Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 12
T il ársloka 2008 aflaði RÚV sér tekna með því að innheimta afnota-gjald. Í ársbyrjun 2009 var tekinn upp almennur skattur, útvarpsgjald. Skatturinn er ekki markaður RÚV. Á fjárlögum 2015 fær RÚV 15% hækkun framlaga frá árinu 2013 en stjórnendur fara fram á 30% hækkun sem er mun meira heldur en hækkun á framlögum til Landspítalans. Árið 2009 voru framlög til RÚV einum milljarði hærri heldur en tekjur sem ríkis- sjóður hafði af útvarpsgjaldinu. Fyrri ríkisstjórn hækkaði útvarps- gjaldið árið 2010 til þess að fá meiri tekjur inn í ríkissjóð,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, varaformað- ur fjárlaganefndar Alþingis. Reglubundin rekstrarframlög til RÚV námu 4.2-4.5 milljörðum króna á árunum 2004-2009, á föstu verðlagi. Til viðbótar þurfti að af- skrifa skuld RÚV við ríkissjóð um 625 milljónir króna árið 2006, sem svarar til ríflega 1 milljarðs króna á verðlagi 2015, til að eiginfjárhlutfall næði upp í 15% við stofnsetningu félagsins. Ráðist var í sams konar afskriftir árin 2007 og 2008, sam- tals um það bil 190 milljónir króna. Árið 2009 var afskrifaður 563 milljóna króna hlutur ríkisins sem var færður til gjalda hjá ríkissjóði. Á móti jók ríkið eigið fé RÚV um sömu fjárhæð með því að breyta uppsafnaðri skuld RÚV við ríkið í hlutafé. Samtals nema þessar af- skriftir ríflega 2 milljörðum króna á verðlagi 2015. Megintilgangur þessara aðgerða var að eiginfjár- hlutfall í nýju hlutafélagi RÚV, sem var stofnað 1.4. 2007, myndi haldast í 15%. Árið 2009 þurfti jafnframt að leggja félaginu til 570 milljónir króna í aukafjárveitingu, 716 millj- ónir króna á verðlagi 2015 þar sem eigið fé var aftur uppurið sökum rekstrarvanda. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 2015 nema framlög til Endalaus rekstrarvandi hjá RÚV Uppsafnað tap Ríkisútvarpsins á síðastliðnum 12 árum er tæplega 3 milljarðar á verðlagi ársins í ár. Útvarpsgjaldið lækkar um áramótin. Ákveðið hefur verið að Ríkisútvarpið fái allt útvarpsgjaldið á næsta ári. Framlagið er hækkað um 380 milljónir króna eða í 3.680 milljarða. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að framlagið sé of lágt til þess að þjóna því hlutverki sem RÚV er ætlað samkvæmt lögum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkisstofnanir eigi að halda sig innan fjárheimilda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, bendir á að hækkun framlaga til RÚV sé 15%. artekjur og rekstrargjöld RÚV hafa yfir 12 ára tímabil tek- ið miklum stakkaskipt- um. Þjónustutekjur af afnotagjöldum hafa hækkað um 56% frá árinu 2003 til ársins 2014 og á sama tíma hafa heildar- tekjur stofn- unar- innar aukist um 75% frá árinu 2003 til rekstrar- ársins september 2013-ágúst 2014. Á sama tíma hafa auglýs- ingatekjur einnig aukist. Rekstrargjöld stofnunarinnar hafa hækkað sömuleiðis á milli þessara ára eða um 84%. Tap RÚV fyrir árin frá 2003-2014 nemur tæplega 3.000 milljónum á verðlagi ársins 2014. Á sama tímabili hefur Ríkisútvarpið fengið liðlega 35 þúsund milljónir króna í afnotagjöld frá íslenskum neytend- um. Árið 2007, þegar Ríkisútvarpið varð hlutafélag, er uppreiknað í þessum útreikningum. Fjárheimildir ekki of lágar Að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdótt- ur, þingflokksformanns Sjálfstæðis- flokksins, er það umhugsunarefni að stofnun sem er með fjárheimild- ir á fjárlögum geti á hverju ári farið fram úr því framlagi sem henni er úthlutað. „Er það í lagi eða þarf að skoða í hverju þessi framúrkeyrsla á heimildum er fólgin? Að mínu mati þarf að kryfja rekstur RÚV í smæstu eining- ar og skoða og spyrja sig hversu mikið fjár- magn fer í fréttir, inn- lenda dag- skrár- gerð og aðra dagskrá, hvað kostar að reka stofnun sem hefur það hlut- verk að tryggja öryggi landsmanna? Ég þekki enga stofnun sem gæti ekki nýtt meira fjármagn. Við eigum að gera þær kröfur til ríkisstofnana að þær fari ekki alltaf fram úr fjárheimildum. Fjárheimildir eru lögbundnar og stofnanir í eigu ríkisins eiga að reka sig innan þeirra og ekki að geta sagt sífellt að þær þurfi meira fé. Skerðing að mati RÚV Stjórnendur RÚV telja vanda steðja að stofnuninni þar sem hlutabréf RÚV eru skráð í Kauphöll Íslands á skuldabréfamarkaði. Félagið fellur undir hlutafélagalög, eins og hvert annað einkafyrirtæki á markaði og stjórnendur bera ábyrgð sam- kvæmt sömu lögum. Stjórnendum RÚV er skylt að gera rekstraráætl- un fyrir næsta ár þar sem stofnunin er opinbert hlutafélag. Á sama tíma þarf RÚV að starfa undir opin- berum formerkjum og svara til fjár- laganefndar og fleiri aðila. „Útvarpslögin setja RÚV ákveðn- ar skyldur og þjónustusamningur við menntamálaráðuneytið fyllir frekar út í þá mynd. Í lögunum sem samþykkt voru fyrir rúmu ári, sumarið 2013, var gert ráð fyrir að útvarpsgjaldið rynni óskert til RÚV og er 19.400 krónur á þessu ári. Um leið og útvarpslögin tóku gildi var kveðið á um að dregið yrði úr umsvifum RÚV á auglýsinga- markaði og tekjuöflun þar verulega takmörkuð svo nemur um 200 milljónum króna árlega. Á sama tíma voru verkefni og skyldur RÚV aukin. Rekstraráætlanir gera ráð fyrir þessum forsendum. En RÚV fékk ekki þær tekjur sem lög gerðu ráð fyrir heldur ákvað ríkið að nota hluta útvarpsgjaldsins í annað eins og ákveðið var í fjárlögum síðasta árs. Á næstu árum er gert ráð fyrir lækkun á útvarpsgjaldinu en verk- efni RÚV og skyldur eru samt óbreytt í lögum. Kveðið er á um stóraukin innkaup innlends efnis frá sjálfstæðum framleiðendum og fjölgað í þingkjörinni stjórn RÚV, svo dæmi séu tekin. Þarna myndast því gjá á milli þess sem ríkið ákveður að RÚV eigi að gera og þess sem ríkið ætlar að leggja fram til að greiða fyrir þá þjónustu. Nýju útvarpslögin valda auknum kostnaði en í fjárlögum er framlag ríkisins miðað við út- varpslög skorin nið- ur,“ segir Magnús Geir Þórðarson út- varpsstjóri. Hagræðingaraðgerðir blasa við Útvarpsstjóri bendir á að fram- lagið sé of lágt til þess að þjóna því hlutverki sem RÚV er ætlað, sam- kvæmt lögum. Á síðasta rekstrarári hafi fyrirtækið verið rekið með 300 milljóna króna tapi og rekstur- inn hafi verið erfiður síðustu ár. „Nýir stjórn- endur komu inn í vor og tóku við rekstrinum eins og hann er eftir hag- ræðingarað- gerðir og við gerðum rekstrar- áætlun til 4 ára. Þá blasir við stjórn og stjórnendum að það þarf ígildi óbreytts útvarps- gjalds til að reka stofnunina með þeim skyldum sem lögin setja henni. Allt sem er þar fyrir neðan er skerðing. Það eru aðeins tvær leiðir til að brúa gjána, að tryggja að tekjur séu í samræmi við forsendur í útvarpslögum – eða að draga úr kostnaði með því að skerða þjónustuna. Alþingi tekur ákvörðun Alþingi er fulltrúi eigenda, setur lögin og tekur ákvarðanir hvað þetta varðar. Stjórn RÚV og ný framkvæmdastjórn hefur frá fyrsta degi talað einum rómi. Við erum að vekja athygli löggjafans á stöðunni. Vilji Alþingi halda fast í að lækka útvarpgjaldið er það þingsins að ræða og skilgreina hlutverk, verk- efni og skyldur RÚV út frá þeim fjárhagslegu forsendum. Stjórnend- ur RÚV geta ekki ákveðið upp á sitt eindæmi að sniðganga hluta laga, hvorki útvarpslaga né annarra laga. Kjósi Alþingi að skerða þjónustuna, þá þarf að fara fram stefnumótandi og pólítísk umræða um hvaða þætti þarf að velja burt. Við höfum reynt að nálgast þetta mál á heild- stæðan hátt, draga upp skýra mynd af stöðunni og gera nákvæmar og raunhæfar langtímaáætlanir,“segir Magnús Geir. A u k in g t ek n A 75 % A u k in g g jA ld A 8 4% T A P 3 .0 0 0 m il l jó n ir k r ó n A RÚV um það bil 3.680 milljónum króna og hækka um 300 milljónir króna frá árinu 2014. „Það verður að skoða þennan mikla kostnaðarauka hjá stofnun- inni, hvernig getur yfirstjórnar- kostnaður hækkað um 100 milljónir á milli ára. Er eðlilegt að stofnunin geri langa starfslokasamninga við stjórnendur? Hver er kostnaðurinn við þá? Ef hækkunin er til komin vegna stækkaðrar stjórnar þá þurfum við að minnka stjórnina sem augljóslega er allt of fjölmenn. Annað sem vekur athygli er hækk- un vegna dreifikerfis og dagskrár og framleiðslukostnaðar. Maður spyr sig hvar kemur niðurskurður- inn fram,“ segir Guðlaugur. tekjur og gjöld hafa aukist Af skoðun á ársreikningum stofnunarinnar aftur til ársins 2003 er ljóst að rekstur stofnunarinnar hefur lengi verið erfiður en rekstr- 2003-2014 Guðlaugur Þór Þórðarson. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is 12 úttekt Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.