Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 44
Það heill- aði mig hversu flókið tungu- málið er. É g talaði við Jónínu Leósdóttur eftir upplestrarkvöld á Café Rósenberg um daginn og sagði henni að hún hefði breytt lífi mínu og að ég hefði komið til Íslands eftir að hafa lesið bókina hennar,“ segir Anja Kathrin Rueß, þýsk 21 árs kona, sem ákvað að læra íslensku eftir að hún las bók- ina „Allt fínt... en þú“ sem í þýskri þýðingu heitir: „Am Liebsten Gut.“ Þetta var í árs- byrjun 2012, Anja heillaðist svo af Íslandi eftir að lesa bókina að strax næsta dag keypti hún sér bók um íslenska málfræði og er nú búsett á Íslandi. Anja lærði í barnaskóla að Reykja- vík væri höfuðborg Íslands og stutt er síðan hún lærði orðið „Eyjafjallajökull“ en annars kunni hún ekki stakt orð í íslensku þegar hún fyrir rúmum þremur árum fann fyrir löngun til að koma til Íslands, skoða landslagið og fara í gönguferðir. Hún var enn ekki búin að skipuleggja ferðalagið þegar hún rakst á þýdda skáldsögu eftir íslenskan höfund í bókabúð og síðan var ekki aftur snúið. „Þessi bók er um konu sem heitir Nína og býr í Reykjavík. Hún reynir að gera sitt besta í erfiðum að- stæðum en gerir í raun illt verra. Ég verð að viðurkenna að lýsingin á mig virkaði þannig að þetta væri létt og skemmtileg saga og það kom mér á óvart hvað sagan var djúp og snerti við mér,“ segir Anja. Heilluð af flóknu tungumálinu Tvær vikur voru í lokaprófin hennar í menntaskóla þegar hún lauk við bókina en hún lét það ekki aftra sér frá því að byrja að læra íslensku strax næsta dag. „Það er erfitt að lýsa því hvað það var sem heillaði mig svo mikið og áhuginn var ekki beint á Íslandi til að byrja með heldur tungu- málinu. Daginn eftir að ég lauk við bókina hennar Jónínu keypti ég mér kennslubók um íslenska málfræði og byrjaði að lesa. Fólkið í kring um mig gerði grín að því að ég væri orðin eitthvað biluð og sagði mér að bíða allavega þar til lokaprófin væru búin en ég bara gat ekki hamið mig,“ segir Anja. Hún kom í fyrsta skipti til Íslands þetta sama ár og var í þrjár vikur, Anja eyddi hér áramótunum þegar árið 2013 gekk í garð og flutti hingað í ágúst á þessu ári. Hún er í starfsnámi á sendiskrifstofu Evrópusam- bandins og samþættir starfið námi sínu til BA gráðu í stjórnmálafræði og stjórnun. „Ég er að klára námið í Þýskalandi og þarf að fara þangað aftur í mars til að útskrifast en síðan ætla ég að koma aftur hingað sem allra fyrst. Mér líður virkilega vel á Íslandi og finnst ég eiga heima hér.“ Það kann að koma einhverjum á óvart að flókið tungumálið hafi heillað 18 ára þýska stúlku á sínum tíma en það var einmitt þannig. „Það heillaði mig hversu flókið tungumálið er. Málfræðin er líka erfið en mér fannst þetta mjög áhugavert,“ segir Anja sem hefur nú lesið fjölda íslenskra bóka, þar af 8 bækur eftir Jónínu Leósdótt- ur sem hún segir einn af sínum uppáhalds höfundum. Fyrsta bókin sem Anja las á íslensku var bókin „Léttir“ eftir Jónínu þar sem birtast dagbókarskrif hennar á leið til í kjörþyngd og er Anja að ljúka við að lesa nýútkomna bók Jónínu, „Bara ef...“ Söknuður uppáhalds orðið Anja segir það hafa verið tilviljun að hún rakst á Jónínu á upplestrarkvöldinu en um var að ræða svokallað Bókakonfekt For- lagsins þar sem höfundar koma saman og lesa upp úr bókum sínum. „Ég fór því ég hef áhuga á íslenskum bókmenntum. Það var gaman að sjá Jónínu en ég ákvað ekki strax að fara og tala við hana. Svo rakst ég á hana þegar hún var búin að lesa upp og ég ákvað að fara og segja henni hvað bækur hennar hefðu breytt miklu í mínu lífi,“ segir Anja og tekur fram að Jónína hafi verið bæði undrandi og glöð þegar hún fékk þessar fregnir. Auk þess að lesa íslenskar skáldsögur hefur Anja lesið íslensk ljóð. Hennar uppá- halds íslenska orð er „söknuður“. „Ég er mjög hrifin af þessu orði og veit ekki alveg hvernig hægt er að þýða það í einu orði yfir á þýsku,“ segir hún. Þá finnst henni orða- tiltækið „ekki á morgun heldur hinn“ vera sérlega skemmtilegt. „Þetta eru heil fimm orð! Á þýsku segjum við bara „übermor- gen.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Las bók eftir Jónínu Leós og flutti til Íslands Anja Kathrin Rueß heillaðist af íslenskri tungu eftir að lesa bók eftir Jónínu Leósdóttur. Daginn eftir að hún lauk við bókina keypti hún sér kennslubók í íslenskri málfræði og er nú búsett á Íslandi. Fyrsta bókin sem hún las á íslensku var líka eftir Jónínu. Anja rakst nýverið á Jónínu á bókaupplestri og sagði henni hversu mikil áhrif bækurnar hefðu haft á líf sitt. Anja Kathrin Rueß var 18 ára þegar hún las þýska þýðingu bókarinnar „Allt fínt... en þú?“ eftir Jónínu Leósdóttur og ákvað strax að læra íslensku. Ljós- mynd/Hari Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is 12.980 kr Krummi 44 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.