Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 110

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 110
110 bækur Helgin 19.-21. desember 2014  RitdómuR EnglaRyk Bók BjöRgólfs mEst sElda ERlEnda Bókin  RitdómuR táningaBók siguRðaR PálssonaR Þ á er það komið, þriðja og síðasta bindið af endurminningaverki Sigurðar Pálssonar ljóðskálds. Fyrri bækurnar tvær, Minnisbók og Bernskubók komu út 2007 og 2011. Í Táningabók segir Sigurður af tánings- árum sínum í Vesturbæ Reykjavíkur á sjöunda áratugnum. Landsprófi lauk hann eftir nám í Hagaskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967. Glíman við minnið er endurtekið stef í bókunum þremur og sú glíma er sér- lega heillandi: „Í veruleikasköpun sinni velur minnið úr og endurraðar. Auk þess á ég því láni að fagna að geta bæði munað og gleymt. Hið síðara er ekki síðra en hið fyrra. Að geta gleymt, að leyfa andlegum töflusvampi að þurrka út ýmislegt krafl á töflu minnisins.“ (135) Höfundur Táningabókar hefur val- kvætt minni og veltir sér ekki upp úr því sem er neikvætt eða leiðinlegt. Hann skrifar til dæmis svo fallega um alla samferðamenn sína að það er engu líkara en að hann hafi bara kynnst einstökum ljúfmennum á lífsleiðinni. Það er þó ólíklegt að það sé þannig, auðvitað velur hann úr það jákvæða, oft fyndna, til umfjöllunar, enda leggur Sigurður sig mjög fram um að skemmta lesendum sínum. Þannig teiknar hann sjálfan sig sem táning alltaf sem svolítinn kjána, lágvaxinn og hvatvísan, en sam- ferðamenn hans eru gáfaðir, listrænir og hreint ótrúlega hæfileikaríkir. Og marga þess- ara manna þekkjum við, þjóð- kunna menn á borð við Vilmund Gylfason, Pétur Gunnarsson, Hrafn Gunnlaugsson og fleiri. Vesturbærinn fyrir hálfri öld síðan, M.R. fyrir hálfri öld síðan, fólkið, skemmtistaðirnir, allt stendur þetta svo ljóslifandi, framandi og kunnuglegt í senn, eins og höfundur hafi hreinlega skotið okkur lesendum sínum í gegnum rúm og tíma. „Er hægt að lýsa því hvað það er kjánalegt að vera fjórtán, fimmtán, sextán ára? Ég held varla. Samt skal ég reyna,“ (122) segir höfundur Táninga- bókar og lýsir því svo hvernig það er að vera táningur, af slíkum skilningi og næmi að annað eins hefur ekki sést. Táningslýsingu sína kryddar hann með fjöldanum öllum af sögum. Fróð- legum sögum, fallegum sögum, drep- fyndnum sögum. Aðdáendur skáldsins Sigurðar fá líka sitthvað fyrir sinn snúð í Táningabók, þar sem allmörg kvæði eftir hann eru birt og sagt frá því hvað kveikti hugmyndirnar að baki þeim – og það sem er kannski mikil- vægast, það er sagt frá áhrifavöldum hans og innblæstri og því hvernig ljóð- skáldið Sigurður Pálsson varð til. P.S. Ég biðst afsökunar á þessu óhóflega stjörnuregni, sem sýnir náttúrlega það sem er löngu vitað, að íslenskir gagnrýnendur eru skít- hræddir við að styggja rithöfunda og sletta því bara fimm stjörnum á línuna. Nei, í alvöru, Sigurður Pálsson er sennilega skemmtilegasti maður á Íslandi og Táningabók er frábær bók. Það er dagsatt. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Að muna bæði og gleyma „Sagan fjallar um jólin í einfaldleika sínum og fegurð,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Steinunn er höfundur bókarinnar Jólin hans Hallgríms, fyrstu barnabókarinnar um Hallgrím Pétursson, sem kom nýverið út. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og hlaut meðal annars fjórar stjörnur hjá Lauf- eyju Pálsdóttur, tíu ára ritdómara hér í Fréttatímanum. Í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. „Bókinni er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn í bernsku Hallgríms, þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu,“ segir Steinunn. Bókin er ríkulega myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. Í myndum hennar er Hallgrímur í fyrsta sinn málaður sem barn. Sömuleiðis er stórfjölskyldu Hallgríms í Gröf á Höfðaströnd gerð skil í myndum í fyrsta sinn. Þess má geta að jólasýning Þjóðminjasafnsins í ár byggir á myndum Önnu og Jólunum hans Hallgríms. Á sýningunni er sett upp baðstofuhorn með gripum sem börn mega snerta og leika sér að auk þess sem myndir Önnu prýða veggina. Skemmtileg innsýn í bernsku Hallgríms Ein af óvenjulegri bókunum í jólabókaflóðinu að þessu sinni er Hvar er Mómó? Þetta er ljósmyndabók eftir Andrew Knapp en í henni eru birtar myndir af hundi höfundarins, Mómó, sem hefur gaman af að fela sig. Lesendur geta svo skemmt sér við að leita að Mómó á síðum bókarinnar – ekki ósvipað og í Hvar er Valli?-bókunum. Tilvalin skemmtibók á kaffiborðið – ekki síst fyrir yngstu kyn- slóðina. Amazon útnefndi bókina á dögunum þá bestu í flokknum Arts & Photography á árinu. Mómó er hinn nýi Valli Skáldsagan Englaryk fjallar um unglingsstúlkuna Ölmu og fjölskyldu hennar. Sú fjöl- skylda glímir við sérkenni- legt vandamál, en Alma hef- ur nefnilega nýverið gerst ákaflega trúuð. Í sumarfríi á Spáni varð hún fyrir sterkri trúarlegri reynslu, hitti sjálf- an Jesú Krist og „frelsaðist“ eins og það er kallað. Hin bjargfasta trú á það að Frelsarinn sé með henni í daglegu lífi, hún geti rætt við hann og að hún verði ennfremur að breyta eins og hann veldur töluverðum usla innan fjölskyldunnar og í bæjarfélaginu þar sem Alma býr. Hún umgengst til að mynda drykkjusjúklinga og gerir sig „bersynduga“ með því að sofa hjá strák og segja svo öllum frá því, en það er of mikið, jafnvel fyrir skilningsríkasta fólk. Til þess að bjarga sjálfri sér fer fjölskyldan í sam- talsmeðferð til geðlæknisins Snæfríðar Björnsdótt- ur. Hjá henni horfast fjölskyldumeðlimir í augu við sjálfa sig og hver annan og grímur taka að falla. Alma afhjúpar með trú sinni og breytni, eins og Jesús. Höfundur hittir naglann á höfuðið þegar hún fjallar um trú einstaklingsins sem síðasta tabúið í samfélaginu. Það verður sífellt minna vesen að koma út úr skápnum með alla hluti, ýmiss konar sjúkdóma og erfiðleika, en trúin er feimnismál. Saklaus og pen þjóðkirkjutrú þykir kannski í lagi, en „ofsatrú“ er litin hornauga. Sá sem hefur einnig fjallað um þetta í íslenskum bókmenntum er Ísak Harðarson, hann á sérlega eftirminnileg ljóð um tabúið sem trúin er í samtímanum. Guðrún Eva skrifar bæði áreynslulausan og fallegan stíl. Það er líka einhver sjaldséð viska í þessari bók og djúpur skilningur á mannlegu eðli. Tilfinningin sem helst situr eftir þegar maður hefur lokið við að lesa er sú að það sé eiginlega allt fallegt við bókina. Stíllinn, söguefnið, kápan. Eftirbragð Englaryks er einstaklega gott og það hverfur sennilega ekki í bráð. -þhs Síðasta tabúið  táningabók Sigurður Pálsson JPV útgáfa, 2014, 288 s.  Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir JPV útgáfa, 262 s. Íslendinga hefur greinilega verið farið að þyrsta í nýja bók eftir Camillu Läckberg því Ljónatemjarinn er aðra vikuna í röð í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Í öðru sæti er DNA Yrsu Sigurðardóttur og Kamp Knox Arnaldar Indriða- sonar er í þriðja sæti. Bók Eggerts Þórs Bern- harðssonar, Sveitin í sálinni, nýtur áfram mikilla vinsælda og hoppar úr sjöunda sæti í það fimmta. Mest selda erlenda bókin er bók Björgólfs Thors Björgólfssonar, Billions to Bust - and Back. Mest selda ljóðabókin er Enginn dans við ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur en hún fékk einmitt fimm stjörnur í gagnrýni Fréttatímans á dögunum. Steinunn Jóhannes- dóttir. Guðrún Eva Mínervudóttir. Sigurður Pálsson. Ég biðst afsökunar á þessu óhóflega stjörnu­ regni, sem sýnir náttúrlega það sem er löngu vitað, að íslenskir gagn­ rýnendur eru skít­ hræddir við að styggja rithöfunda og sletta því bara fimm stjörnum á línuna. Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir enda ber hún emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Skeiðin fæst eingöngu í verslun Guðlaugs á Skólavörðustíg. Hönnun: Hanna S. Magnúsdóttir Smíðuð úr 925 sterling silfri Jólaskeiðin 2014 Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 68 ár í 90 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.