Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 16
Börnum sem búa
við ofbeldi ekki trúað
E itt af því sem er sláandi er að jafnvel þó krakkarnir reyni að segja frá ofbeldi á heimilinu
þá er ekki hlustað á þá. Þetta hefur
einnig hefur komið fram í fjölda er-
lendra rannsókna,“ segir Guðrún
Kristinsdóttir, prófessor á mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands og rit-
stjóri bókarinnar „Ofbeldi á heimili.
Með augum barna.“ Hluti bókarinn-
ar fjallar um rannsóknina „Þekking
barna á ofbeldi á heimili“ þar sem
rætt var við börn, unglinga og mæður
sem höfðu búið við ofbeldi á heim-
ili. „Krakkarnir veltu fyrir sér hvort
þeir ættu að segja frá í skólanum en
gerðu það ekki. Einn drengurinn fór
til skólastjórans þegar ofbeldið var
búið að standa lengi yfir og hann
sagði frá. Það sem skólastjórinn sagði
var að þetta væri ekki hans mál. Öll
tala börnin um úrræðaleysi og þau
eru ásakandi í garð kerfisins. Af fjór-
tán börnum er aðeins eitt þeirra sem
nefnir að ákveðinn félagsráðgjafi hafi
reynst sér afar vel,“ segir Guðrún.
Tilnefnd til verðlauna
Bókin „Ofbeldi á heimili. Með augum
barna.“ kom út á vegum Háskólaút-
gáfunnar í nóvember, hún hefur vakið
nokkra athygli og er til að mynda til-
nefnd til Fjöruverðlaunanna – bók-
menntaverðlauna kvenna á Íslandi í
flokki fræðibóka. Sex konur stóð að
Íslensk börn sem búa við ofbeldi á heimili upplifa gríðarlegt úrræðaleysi. Jafnvel þó þau segi frá ofbeldinu er ekki hlustað á þau.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fræðibókinni „Ofbeldi á heimili. Með augum barna“ þar sem birtar eru niðurstöður rann-
sókna og brot úr viðtölum við börn sem hafa búið við ofbeldi. Ritstjóri bókarinnar segir lýsingarnar á ofbeldinu vera gríðarlega
margþættar og gefa börnin líka ráð til annarra barna sem búa við ofbeldi.
gerð bókarinnar, allt kennarar og
fyrrverandi nemar við menntavísinda-
svið Háskóla Íslands, sem eru auk
Guðrúnar þær Ingibjörg H. Harðar-
dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Margrét
Sveinsdóttir, Nanna Þ. Andrésdótt-
ir og Steinunn Gestsdóttir. Bókin
er framlag til rannsókna á heimil-
isofbeldi, vanrækslu og misbeitingu
gagnvart börnum og mæðrum og
er jafnframt hugsuð sem innlegg í
baráttuna gegn þessu alvarlega þjóð-
félagsmeini.
Markmið viðtalanna við börn sem
höfðu búið við ofbeldi á heimili sínum
var að kortleggja reynslu þeirra, at-
huga hvernig þau brugðust við því og
hvað þau álitu að gæti reynst börn-
um best að gera við slíkar aðstæður.
Tekin voru viðtöl við 14 börn og ung-
linga á aldrinum 9-19 ára, frásagnir
barnanna eru birtar undir dulnefni og
til að afmá frekar einkenni þeirra er
vísað til barnanna eftir því í hvaða ald-
urshópi þau eru; yngsti hópurinn eru
börn frá 9-11 ára, miðhópur eru börn
frá 12-14 ára og loks elsti hópurinn frá
15-19 ára. Ofbeldið hófst þegar börnin
voru allt niður í 0-5 ára og lengst bjó
barn við ofbeldi á heimili í 15 ár. Einn-
ig var rætt við mæður barnanna.
Fjölbreytileg form ofbeldis
Börnin lýstu atburðum og athæfi
sem þau, mæður þeirra og systkini
upplifðu og voru birtingarmyndir of-
beldis í fjölskyldunni. „Algengt er að
talað sé um þrenns konar birtingar-
myndir ofbeldis; andlegt, líkamlegt
og kynferðislegt. Í viðtölunum vekur
athygli hvað börnin segja frá mörgum
formum ofbeldis. Þau segja frá alvar-
legum árásum þar sem jafnvel eru
munduð vopn, niðurlægingu bæði á
konum og börnum, þau lýsa gríðar-
legri stjórnsemi ofbeldismannsins,
einangrun, eyðileggingu húsmuna
og hótunum um líkamsmeiðingar eða
jafnvel manndráp. Allt er þetta mjög
sársaukafullt fyrir börnin að upplifa,“
segir Guðrún.
Hún leggur mikla áherslu á hversu
skýrt kom fram í viðtölunum hversu
erfitt var fyrir börnin að búa við of-
beldi á heimilinu. „Þetta liggur þungt
á þeim og er mikið álag. Það kemur
ekki á óvart að þau bjuggu við mikla
ógn og stöðugan ótta. Mörg þeirra
töluðu um hversu erfitt þau átti með
svefn, jafnvel vegna hávaða á nótt-
unni. Stundum horfa þau upp á of-
beldið en stundum heyra þau bara
hvað fer fram bak við luktar dyr. Van-
líðan þeirra kemur gríðarlega sterkt
fram,“ segir hún.
Að baki bókinni er áralöng vinna
þar sem íslensk börn sem hafa upp-
lifað ofbeldi á heimili fá rödd, og er
meðal annars sérstaklega fjallað um
fjölmiðla. Þá er sérstakur kafli tileink-
aður ráðleggingum þessara barna til
annarra barna í sömu stöðu. Sum
barnanna vildu segja frá einmitt til
að hjálpa öðrum börnum. Þeim fannst
mikilvægt að reyna að fá fullorðna til
að axla sína ábyrgð og að börn þyrftu
að finna einhvern sem þau treysta og
geta leitað til. Einn drengurinn hefur
þessi skilaboð: „Látið vita af þessu
og ekki hika við það, þeir eiga ekkert
betra skilið. Bara láta vita, þó það sé
bara andlegt ofbeldi, alltaf láta vita af
því. Því að andlegt ofbeldi getur verið
hvað verst.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Þau segja frá
alvarlegum
árásum þar
sem jafnvel
eru munduð
vopn.
Þá var ég alltaf að vakna
á næturnar við það að það
var eins og hann væri að
slá hana og ég heyrði alltaf
öskur í mömmu og það var
geðveikt óþægilegt að heyra
þetta og ég þorði aldrei að
fara fram og segja þeim að
hætta þessu eða neitt.
Stúlka úr miðhópi
Mér fannst erfiðasta að
heyra hljóðin.
Drengur úr yngsta hópi
Hann svona nær í okkur ...
lætur okkur fara inn í her-
bergi til mömmu ... þar sem
að ... hún liggur í rúminu
svona eiginlega bara hálf
út úr því með hausinn og
höndina ... með svona ekka
bara ... og þá segir hann við
okkur: „Krakkar, sjáiði hvað
mamma ykkar er mikill
aumingi.“
Stúlka úr elsta hópi
Já, ég sá mömmu fara inn
í stofu og þá sá ég hann
kyrkja mömmu og þá hljóp
ég upp.
Stúlka í yngsta hópi
Þetta var líka farið að gerast
það oft að maður var bara
farinn að venjast því. Maður
gat bara beðið eftir að þetta
hætti og fór síðan að sofa.
Drengur úr elsta hópi
Svo lamdi hann líka L. Einu
sinni þannig að hún komst
ekki í leikskólann.
Drengur í miðhópi
Brot úr viðtölum
við börnin
Ofbeldismennirnir voru í öllum
tilfellum kynfeður barnanna eða
sambýlismenn mæðra þeirra.
Börnin greina frá gríðarlega margþættu ofbeldi en segja að andlega ofbeldið geti
jafnvel verið verst. Getty/NordicPhotos
Guðrún Kristinsdóttir, prófessor á
menntavísindasviði Háskóla Íslands og
ritstjóri bókarinnar „Ofbeldi á heimili.
Með augum barna.“
Hátíðarvörur
Fáðu jólavörur á góðu verði fyrir jólin
Úrval af kertum Dúkar og servíettur
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
4
4
6
2
7
www.rekstrarland.isRekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
16 fréttaviðtal Helgin 19.-21. desember 2014