Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 112

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 112
F reyju sögu má flokka sem unglingabók en einnig undir svokallaðar „young adult“ bókmenntir, sem þýddar hafa verið sem ungmennabókmenntir. Sif lagði sig alla fram við að koma framhaldinu af Freyju sögu út eins hratt og kostur gafst því hún vill ekki að lesendur sínir vaxi upp úr lesefninu áður en það kemur út. „Venjulega er ég mikill dútlari og vil gefa mér góðan tíma í að skrifa. Að þessu sinni þurfti þetta að gerast aðeins hraðar og til að græja það þá byrjaði ég að drekka kaffi í fyrsta skipti í lífinu. Ég vil því þakka kaffi því að þetta hafi hrein- lega tekist,“ segir Sif. Tengsl við norræna goðafræði Kveikjan að Freyju sögu varð til í kringum norræna goðafræði en Sif passar sig að fela allar vísanir vel til að koma í veg fyrir að þeir sem þekki til goðafræðinnar geti getið sér til um framvindu sögunnar. „Þá væri þetta afskaplega leiðinleg lesning ef allir vissu hvernig hún endaði. Aðalpersónan, Freyja, er í grunninn persóna úr norrænni goðafræði en hún er samt sem áður alíslensk unglingsstelpa sem lifir ekkert ósvipuðu lífi og unglingar lifa í dag þrátt fyrir að bókin gerist lengst í framtíðinni. Hún á sér sömu drauma, vonir og væntingar og unglingar í dag,“ segir Sif. Óhefðbundinn innblástur Aðspurð hvaðan hún sæki sér inn- blástur við skrif sín segir Sif: „Ég trúi ekki á innblástur með hefð- bundnum hætti, heldur trúi ég aðallega á harða rassa. Rithöfundar þurfa að setjast niður og haga málum eins og þeir séu í venjulegri 9-5 vinnu ef þeir ætla að koma ein- hverju í verk. Þannig ég myndi segja að innblásturinn sé harði rassinn minn. Ég sest alltaf niður á morgnana og hvort sem ég er í stuði eða ekki þá verð ég að byrja að hugsa og láta mig dreyma og skrifa. Afraksturinn er mis góður en yfirleitt situr eitthvað eftir í lok dags.“ Langaði að skrifa fyrir íslenska unglinga Sif segir að svokallaðar „young adult“ bókmenntir sem urðu til fyrir um það bil 15 árum hafi orðið til þess að hana langaði til að skrifa fyrir unglinga. „Ég las bækurnar hans Philip Hullman, sem nefnast ýmist Norðurljósin eða Gyllti átta- vitinn, og þegar ég las þær hugsaði ég að mig langaði að skrifa í þess- um dúr fyrir íslenska unglinga. Mér finnst það skipta afskaplega miklu máli að íslenskir krakkar fái að lesa eitthvað sem er sprottið úr þeirra eigin reynsluheimi og gerist kannski á þeirra landi. Ég man að þegar ég var unglingur þá fannst mér mjög gaman að lesa þannig,“ segir Sif. Ungmennabókmenntir ekki nógu grípandi hugtak Sif er þeirrar skoðunar að „yo- ung adult“ bókmenntagreinin sé að gera góða hluti fyrir ung- lingabækur. „Þessi grein nær yfir mun breiðari aldurshóp en þessar unglingabækur sem við þekkjum öll. Ég hef heyrt frá mörgum for- eldrum sem hafa laumast í bæk- urnar mínar sem unglingarnir hafa fengið og haft gaman af. Það var til dæmis ein móðir sem sagði mér að hún og stelpan hennar hefðu slegist um hvor ætti að lesa bókina fyrst. Þannig að það er rosalega skemmtilegt að þetta skuli ná bæði til foreldranna og krakkanna og þau geta þannig deilt þessari reynslu aðeins með sér og geta spjallað um lesninguna.“ Sif er hins vegar ekki alveg nógu hrifin af þýðingunni ungmennabókmenntir. „Mér fannst það eiginlega vera svo- lítið hallærilegt og það minnir mig eiginlega á Framsóknarflokkinn og gömlu ungmennafélögin, frekar en eitthvað sexí „konsept“ um að nú ætlum við að fá unga fólkið til að lesa.“ Íslensk jól Sif hefur verið búsett í London í rúmlega tíu ár en hún mun eyða jólunum hér heima á Íslandi. „Ég er alltaf á Íslandi um jólin, fyrir utan fyrstu jólin mín í London, en þá ákvað ég að halda útlensk jól þar sem ég hélt að það yrði ekkert mál. Ég var náttúrulega bara nýflutt að heiman og vissi ekkert hvað ég var að gera. Jólamaturinn hjá mér var því örbylgjukalkúnn og það var ekkert sérstaklega hátíðlegt. Eftir það hef ég alltaf komið heim um jólin, enda eru jólin íslensk fyrir mér. Ég verð að fá rjúpuna mína og allt verður að vera eins og það hefur alltaf verið. Ég er ekki mjög íhaldssöm venjulega en jólin verða alltaf að vera eins,“ segir Sif, sem hefur þó í nægu að snúast áður en jólin ganga í garð. „Það er svolítið erfitt að vera rithöfundur svona fyrir jólin. Ég er til dæmis ekki komin langt með jólagjafirnar eða þrifin og ég er ekki búin að baka neina einustu sort, þannig þetta verður bara allt gert á aðfangadags- morgun, held ég.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is  Bækur Önnur Bókin í FramtíðarFantasíuFlokknum Freyju sÖgu Innblásturinn er harði rassinn minn Rithöfundurinn og pistlahöfundurinn Sif Sigmarsdóttir hefur hlotið mikið lof fyrir skrif sín, hvort sem um er að ræða beinskeytta pistla, dramatískar unglingabókmenntir eða spennandi fram- tíðarfantasíur. Sif hefur sent frá sér tvær unglingabækur þar sem dramadrottning nokkur er í aðalhlutverki en í fyrra kvað við nýjan tón er hún sendi frá sér framtíðarfantasíuna Freyju sögu: Múrinn. Nú er komin út önnur bókin í þessum flokki: Djásn, og þar er Freyju saga leidd til lykta. Freyja er komin til Vanheima þar sem gljáfægð háhýsi gnæfa yfir skínandi hreinum götum og íbúarnir lifa við allsnægtir. En lífið í Ríkinu er ekki eins slétt og fellt og virðist á yfirborðinu. Hvað á sér raunverulega stað í Hofinu? Og hverjir eru hinir Fingralausu? Þegar Freyju berst bréf frá vini sem hún taldi vera látinn stendur hún frammi fyrir ákvörðun sem gæti markað endalok heimsálfunnar Íslands. Á hún að heiðra föður sinn, forsetann, eða fylgja eigin sam- visku? Djásn er hörku- spennandi framtíðar- tryllir þar sem Freyju saga er leidd til lykta. Sif Sigmarsdóttir hefur nú gefið út seinni hluta Freyju sögu: Djásn. Ljósmynd/Hari DjáSn 112 menning Helgin 19.-21. desember 2014 EN N EM M N M 66 33 6 Kaupangi Akureyri | Borgartún 37 | nyherji.is/jol | 569 7700 GRÆJAÐU JÓLIN BOSE SOUNDLINK COLOUR LENOVO YOGA 2 10” CANON EOS1200D Verð: 29.900 kr. Tilboðsverð: 42.990 kr. Tilboðsverð: 89.900 kr. Lauflétt þráðlaust ferðahljómtæki. Hljómar af krafti hvar sem er. HD+ skjár og allt að 18 klst. rafhlaða. Ekta græja fyrir sjónvarpsgláp og lestur. M/ 18-55 IS linsu. Kennslubók, námskeið og Camlink þrífótur fylgir með. Valin besta DSLR byrjendavélin af EISA 2014-2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.