Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 105
Helgin 19.-21. desember 2014 matur & vín 105
Grænar heilar baunir
vafðar í eggaldin
Einn pakki af heilum grænum baunum
dugar fyrir um það bil sex manns. Baun-
irnar eru snöggsoðnar í bullsjóðandi vatni
með miklu salti. Þegar þær eru orðnar
vel mjúkar skal setja í ísvatn og til hliðar.
Skerið eggaldin í þunnar sneiðar og bakið
með ólívuolíu og salti á bökunarplötu við
220° í um það bil 10-15 mínútur þar til
sneiðarnar verða gullbrúnar. Látið kólna.
Vefjið svo sirka 6-8 baunir inn í eggaldinið.
Hægt er að bera það fram kalt eða hita
ofninn í 200°og hita í stuttan tíma.
Cumberland sósa
(köld)
Notið börk af einni sítrónu og einni
appelsínu, gott er að nota kartöfluskræl-
ara. Geymið safann úr ávöxtunum. Sjóðið
börkinn í vatni í um það bil fimm mínútur
til að losna við beiska bragðið.
2 dl af púrtvíni, 2 dl. af gæsasoði og 3 msk
af rifsgeli er soðið rólega saman. Sjóðið
niður um þriðjung og bætið svo berkinum
og safanum úr appelsínunni út í. Sjóðið
aðeins lengur og smakkað til með sítrónu-
safa og salti og pipar. Látið sósuna kólna
áður en hún er borin fram.
Sætkartöflusalat
Sætar kartöflur eru skornar með hýðinu,
hver sneið er um það bil 2 cm á þykkt.
Bakið með olíu og salti við 220° í um það
bil 15-20 mínútur. Á meðan er appelsínu-
safa, rifnu engifer, sérríi, ediki, smá kanil
og hlynsýrópi blandað saman. Þegar sætu
kartöflurnar koma úr ofninum er leg-
inum helt yfir. Gott er að setja steinselju,
kóríander, rúsínur, ristaðar pekanhnetur í
salatið. Smakkið til með salti og pipar.
Sveppasósa
Blanda af villtum sveppum bleytt með
heitu vatni. Venjulegir sveppir steiktir í
smjöri ásamt einum lauk, fínsöxuðum.
Bætið svo við villtu sveppunum og soðinu
af þeim, kjúklingasoði og þykkið með
smjörbollu. Smakkið til með rjóma, salti
og pipar.
Vopnafjarðar hangikjötið skapar
sannkallaða hátíðar- og
jólastemmningu enda sérvalið
og sérverkað fyrsta flokks
lambakjöt að austan.
Vopnafjarðar hangikjötið fæst í verslunum Krónunnar um land allt
SÉRVALIÐ OG SÉRVERKAÐ
VOPNAFJARÐAR
HANGIKJÖT
Eplin eru skræld og skorin í þunna geira. Sveppirnir eru
skornir í bita.
Steikið villigæsalifrina í ólífuolíunni, kryddið með salti og
pipar.
Bætið ögn af olíu á pönnuna og kryddið hana með kanel.
Kryddið sveppina með timian, salti og pipar og steikið þá
í 3 - 5 mín.
Leggið 3 - 4 eplageira á hvern disk. Þá eru sveppirnir settir
á eplageirana og svo villigæsalifrarnar. Fengið af skotvis.is.
Villigæsalifur með
villisveppum og eplum
V illigæsalifur er einstaklega ljúffengur réttur, ekki síst sem forréttur og er það miður
hvað allt of margir veiðimenn nýta sér
hana ekki. Það sem er skemmtilegt við
þessa tilteknu uppskrift er að í henni
eru einnig notaðir villisveppir. Best er
að nota kónga-, lerki- eða furusveppi.
Það sem þarf í þennan
bragðgóða rétt er:
300 gr. villigæsalifur
150 gr. villisveppir
2 gul epli
2 msk ólífuolía
timian
kanel
salt og pipar