Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 30
From the writings of an Icelandic humourist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian meldon d’arcy “Long esteemed as a leading stylist and humorist, Thórdarson is a peculiar mixture of paradoxical traits: a clear and keen intellect and a singularly gullible nature. He was an avowed Communist, but inasmuch as he accepted the concept of life after death, he denied materialism. Above all, he was a firm believer in ghosts, which he ‘felt’ everywhere around him. For a time, he became a theosophist, practiced yoga, and even wrote a book on the subject. In addition, he remained one of the most ardent Esperantists in Iceland. Through all his diverse interests could be seen a man who was, basically, an honest seeker after truth, although, politically, he seemed to have found it once and for all. Thórdarson wrote essays, biographies, poetry and autobiographical works. His eccentricity, crowned with a brilliant style and an ever present humor, which he frequently pointed at himself, resulted in some of the most original and unique works of modern Icelandic literature.” Hallberg Hallmundsson From An Anthology of ScAndinAviAn literAture ISBN 978-9935-9118-2-7 9 789935 911827 An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by HALLBERG HALLMUNDSSON and JULIAN MELDON D’ARCy Of Icelandic Nobles & Idiot Savants Reykjavík 2014 O f Icelandic N obles & Idiot Savants Translated by: H . H allm undsson and Julian M . D ’A rcy 2014 Also published by BRÚ: The funniest chapters from the writ­ ings of Mr. Thórdarson, along with the most daring, as for example his letter to a Nazi from the year 1933. The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pét urs son, Jónas Hall­ grímsson, Stephan G. Stephans­ son, Einar Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more. Of Icelandic Nobles is 217 pages and Potpourri is 243 pages Translations and biographies by Hallberg Hallmundsson Of Icelandic Nobles & Idiot Savants An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian Meldon D'Arcy Distributed by Forlagið – JPV. The books are available in all of the bigger bookshops A Potpourri of Icelandic Poetry Through Eleven Hundred Years Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is við áttum von á þriðja barninu svo við ákváðum að flytja aftur heim,“ segir Ragnheiður en ferð fjölskyld- unnar heim var vægast sagt ævin- týraleg. „Við fórum heim með Gull- fossi og barnið fæddist á leiðinni heim í algjörlega brjáluðu veðri. Ég var svo hrædd því ég hélt að skipið væri að farast. En ótrúlegt en satt þá fannst ljósmóðir um borð og hún hjálpaði mér að koma þessum yndis- lega fallega strák í heiminn.“ Drengurinn fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og þurfti að fara beint á spítala þar sem hann var meira og minna til sex mánaða aldurs. „Það var hrikalega erfitt. Ég fékk ekki að gefa honum móðurmjólkina og bara varla snerta hann. Þetta var svo ómanneskjulegt að ég hef aldrei vitað annað eins. Þetta hafði það mikil áhrif á mig að ég varð ólétt um leið aftur. Þannig að þrír yngstu drengir okkar, Þorvar, Hafsteinn og Hringur, eru eiginlega eins og þrí- burar, fæddir 61, 62 og 63. Þetta var erfitt en samt alveg dásamlegt tíma- bil líka.“ Vinnustofan kom óvart Nokkru eftir heimkomuna keyptu Hafsteinn og Ragnheiður lóðina við Bakkaflöt og Hafsteinn opn- aði tannlæknastofu í Sólheimum. „Lóðin var náttúrulega rándýr svo það var bara unnið og unnið, líka á laugardögum. Ég var heima í leigu- íbúðinni við Hjallaveg með strákana því það voru engir leikskólar,“ segir Ragnheiður sem notaði allar lausar stundir til að teikna og mála auk þess að sækja tíma í Myndlistar- skólann í Reykjavík. Svo var byrjað að byggja. „Sam- kvæmt nýjum reglugerðum var okkur skylt að byggja tvöfaldan bílskúr. Okkur fannst þetta ægileg frekja en í dag segi ég guði sé lof því bílskúrinn átti síðar eftir að verða vinnustofan mín og það gerði mér kleift að nota allar lausar stundir til að skapa. Mér hefði aldrei orð- ið neitt úr verki ef ég hefði þurft að hlaupa frá fimm börnum til að vinna annarsstaðar. Mér fannst bara dásamlegt að geta unnið en á saman tíma verið til staðar þegar strákarnir komu heim úr skólanum, oftast með hóp af vinum með sér. Þá bara gaf ég þeim vel að borða og leyfði þeim svo leika lausum hala í indíánaleikjum á meðan ég lokaði mig af til að vinna, alveg salíróleg. Þeir tóku svo mikið tillit til mín að þeir trufluðu mig aldrei. Ég hafði engar áhyggjur af þeim enda hentar þetta hús börnum einstaklega vel og hér hefur aldrei verið neitt sem má ekki brotna. Hér er allt gert til að endast.“ Hlægilegustu minningarnar úr bílskúrnum Ragnheiður minnist þess hversu erfitt var að byggja á þessum tíma. „Við fengum engin lán af því að húsið var of stórt, það var ekkert tekið tillit til þess að við værum sjö manna fjölskylda. Þannig að húsið er byggt fyrir víxla og það tók tíu ár að byggja það. Við gátum ekki leigt á meðan svo við byrjuðum á því að búa í bílskúrnum og þar vorum við í tvö ár. Við skiptum honum í svefnher- bergi og opið rými og svo þurrkaði ég bleiur í miðstöðvarherberginu. Þegar ég lít til baka þá held ég að margar minna hlægilegustu minn- inga séu frá þessum bílskúrstíma. Ég var með trönur í stofunni og mál- aði alltaf þegar færi gafst til,“ segir Ragnheiður sem hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968, sama ár og fjölskyldan flutti úr bílskúrnum inn á framtíðarheimilið, hreiðrið henn- ar Högnu, mánuði eftir að Tindur, yngsti sonurinn fæddist. Eigið rými mikilvægt til að skapa Eftir að hafa setið við borðstofu- borðið sem Högna hannaði fyrir fjölskylduna, til að endast út ævina, og hlustað á söguna á bak við bygg- ingu hússins röltum við Ragnheiður inn á vinnustofu þar sem fjölskyldan átti heima í tvö ár. Þar leynast ekki færri minningar, teikningar eftir barnabörnin og ljósmyndir af fjöl- skyldunni eru upp um alla veggi og myndlist Ragnheiðar sjálfrar í öllum hillum og hornum. Í þessu rými hafa margar hugmyndir kom- ist í form á meðan strákahópurinn lék sér í hasarleikjum hinum megin við vegginn. „Til að geta unnið við það að skapa verður maður að hafa sitt eigið rými. Einhvern stað til að geta hugsað og skapað í friði. Maður þarf auðvitað líka að geta talað um hug- myndirnar. Sjálfri fannst mér alltaf mjög gott að tala við manninn minn og eins við strákana mína því börn eru svo einlæg. Svo þarf maður sjálfstraust og skipulagshæfileika því tíminn er svo mikilvægur. Ég hefði aldrei komið neinu í verk ef ég hefði ekki skipulagt mig vel,“ seg- ir Ragnheiður meðan hún flettir í gegnum gamlar sýningarskrár. „Jú, ætli það sé ekki mikilvægast að hafa eigið rými.” Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þessi mynd var tekin stuttu áður en Ragnheiður fór til Parísar, þar sem hún eyddi einu sumri við nám á grafíkverkstæðinu Atelier 17. Með Ragnheiði eru allir synir hennar; Þorvar, Jón Óskar, Hafsteinn, Hringur og Tindur. Ragnheiður og Hafsteinn í París. Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu 1968 og sýndi þá málverk. Stuttu síðar kynnist hún grafíkinni og heillaðist algjörlega. Hún varð þekkt fyrir grafíkverkin sín frá áttunda áratugnum, sem oft hafa verið tengd við súrrealisma og hugmynda- fræði rauðsokkuhreyfinganna. Sjálf segist Ragnheiður ekki hafa verið mjög virk í jafnréttisbaráttunni, hún hafi verið sammála henni að mörgu leyti, en hún hafi bara verið í sínum heimi að skapa. Mannréttindi hafi henni alltaf þótt mikilvæg en í verkum hennar megi líka sjá ádeilu á græðgi, valdasýki og náttúruspjöll. 30 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.