Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 28
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is MEISTARAPÚÐINN Stærð 50x65 Verð 8.670 kr Bjuggu í bílskúrnum í tvö ár með fimm börn Við Bakkaflöt í Garðabæ stendur einstaklega fallegt hús eftir arkitektinn Högnu Sigurðardóttur. Árið 2000 var húsið valið eitt af áhugaverðustu húsum tuttugustu aldarinnar og í dag er það friðað að innan og utan. Þegar Högna var eitt sinn spurð út í hönnun þess sagði hún það vera gagnkvæmum skilningi hennar sjálfrar og eig- enda hússins að þakka hversu vel tókst til. Það var frændi Högnu, Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir og eiginkona hans, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarkona, sem létu teikna húsið fyrir sig og syni sína fimm og Högna sagðist frá upphafi ætla að búa til hreiður fyrir Ragnheiði, Hafstein og drengina. Í dag býr Ragnheiður ein í húsinu. V ið Hafsteinn kynntumst í þriðja bekk í Versló og ári seinna fórum við að stinga saman nefjum. Við giftum við okkur tveimur dögum eftir stúdentsprófið. Við vissum alveg hvað við vildum,“ segir Ragnheiður þar sem við setj­ umst niður við stórt og myndarlegt borðstofuborð, hlaðið veitingum. Ragnheiður og Hafsteinn eyddu 63 árum ævinnar saman, en hann féll frá í janúar síðastliðnum. „Fjórum mánuðum eftir brúðkaup­ ið áttum við fyrsta son okkar, hann Jón Óskar, og byrjuðum búskapinn í kjallaranum hjá foreldrum mínum við Langholtsveg. Móðir mín passaði drenginn á meðan Hafsteinn fór í Há­ skólann í tannlækningar og ég vann fyrir heimilinu hjá skrifstofu Hreyf­ ils við Hlemm og fór í Myndlistar­ skólann á kvöldin. Við vorum búin að ákveða þetta allt saman og höfðum gert með okkur samkomulag um að fyrst færi hann í nám og ég ynni, en svo færi ég í nám og hann ynni.“ Minni óþarfi og minna rými Litla fjölskyldan fór að svipast um eft­ ir eigin heimili og festi kaup á fríst­ andandi bílskúr sem stóð nálægt húsi foreldranna. „Þarna bjuggum við í fjörutíu fermetrum og það var algjört himnaríki. Þarna var lítil lóð sem við gerðum svo fallega að nágrannarnir hrósuðu okkur fyrir hana. Þetta var til að mynda í fyrsta og eina skiptið sem ég hef ræktað rósir. Svo var lít­ ill kofi á lóðinni þar sem við gátum geymt skíði og þess háttar dót,“ segir Ragnheiður og flettir í gegnum ljós­ myndir. Ein er af litlum fallegum hvítmáluðum skúr. Utan við skúrinn á steinlögðum göngustíg við hvítt hlið stendur ung kona með lítinn vel klæddan dreng. „Svona var maður alltaf vel til hafður, allt heimasaumað. Það var miklu minna mál í þá daga  Heimsókn til RagnHeiðaR JónsdóttuR myndlistaRkonu FeRill Ragnheiður varð stúdent frá Verslunarskól- anum 1954 og stundaði síðar myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykja- víkur, Glyptotekuna í Kaupmannahöfn, Handíðaskólann og í grafíkgalleríinu Atelier 17 í París. Hún hefur haldið tugi einka- og samsýninga víðsvegar um heiminn, auk þess að hafa sótt gestavinnustofur í Róm, París, Sveaborg og Visby. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenn- inga, fékk gullið fyrir grafík í Egyptalandi árið 1999 og verið tilnefnd til sænsku Carnegie verðlaunanna. Hún hlaut menningarverðlaun DV fyrir bestu sýninguna árið 1995 og 2013, og var sæmd finnsku riddara- orðunni sama ár. Síðustu einkasýningu sína hélt hún í Listasafni ASÍ árið 2012 þar sem hún sýndi kolateikningar og sama ár var Listasafn Reykjavíkur með yfirlits- sýningu á verkum hennar á Kjarvalsstöðum. Högna Sigurðardóttir arkitekt teiknaði húsið að Bakkaflöt 1 árið 1963 en Ragnheiður og Hafsteinn fluttu inn árið 1968. Húsið hefur verið tilnefnt sem eitt merkasta framlag til íslenskrar nútímabyggingarlistar og það álit var staðfest árið 2000, þegar húsið var valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar. Húsið var friðað af Minjastofnun árið 2011. „Það kom aldrei annað til greina en að fá Högnu til að hanna húsið. Ekki vegna þess að hún væri frænka Hafsteins, heldur af því að við vissum að hún væri alveg meiriháttar. Hún fékk verðlaun þegar hún útskrifaðist í París og fékk at- vinnuleyfi þar um leið, starfaði þar alla tíð og því miður eru ekki mörg hús eftir hana hérlendis. Þegar hún byrjaði að teikna húsið okkar sagðist hún ætla að byggja hreiður fyrir okkur og drengina,“ segir Ragnheiður. að búa í minna rými því maður átti engan óþarfa.“ Happdrættisvinningurinn í Danmörku Ragnheiður og Hafsteinn seldu þetta fyrsta heimili sitt til að komast út í meira nám. „Við sigldum til Dan­ merkur með Gullfossi, ótrúlega svöl því við vorum ekki enn komin með húsnæði áður en við lögðum af stað. Við ætluðum bara að byrja á pensio­ nati, með Jón Óskar sex ára og Þor­ var sex mánaða,“ segir Ragnheiður og hlær að vitleysunni í ungu hjónun­ um. „Svo, kvöldið áður en við lögðum í hann, var okkur boðið hús í rosalega fínu hverfi í Sölleröd. Við fengum áfall þegar við mættum á staðinn því þetta var magnað,“ segir Ragnheiður og sýnir mér myndir af húsinu sem fjölskyldan kom sér fyrir í. Við blasir lítill herragarður með stórum garði fullum af allskonar ávaxtatrjám sem Ragnheiður segir hafa verið dásemd að búa við. „Þetta var bara eins og að vinna í happdrætti.“ Fæðing þriðja sonarins um borð í Gullfossi „Okkur leið mjög vel í Danmörku en Hafsteini bauðst vinna á Íslandi og Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.