Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 88
88 heilsa Helgin 19.-21. desember 2014
Náðu tökum á kvíða,
fælni og áhyggjum
Mismunandi birtingarmyndir kvíða
Ofsakvíði: Ofsakvíði einkennist af
fyrirvaralausum kvíðaköstum, þar
sem mikil skelfing grípur um sig ásamt
sterkum líkamlegum einkennum eins
og svima, örum hjartslætti og and-
þyngslum. Fólk fer að óttast þessi köst
og mögulegar afleiðingar þeirra. Í raun
er um eðlilegt kvíðaviðbragð líkamans
að ræða sem fólk túlkar á versta
veg en við þessa neikvæðu túlkun
magnast kvíðinn upp. Stundum fer fólk
að forðast aðstæður þar sem hætta
getur verið á kvíðaköstum og nefnist
það víðáttufælni. Um 5% fólks þjást af
ofsakvíða einhvern tímann á ævinni og
þar af eru tvöfalt fleiri konur en karlar.
Þráhyggja og árátta: Þráhyggja og
árátta er hamlandi kvíðaröskun sem
einkennist af þrálátri og tímafrekri
þráhyggju og áráttu. Áætla má að 2-3%
fólks fái vandann einhvern tímann á
ævinni, en það samsvarar tæplega
10.000 Íslendingum.
Þráhyggja vísar til óboðinna og
áleitinna hugsana, hvata eða ímynda,
sem algengast er að snúist um smit (t.d.
að smitast við það að snerta peninga),
efasemdir (t.d. hvort slökkt hafi verið á
eldavélinni), hryllilegar eða ofbeldis-
fullar hvatir (eins og að skaða barnið
sitt) eða kynóra. Fólk þróar með sér
áráttur til að draga úr kvíðanum sem
þráhyggjunni fylgir eða koma í veg fyrir
að eitthvað slæmt gerist.
Árátta felur í sér síendurtekið atferli
eins og að þvo sér um hendurnar, tékka
á, eða raða hlutum. Hún getur einnig
verið framkvæmd í huganum til dæmis
með því að telja, endurtaka orð eða
biðjast fyrir. Fólk gerir sér grein fyrir
að þráhyggjan eða áráttan er meiri en
eðlilegt er, skammast sín oft og á því
oft erfitt með að leita sér aðstoðar.
Algengt er að fólk óttist að vera álitið
brjálað greini það frá því sem það er að
upplifa en í raun eru um kvíðaröskun að
ræða sem hægt er að komast yfir.
Afmörkuð fælni: Afmörkuð fælni er
ein algengasta kvíðaröskunin, en jafn-
framt sú kvíðaröskun sem fæstir leita
sér aðstoðar við. Rannsóknir benda til
að 7-11% fólks fái hana einhvern tímann
á ævinni en einungis 12-30% fólks leita
sér aðstoðar vegna hennar. Auk þess að
vera afar algengur vandi er þetta jafn-
framt sú kvíðaröskun sem auðveldast er
að ná tökum á og er árangur hugrænnar
atferlismeðferðar mjög góður. Til eru
nokkrir flokkar afmarkaðrar fælni, svo
sem dýrafælni, umhverfisfælni (hræðsla
við myrkur, vatn, þrumuveður o.s.frv.),
aðstæðabundin fælni (t.d. keyra, fljúga),
blóð- og sprautufælni og fleira.
Félagsfælni: Sá sem er haldinn
félagsfælni þjáist af þrálátum kvíða
við félagslegar aðstæður þar sem fólk
óttast að koma illa fyrir og að aðrir
myndi sér neikvæða skoðun á því. Fólk
forðast þessar aðstæður eða þraukar
þrátt fyrir mikinn kvíða. Dæmi um
slíkar aðstæður getur verið að þurfa að
tjá sig fyrir framan aðra, mæta í veislur
og kynnast nýju fólki, tala við yfirmenn,
halda erindi eða spila á tónleikum.
Vandinn þarf að há fólki verulega í
daglegu lífi til að um félagsfælni sé
að ræða. Félagsfælni er algengasta
kvíðaröskunin og hrjáir um 12% fólks.
Félagsfælni getur leitt til þunglyndis.
Heilsukvíði: Hér óttast fólk að vera
haldið alvarlegum sjúkdómi eða
veikjast alvarlega þrátt fyrir að niður-
stöður læknisrannsókna bendi til að
fólk sé líkamlega hraust. Fólk fær
þrálátar áhyggjur af heilsunni og grípur
til alls kyns öryggisráðstafana eins
og að leita endurtekið til lækna, lýsa
einkennum fyrir öðrum og fylgjast með
líkamsástandi sínu.
Heimild: Kvíðameðferðarstöðin. Á
www.kms.is er hægt að nálgast nánari
upplýsingar um kvíða sem og úrræði
og meðferðir sem byggja á hugrænni
atferlismeðferð.
Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bók-
inni „Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum“ eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlis-
meðferðar sem borið hafa sérlega góðan árangur við kvíða, svo sem kvíðaköstum, áhyggjum,
heilsukvíða, þráhyggju og áráttu, fælni og félagskvíða.
Ný sjálfs-
hjálparbók
sem á
erindi til
allra sem
vilja draga
úr kvíða,
streitu og
áhyggjum
í daglegu
lífi.
H öfundur bókarinnar er Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri
Kvíðameðferðarstöðvarinnar, en
hún er einnig formaður Félags
um hugræna atferlismeðferð. Hún
hefur lokið sérnámi í hugrænni at-
ferlismeðferð og sérfræðingsviður-
kenningu í klínískri sálfræði. Út-
gáfufyrirtækið Edda sér um útgáfu
á bókinni.
Vildi auka aðgengi almennings
að fræðsluefni um kvíða
„Það hefur alltaf verið markmið
okkar hjá Kvíðameðferðarstöðinni
að bæta aðgengi almennings að
fræðslu um kvíða því það er hægt að
ná svo góðum tökum á vandanum
ef fólk fær bara smá leiðbeiningar,“
segir Sóley Dröfn. Sóley Dröfn seg-
ir að bókin ætti að henta öllum sem
vilja sjálfir vinna í því að draga úr
hvers kyns formi kvíða í daglegu
lífi. „Í henni er fræðsla um kvíðavið-
bragðið og einkenni þess, lesendum
gefst færi á að kortleggja kvíðann
hjá sér og svo set ég fram leiðbein-
ingar um hvernig sigrast megi á
vandamálinu.“ Bókin er jafnframt
hentug fyrir aðstandendur sem
vilja kynna sér einkenni kvíða bet-
ur, sem og fagfólk sem vill skerpa á
þekkingu sinni.
Hugræn atferlismeðferð
Notast er við hugræna atferlismeð-
ferð í bókinni en í henni felst að
skoða hugarfar og atferli fólks. „Með
hugrænni atferlismeðferð er reynt að
hafa áhrif á hugarfar sem vekur upp
kvíða. Meðferðin felst meðal annars í
því að prófa þær hugmyndir sem fólk
hefur um hættu þannig að það kom-
ist að raun um að hættan er minni en
það heldur. Mikilvægast er að forð-
ast ekki þá hluti eða aðstæður sem
vekja upp kvíða, heldur á fólk frekar
að sækjast í það sem vekur kvíða þar
til það er orðið algerlega sannfært
um að engin hætta sé á ferðum og
kvíðinn í aðstæðunum orðinn nær
enginn,“ segir Sóley Dröfn.
„Náðu tökum á kvíða, fælni og
áhyggjum“ er skýr og aðgengileg
sjálfshjálparbók fyrir alla þá sem
vilja draga úr og ná tökum á kvíða
og áhyggjum í daglegu lífi.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Margnota augnhitapoki
Augnhvílan er auðveld í notkun og vermir í 10 mínútur í hvert sinn.
Hún er einfaldlega hituð í 30 sekúndur í örbylgjuofni og lögð yfir augun.
Fæst í apótekum Lyfju og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag
með reglulegu millibili hefur hún
jafnan jákvæð áhrif á eftirfarandi:
• Hvarmabólgu (Blepharitis)
• Vanstarfsemi í fitukirtlum
• Augnþurrk
• Vogris
• Augnhvarmablöðrur
• Rósroða í hvörmum/augnlokum
Önnur einkenni sem augnhvílan getur
dregið úr og eru tengd augnþurrki:
• Útferð í augum
• Þreyta í augum
• Rauð augu
• Óskýr sjón
• Brunatilfinning í augum
• Aðskotahlutstilfinning
• Erting í augum
Augnhvilan
Skemmtileg
jólagjöf!