Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 10
Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart® Mikill vöxtur var í kortaveltu útlend- inga hér á landi í nóvember, eða sem nemur um 32,5% í krónum talið frá sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands nam kortavelta erlendra ferðamanna alls 6,9 millj- örðum króna í mánuðinum saman- borið við 5,2 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka bendir á að þessi mikli vöxtur rími vel við tölur Ferðamálastofu um brottfarir útlendinga í nóvember, en þeim fjölgaði 31% á milli ára. Alls nam kortavelta Íslendinga í útlöndum 8,4 milljörðum króna í nóvember og var kortaveltujöfnuð- ur, þ.e.a.s kortavelta útlendinga að frádreginni kortaveltu Íslendinga í útlöndum, óhagstæður um tæpa 1,6 milljarða króna í mánuðinum. „Það er þó mun hagstæðari útkoma en áður hefur verið í nóvembermánuði, að nóvember 2008 undanskildum, segir Greiningin og bætir því við að það sé ekki nýtt að kortaveltu- jöfnuðurinn sé óhagstæður þrátt fyrir að ferðamannajöfnuðurinn sé hagstæður, „enda eyðir hver Ís- lendingur mun meira í útlöndum en hver erlendur ferðamaður gerir hér á landi.“ Kortaveltujöfnuður hefur aldrei verið eins hagstæður og nú. -jh  Ferðamenn aukin kortavelta sýnir hraðan vöxt Ferðaþjónustu „Strauja“ kortin í gríð og erg Gjaldeyrisstreymi vegna erlendra ferða- manna hefur aldrei verið meira en á árinu sem er að líða. v erð á hráolíu hefur lækk-að lygilega síðustu mán-uði, en frá miðju ári hefur olíuverðið lækkað í kringum 49%. Þegar þetta er skrifað [á þriðjudag] stendur verð á Brent hráolíu í 59,3 USD tunnan og hefur það ekki verið lægra síðan á miðju ári 2009,“ segir Greining Íslandsbanka. „Síðustu ár virðist olíuverð hafa átt sér ákveðið gólf í kringum 100 USD tunnan. Ef marka má erlendar fréttir virðast hins vegar margir sérfræðingar þessa dagana álíta að hið nýja gólf verði í kringum 60 USD tunnan. Verðið gæti þó leitað enn lengra niður, náist ekki samstaða meðal OPEC ríkjanna um að draga úr framboði,“ segir enn fremur. Greiningardeildin rekur síðan ýmsar kenningar um ástæður lækk- unar olíuverðs á alþjóðlegum mörk- uðum en víkur síðan að horfum á næstunni og hvaða þýðingu lækkun olíuverðs hefur hér á landi. „Verð olíu á framvirkum mark- aði hefur haldið áfram að lækka á síðustu vikum. Framvirkt verð í desember á næsta ári er nú um 10% lægra en fyrir viku síðan og um 14% lægra en fyrir tveim vikum síðan. Það er því allt útlit fyrir að olíuverð haldist lágt áfram, í það minnsta hlýtur að teljast ólíklegt að það fari aftur yfir 100 USD tunnan alveg á næstunni. Verðlækkanir á innfluttri hrávöru hafa alla jafnan svipuð áhrif á hag- kerfið og skattalækkanir þar sem lægra verð á nauðsynjavöru eyk- ur rými til kaupa á annarri vöru. Áhrifin geta því orðið til aukinnar einkaneyslu. Erfitt er að spá fyrir um áhrifin hér heima. Markaðsverð eldsneytis hefur lækkað töluvert á síðustu vikum en þó ekki jafn mikið og við sjáum erlendis. Lækkað verð- lag til neytenda verður hins vegar aldrei í prósentutölum jafn mikið og verðlækkun á hráolíu. Í fyrsta lagi er auðvitað krónutöluskattur á elds- neyti og hins vegar þurfa olíufélögin að standa undir ákveðnum föstum kostnaði sem breytist ekki þó olíu- verð lækki. Það má þó leiða líkur að því að enn sé töluvert svigrúm til lækkunar eldsneytis hér heima,“ segir greiningardeildin. Deildin víkur síðan að því hvaða áhrif lækkun olíuverðs hafi á ferða- þjónustuna, þá atvinnugrein sem hefur verið í mestum vexti hérlend- is, mikilvægustu grein þjóðarbúsins hvað gjaldeyrissköpun varðar. Hún telur að lækkun eldsneytisverðs geti haft þó nokkur áhrif á greinina. „Í fyrsta lagi má búast við því að verð á flugi lækki þar sem dragi úr sér- stöku eldsneytisgjaldi. Í annan stað þá getur eldsneytisverð haft áhrif á mat félaga á arðsemi einstakra flug- leiða. Með öðrum orðum má segja að hugsanlega verði einhverjar flug- leiðir héðan og hingað arðsamar sem voru það ekki áður með tilheyr- andi áhrifum á ferðamannafjölda...“ „Lágt olíuverð hefur væntanlega jafnframt einhver jákvæð áhrif á af- þreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu sem nota mikið eldsneyti, svo sem jeppa- og snjósleðaferðir, þar sem eldsneytiskostnaður er væntanlega stærsti kostnaðarliður þeirra ásamt rekstrarkostnaði í formi afskrifta vegna árlegrar notkunar tækja.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  eldsneyti „lygileg lækkun á verði hráolíu“ Lægra olíuverð hefur áhrif á atvinnugreinar hérlendis, ekki síst jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna, þá grein sem aflar mests gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Verðlækkun á hráolíu á erlendum mörkuðum hefur verið lygileg, að mati Greiningar Íslandsbanka. Verðið hefur lækkað um 49% frá miðju ári. Enn svigrúm til lækk- unar eldsneytisverðs Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Opið til 22 í kvöld www.icewear.is ÞINGHOLTSSTRÆTI, REYKJAVÍK - HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI LOÐSKINN STÓRLÆKKAÐ VERÐ TIL JÓLA! BERG Hanskar úr lambaskinni kr. 7.350 KVÍSL Hanskar úr lambaskinni kr. 12.900 7.900Tilboð 5.990Tilboð 10 fréttir Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.