Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 122

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 122
Frímann Gunnarsson leyfir loftinu að leika um beran kroppinn á Skólavörðu- stígnum á fimmtudag. Mynd/Hari  Dansáhugi Einstakt framtak á skólavörðustíg VIVID er nýtt íslenskt dansverk eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur, sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 28. desember. Undanfarnar vikur hefur farið fram söfnun á Karolinafund til þess að fjármagna laun listafólksins sem stendur að verkinu. Þjóðleikhúsið sér verkefninu fyrir húsnæði, ljósahönnuði og sýningarstjórn og ákvað hópurinn því að efna til þessarar fjáröflunar. Lífskúnstnerinn Frímann Gunnarsson lét ekki sitt eftir liggja og ákvað að styrkja sýninguna með óvenjulegum hætti. f agurkerinn Frímann Gunn-arsson er mikill dansáhuga-maður og brá á það ráð að labba nakinn niður Skólavörðustíg til styrktar verkefninu. Það var brugð- ið á það ráð að fá fyrirtæki til þess að kaupa auglýsingaskilti sem Frí- mann labbaði með og rann féð beint til hópsins sem stendur að VIVID. En af hverju að ganga nakinn? „Jah, það er nú það. Það var nú einfaldlega þannig að einu sinni sem oftar leituðu til mín ungir listamenn í vanda og í þetta sinn ákvað ég að láta til mín taka. Mig hefur alltaf langað til að verða dansari því ég hef frábæran limaburð og þröngar dans- buxur klæða mig einstaklega vel, því rann mér blóð til skyldunnar,“ segir Frímann, en hann og Gunnar Hans- son, leikari og eiginmaður Unnar Elísabetar, eru bundnir tryggðar- böndum. „Þessi hugmynd kom alveg frá sjálfum mér, kannski í smá stundar- brjálæði, en mér fannst þurfa að gera eitthvað róttækt til þess að bjarga þessu listaverki, svo var ég líka ný- búinn að missa nokkur kíló og var nokkuð stoltur af því. Kannski spil- aði það inn í.“ Var þetta kannski eitthvað sem þú bjóst ekki við að þurfa að gera? „Ég viðurkenni reyndar að ég bjóst nú ekki við því að þetta yrði að veruleika. En nú viðurkenni ég að ég stórsé eftir þessu! Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég stakk upp á þessu. Það er desember og stórhríð annan hvern dag, segir Frímann. En svo er svo skrýtið að það leynist líka einkennileg tilhlökkun inni í mér. Það er eitthvað sem segir mér að ég muni fá talsverða ánægju út úr því að finna loftið leika um beran kropp- inn... og ég hef talsverðar áhyggjur af þessum kenndum.“ „En þar sem ég get ekki bakkað út úr þessu héðan af þá bendi ég á hversu táknrænt þetta er fyrir stöðu listamannsins í nútímanum. Hann er nakinn gagnvart markaðsöflunum. Hann þarf að selja sig og líkama sinn til þess að geta framið sína list. Þeg- ar maður hugsar um þetta á þennan hátt þá er þetta auðvitað svakalega beittur gjörningur sem vonandi vek- ur almenning til umhugsunar. En auðvitað mun almúginn ekki skilja þetta, hann vill bara graðhestarokk og kókópöffs. Ég er vanur því að fólk skilji mig ekki,“ segir Frímann. Er þetta eitthvað sem þú getur hugsað þér að gera aftur? „Það fer eftir því hvernig þetta fer hvort ég muni gera eitthvað slíkt aft- ur. Fyrstu viðbrögð mín eru: Aldrei. Ekki einu sinni til að bjarga lífi mínu. En svo ef ég hugsa betur um það þá myndi ég líklega gera það... þ.e. til að bjarga lífi mínu. Og reyndar líka ef ég fengi tækifæri til að setjast niður með Dame Margaret Thatcher og Sir Winston Churchill yfir tebolla og brauðsneið með agúrku. En það eru auðvitað ekki miklar líkur á því.“ Ertu kominn í jólaskap? „Nei, ég get ekki sagt það, þetta er ekki minn uppáhaldstími á árinu. En ef ég kemst yfir breska ávaxtaköku og púrtvín þá get ég látið fara vel um mig í hægindastólnum og beðið þess að þessi ósköp líði hjá,“ segir Frímann Gunnarsson listunnandi. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Frímann gerir allt fyrir listina  Bækur forlagið BrEgst við vinsælDum Bókarinnar öræfa Neyðarprentun á bók Ófeigs „Eftir að Öræfi hlaut verðlaun bóksala hefur hún mokast út úr búðum. Ég rétt náði að koma inn neyðar-endurprentun,“ segir Eg- ill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Bók Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, hefur notið mikilla vinsælda í jóla- bókaflóðinu. Óhætt er að tala um hann sem spútnik-höfundinn þetta árið. Öræfi situr í fjórða sæti bók- sölulista Félags íslenskra bókaút- gefenda og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í vik- unni var hún valin besta skáld- sagan meðal bóksala. Dómar hafa verið afar jákvæðir og fékk bókin til að mynda fjórar stjörnur í gagn- rýni Fréttatímans. Fáheyrt er að forleggjarar panti endurprentun á bókum svo skömmu fyrir jól. „Ætli þetta sé ekki í fyrsta skipti á ferlinum sem ég panta endurprentun svo seint í jólavertíðinni,“ segir Egill. Starfs- fólk prentsmiðjunnar Odda brást við með hraði og verður nýja upp- lagið komið í verslanir um helgina. Alls hefur því bók Ófeigs verið prentuð í um tíu þúsund eintökum. Ólíklegt verður að teljast að nokkur hafi séð þær vinsældir fyrir. -hdm Bók Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, hefur notið fádæma vinsælda í jólabókaflóðinu. Alls hafa verið prentuð um tíu þúsund eintök af henni. Mozart við kertaljós Hinir árlegu kertaljósatónleikar Camerarctica verða haldnir í fjórum kirkjum á höfuðborgar- svæðinu nú rétt fyrir jólin. Camerarctica hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Tónleikarnir verða sem hér segir: Hafnarfjarðarkirkju föstu- dagskvöldið 19. desember, Kópavogskirkju laugardagskvöldið 20. desember, Garðakirkju sunnudagskvöldið 21. desember og Dómkirkj- unni í Reykjavík mánudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21. Aðgangseyrir er kr. 2.500.- og kr. 1.500.- fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. Megas flytur Jesúrímur Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur, í Gym & Tonic á Kex Hostel að öðru sinni í kvöld, föstudags- kvöld, 19. desember, klukkan 20.30. Sauðrekarnir er hljómsveit leidd af Herði Bragasyni organista og inniheldur hún m.a. meðlimi Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og hljómsveitanna Hr. Ingi R., Júpiter, U.X.I. og Tríó Sunnu Gunnlaugs. Jólahönnunarmarkaður í Hafnarhúsinu Popup verslun heldur upp á hátíðarnar með veigamiklum jólahönnunarmarkaði í porti Hafnarhússins nú um helgina, 20.-21. desember. Mismunandi blanda hönnuða verður um helgina og því verður margt að velja úr um í jólapakkann í ár. Reykjavík Fashion Festival mun kynna há- tíðina sína sérstaklega, Reykjavík Roasters setur upp kaffihús, Blóma náttúra verður með blómaskreytingar, jólavættir og góðir tónar verða einnig á staðnum. Meðal hönnuða sem sýna vörur sínar eru Amie, Bara, Deathflower, ErlaGísla, Fluga, Gling Gló, Gust, Ildem, IngaSol, Kalda, Markrún, Marý, Pastelpa- per, RFF og Rimmbamm. Opið verður frá klukkan 11 til 17, báða dagana. Högni syngur jólalög Högni Egilsson treður upp í Mengi, Óðins- götu 2, á sunnudagskvöld klukkan 21. Þar ætlar hann að syngja jólalög á sinn sér- staka hátt og leggja sitt af mörkum til að skapa jólastemninguna í 101. fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri 122 dægurmál Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.