Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 14
jólamorgna Fyrir ljúfa ÍS LE N SK A / S IA .I S/ N AT 7 16 80 1 2/ 14 Gjafir Um jólin verslar landinn meira en nokkurn tíma og við vitum öll að stór hluti gjafanna er mikill óþarfi. Lausn Kaupum minna! En höfum líka í huga að bestu gjafirnar eru þær sem nýtast vel, sem við virkilega þurfum á að halda og líka þær gjafir sem við þurfum ekki á að halda en eru heima- gerðar með mikilli ást og jólagleði. Kerti Flest kerti sem fást út í búð eru gerð úr parafín-vaxi. Sótið af parafín-vaxi er ekki talið vera mjög heilsusamlegt auk þess sem framleiðsla þessara kerta er ekki umhverfisvæn. Þar að auki er oft blý í kveiknum á verksmiðjuframleiddum kertum sem hefur heldur ekki góð áhrif á andrými heimilisins. Lausn Með því að kaupa kerti úr öðrum umhverfisvænum efnum, eins og bý- flugnavaxi, styrkir þú umhverfisvæna framleiðslu og bætir andrúmsloftið heima hjá þér. jólatré Á hverju ári kaupum við þúsundir jólatrjáa sem enda svo á haugunum. Lausn Ef þú kaupir jólatré hafðu þá í huga að það er hægt að endurvinna þau. Svo er líka hægt að kaupa tré með rótum sem fær þá framhaldslíf eftir jólin í náttúrunni. GleðileG Græn jól Jólin eru full af gleði og gjöfum en það þýðir ekki að þau þurfi að vera full af rusli líka. Verum glöð en líka græn yfir jólin. Reynum að taka lítil skref til að minnka sóun yfir hátíðarnar því þannig gleðjum við ekki bara náttúruna heldur líka okkur sjálf. innKaupapoKar Við vitum öll hvaða áhrif plast hefur á um- hverfið, ruslahaugar okkar eru yfirfullir af plastpokum sem eyðast löngu eftir okkar dag í náttúrunni. Lausn Verum sniðug og tökum poka eða tösku með okkur að heiman í inn- kaupaleiðangurinn og afþökkum inn- kaupapoka í verslunum. Þetta er ekki aðeins umhverfissvæn lausn heldur minnkar hún líka drasl og úrgang sem þarf að fara með í Sorpu, sem þýðir minna vesen fyrir alla. Gjafapappír Við hendum nokkrum tonnum af gjafapappír um jólin sem mest allur kemur af trjám sem vaxa ekki aftur. Lausn Endurvinnum allan jólapappír sem við fáum gefins og hugsum vel um það í hvað við pökkum gjöfunum okkar. Ef gömlu dagblöðin eru ekki enn farin í Sorpu þá er tilvalið að nota þau utan um jólagjafirnar. Það eru margar jóla- legar leiðir til að skreyta pakkana á umhverfisvænan hátt. rafhlöður Landsmenn henda ógrynni óendurvinn- anlegra rafhlaðna í ruslið ár hvert, með tilheyrandi skaða fyrir umhverfið. Lausn Veljum ekki gjafir sem þarfnast rafhlaðna og ef við stöndumst ekki þá freistingu gefum þá margnota raf- hlöður sem hægt er hlaða. Þá græða allir, sá sem gefur, sá sem þiggur og umhverfið. óvelKomnar Gjafir Við könnumst flest við að hafa fengið gjöf sem gleður ekki. En að fela þær í geymslunni eða henda þeim í ruslið er synd því gjöfin getur örugglega glatt einhvern annan. Lausn Gleddu einhvern með gjöfinni sem gladdi þig ekki, að sjálfsögðu án þess að verða staðin/n að verki. jólaKort Mikill fjöldi trjáa fer í að búa til gjafa- pappír en ekki síður í að búa til jólakort. Lausn Bara með því að minnka jólakort um helming ert strax búin/n að minnka þína eigin pappírsnotkun, en með því að senda kveðjur á netinu hverfur hún alveg. Það má finna fjöldann allan af skemmti- legum jólakortum á netinu. Svo má líka koma fólki skemmtilega á óvart með símtali. jólasKraut Endalaust úrval jólaskrauts fyllir hillur flestra verslana fyrir hátíðarnar sem oft á tíðum er ekki framleitt til að endast. Lausn Grænasta jólaskrautið er það sem við búum til sjálf. Fallegt er að hengja piparkökurnar upp áður en þær eru borðaðar og músastigar eru alltaf klassískir, úr endurunnum pappír að sjálfsögðu. Svo er líka hægt að fara í göngutúr með börnin og finna efni í jólaskraut í náttúrunni. 14 úttekt Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.