Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 98

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 98
98 matur & vín Helgin 19.-21. desember 2014 Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Svunta 2.890 kr Ofnhanski 1.990 kr Alvöru ostur er veislukostur Um hátíðarnar gerir fólk vel við sig í mat og drykk. Mörgum finnst ómissandi að gæða sér á ljúffeng- um ostum og dreypa á góðu víni með. Við leituðum til Eirnýjar Sigurðardóttur í Búrinu úti á Granda og fengum hana til að mæla með for- vitnilegum ostum – og réttu vínunum með. Í ljúfmetisverslun-inni Búrinu úti á Granda ræður Eirný Sigurðardóttir ríkjum. Hún opnaði verslunina í Nóatúni fyrir sex árum en flutti svo í gömlu verbúðirn- ar á Grandagarði fyrr á þessu ári. Í búðinni er að finna frábært úrval af forvitnilegum ostum en einnig alls kyns góð- gæti á borð við sultur, olíur og edik, pylsur og hvaðeina. Auk þess rekur Eirný Ostaskól- ann þar sem fólk getur fengið fræðslu um töfraheima ostsins. Við settumst niður með Eirnýju í vikunni og fengum hana til að mæla með spennandi ostum til að gæða sér á yfir hátíðarnar. Með ostunum pöruðum við áfenga drykki sem tókst oft á tíðum afar vel. Eirný segir að osta- heimurinn skiptist í fimm fjölskyldur og tók smakkið mið af því. Mjúkir og hvítmygluostar Í þessum hópi eru ostar sem þurfa að minnsta kosti 12-14 vikur til að ná fullu þrosk- astigi. Hvítmygluostar kallast þeir ostar þar sem myglu- eða penicilliumgerli er leyft að þroskast á yfirborði mjúkra osta. Sú skorpa er myndast er ætluð til átu. Ostar þessir eru rjómakenndir í áferð og oft feitir. Dæmi: Brie de Meaux, Camembert de Normandy, Brillat Savarin. Ostur í smakki: Brie Maxim ś de Paris er framleiddur sérstaklega fyrir hið heims- fræga hótel Parísarborgar, Maxim’s de Paris. Í framleiðslu er heitum rjóma hellt út í ostinn sem gerir hann með eindæmum girnilegan. Hann er svo látinn þroskast í 4 vikur en nær hápunkti sínum í kringum 6 vikur. Klassíkur ostur úr Brie-fjölskyldunni sem einkennist af smjörkenndri áferð og rjómabragði. Pörun: Ávaxtarík og fersk hvítvín til dæmis Sauvignon Blanc eða Pinot Grigio. Aðalatriðið er að forðast eikuð hvítvín, því bragðmeiri sem ost- arnir verða, þeim mun stærra þarf vínið að vera. Erdinger Weissbier Gerð: Hveitibjór. Uppruni: Þýskaland. Styrkleiki: 5,3% Verð í Vínbúðunum: 526 kr. (500 ml) M. Chapoutier Granges de Mirabel Gerð: Hvítvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 3.199 kr. (750 ml) Rauðkíttsostar Rauðkíttsostar kallast þeir ostar þar sem Brevibac- terium linens er annað hvort bætt út í mjólkina á lög- unarstiginu eða penslað á ostana í bland við saltvatn á lögunarstiginu. Gerillinn vinnur sig inn í ostinn og bragðbætir hann og breytir áferð ostsins. Á „þvotta- tímabilinu“ myndast jafnan gulleit klístruð skorpa. Stundum er líka notaður gulrótarsafi, bjór eða vín til að fá fjölbreytni í skorpuna og þar með útlit ostanna. Rauðkíttsostana má þekkja á hinni einkennandi lykt sem sumum finnst skyld táfýlu enda nefna gárung- arnir oft rauðkíttsostana táfýluosta. Dæmi: Chaume, Port Salut, Gamle Ole, Munster, Vac- herol, Raclette, Saint Nectaire. Ostur í smakki: Tallegio á sér langa sögu og er eflaust einn af elstu mjúku ostum Ítala. Nafnið kemur frá Val Talleggio hellunum í Bergamo þar sem enn þann dag í dag er verið að þroska þessa osta. Upprunavottun ostsins gerir það að verkum að bara má framleiða Tallegio á ákveðnum bæjum í Lombardi-héraði. Þetta er mjúkur og mildur rauðkíttsostur með sætum tónum og smá sítrónu í bragði. Þegar hann er aðeins þroskaðri finnst jafnvel bragð af trufflum. Osturinn þekkist alltaf af afgerandi stimpli á yfirborði sem er stafurinn T. Pörun: Sérrí. Sandeman Rich Golden Gerð: Sérrí. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml) Fastir og harðir ostar Harðir ostar fá áferð sína af langri geymslu. Bragðið er margbrotið og oftast eru þeir bragðmeiri en mýkri ostar. Harðir ostar verða þó aldrei lyktar- sterkir við geymslu. Sumir verða mildari með aldr- inum en aðrir sterkari og bragðmeiri. Geymslutími harðra osta getur verið afar mismunandi eða allt frá sex mánuðum til fjögurra ára. Dæmi: Parmigiano Reggiano, Grana Padano, Ouwe Jongens. Ostur í smakki: Ouwe Jongens er klassísk hollensk Gouda sem hefur verið leyft að þroskast í 16-18 mánuði. Ouwe jongens þýðir á hollensku „gamlir félagar“ sem er viðeigandi því eins og vináttan verður hann betri með tímanum. Hann er dökkgulur á lit og frekar harður undir tönn. Þetta er hágæðaostur með karamellu og hnetubragði og smá anískeim í endann. Auk þess smökkuðum við dýrindis þriggja og hálfs árs parmesanost sem reyndist afar skemmtilegur. Pörun: Létt og ávaxtarík rauðvín. Le Soleilla Petit Mars Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.790 kr. (750 ml) EiRný í búRinu Gráðaostar Gráðaostarnir gómsætu eru flóknari í framleiðslu en aðrar tegundir osta. Myglan getur verið óútreiknanleg og hana þarf að hvetja eða halda í skefjum eftir þörfum. Járnfleygum er stungið í hold ostsins til að hleypa súrefni inn svo hinar einkenn- andi bláu æðar, sem gera ostinn svo gómsætan, nái að myndast. Ostur í smakki: Gorgonzola heitir í höfuðið á þorpi á norður Ítalíu en einungis þar og í nágrenni þess er hann einmitt framleiddur. Upprunalega mátti aðeins framleiða hann í Lombardy en nú má líka framleiða hann í Piemont. Hann er yndislega kremaður, örlítið sætur en þó kryddaður og klípur létt í tunguna, sérstaklega ef þú ert svo heppin/n að finna eintak sem er aðeins við aldur. Pörun: Sæt og áfengis- rík vín eins og portvín eða Sérrí Sandeman Rich Golden Gerð: Sérrí. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml) Ostur í smakki: Gráðagóður er gráðaostur sem er fram- leiddur í Búðardal. Þegar hann kemur í bæinn fær hann hins vegar sérmeðferð hjá Búrverjum. Osturinn er lagður í Sandeman’s Old In- valid portvín í þrjár vikur sem skilar öðruvísi en frábærum gráðaosti. Pörun: Áfengisrík og sæt portvín. Sandeman’s Old Invalid Gerð: Portvín. Uppruni: Portúgal. Styrkleiki: 19,5% Verð í Vínbúð- unum: 3.999 kr. (750 ml) Ferskostar Þeir ostar sem ekki þurfa á þroskunarferli að halda eru kallaðir ferskostar. Þeir eru oftast mjúkir, stundum kornóttir í áferð og ekki bragðsterkir í eðli sínu og því tilvalið að leika sér með þá í matargerðinni. Dæmi: Rjómaostur, Ricotta, Mascarpone, Chevre, Kvarg. Ostur í smakki: Chevre Cendre er klass- ískur mjúkur geitaostur framleiddur í Loire héraði í Frakklandi. Á yfirborði hans er svört birkiaska sem verndar ostinn og gefur honum sérstakt útlit. Hinn krítarhvíti litur ostsins er einkennandi fyrir geitaosta. Þegar þú bragðar á honum færðu fyrst ferskan sítrónukeim í munninn og svo hið sérstaka geitarmjólkurbragð. Pörun: Gott er að hafa sýruhá og fersk vín en léttir óhumlaðir bjórar passa einnig vel með, kolsýran hjálpar við að hreinsa pallettuna. Kientz Gerð: Freyðivín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 2.889 kr. (750 ml) Erdinger Weissbier Gerð: Hveitibjór. Uppruni: Þýskaland. Styrkleiki: 5,3% Verð í Vínbúðunum: 526 kr. (500 ml)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.