Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 70
70 bílar Helgin 19.-21. desember 2014 V olvo bílaframleiðandinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í Gautaborg síðan fólksbílar og vinnuvélar byrjuðu að rúlla þaðan út árið 1926. Framleiðandinn byrjaði að byggja bíla með sænskar aðstæður í huga. Fyrst og fremst áttu bílarnir að vera sterkir og öruggir og hugsaðir fyrir allar aðstæður, tengdar vinnu jafnt sem fjölskyldu. Volvo hefur frá upphafi verið ímynd öryggis og þannig er það enn þann dag í dag. Sænskir ljóshærðir foreldrar á leið á skíði með þrjú börn í aftursætinu eru á Volvo. Því Volvo „rúl- ar“, eða réttara sagt rúllar því nafnið Volvo er dregið af latnesku sögninni volvere sem þýðir að rúlla. Sportlegt öryggi Og mikið er gott að rúlla um á þessum Volvo S60. Þetta er bíll fyrir fólk sem vill öryggi en finnst gaman að gefa að- eins í. Hann er ótrúlega kraftmikill en á sama tíma er hann stöðugur eins og Volvo einum er lagið. Hann er fallegur að utan sem innan, þægilegur og rúmgóður. Það er bara ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er sportlegasta týpan sem Volvo framleiðir, liggur nær götunni en aðrar og gluggarnir eru með ílöngu sportlúkki sem virkar kannski ekkert of vel ef aftursætið er fullt af börnum sem vilja sjá út um gluggana. En þrátt fyrr að vera sportbíll, þá er hann samt hannaður með þægindi farþega í aftursæti í huga. Það er til dæmis hægt að panta aukalega, og þetta hef ég bara séð hjá Volvo, innbyggða barnastóla. og þar að auki eru armhvílur með glasahöldum og hiti í aftursætum og rúðum. Þannig að það ætti að geta farið vel um börnin, þegar þau eru komin á háa barnastóla. Volvo rúllar í Kína Það er ekki bara beggja vegna Atlants- hafsins sem Volvo rúllar, því nú hafa Kínverjar fallið kylliflatir fyrir sænsku gæðavörunni. Eins og gengur og gerist í bílabransa dagsins í dag hafa hlutir í Volvo verið seldir fram og til baka, nú síðast frá Ford í Ameríku til stórs hlut- hafa í Kína. Og Kínverjar eru greinilega komnir upp á lagið með sænska öryggið því fyrr í vetur tilkynntu höfuðstöðvarnar í Gautaborg að fyrirtækið hefði vaxið um 40% á fjórum árum og myndi því bæta við sig 1300 starfsmönnum í vor vegna mikillar eftirspurnar kínverskrar neytenda. Kemur ekki á óvart því Volvo „rúlar“, hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það vilja allir rúlla á Volvo Volvo hefur alltaf verið ímynd öryggis og þessi sportlega S60 Volvotýpa er engin undantekning. Bíllinn er sportlegur og kraftmikill en á sama tíma er hann stöðugur og gefur öryggistilfinningu eins og Volvo einum er lagið. Volvo „rúlar“ hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er, líka í Kína. Verð frá 5.490.000 115 eða 181 hestöfl Eyðsla 4 l./100 km. CO2 106 g/km. Farangursrými 380 l. Kostir Upphitun í öllum sætum, gluggum og stýri. Hægt að fá innbyggð barnasæti aukalega. Fjarstýrð barnalæsing. Armhvíla með glasa- höldurum í aftursætum. Gallar Lélegt útsýni úr aftur- sæti. Bíllinn er fallegur að innan sem utan, er þægilegur og rúmgóður. Það er bara ekki yfir neinu að kvarta. S60 er sportlegasta týpan frá Volvo. Ílangar og sportlegar afturrúðurnar virka ekkert of vel fyrir börn sem vilja sjá út. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is NÝTT Á ÍSLANDI Ford rafmagns- handverkfæri Þessi ágætu rafmagnshandverkfæri eru óskaverkfæri fyrir alla handlagna að eiga á heimilinu. Kærkomin gjöf. Slípirokkur • 125 mm • 1200 w Verð: 9.475 kr. Stingsög • 650 w Verð: 5.961 kr. Skrúfborvél Hleðsluvél 18V 1,5Ah • 1 rafhlaða Li-Ion Verð: 17.043 kr. ÖFLUG OG ÓDÝR P IPA R \TB W A • SÍA • 1435 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.