eru sennilegar á þessu misræmi milli fjölda opinberlega skráðra skammta og skammtagerðar í raun. Önnur er sú að læknar gætu hafa ávísað lyfjum í 260 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.