Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 90
90 heilsa Helgin 19.-21. desember 2014
Ráð til að forðast ofát um hátíðarnar
Þ að er erfitt að standast freist-ingarnar í jólaboðunum þeg-ar girnilegur matur stendur
til boða. Sumir sleppa kannski fram
af sér beislinu og hugsa með sér að
það séu jól og þá megi nú alveg láta
eftir sér að borða vel. Í eitt eða tvö
skipti er það í góðu lagi en þegar
veislurnar eru orðnar ansi margar
og teygjast jafnvel út allan desemb-
ermánuð er annað uppi á teningn-
um. Hér eru nokkur góð ráð um
hvernig eigi að njóta góðs matar án
þess það skaði heilsufarið.
Algengast er að fólk borði of mikið
af fitu, salti og sykri yfir jólin sem
getur valdið hækkun á kólesteróli og
þyngdaraukningu. Mikilvægast er að
gæta hófs í átinu og velja til dæmis
frekar að borða allt það sem manni
sýnist í einn eða tvo daga yfir há-
tíðirnar en gæta hófs alla hina. Ekki
mæta svöng/svangur í jólaboð. Borð-
aðu nokkrar hnetur eða fáðu þér létt
og hollt snarl áður en þú mætir í boðið
til að koma í veg fyrir að hungrið ráði
för og þú borðar og mikið fyrir vikið.
Fáðu hjálp Fáðu maka þinn eða vin til að
hjálpa þér að forðast freistingarnar, en
gætið þess að ræða framkvæmdina áður
en þið farið í boðið. Þetta á ekki að skapa
leiðinlegt andrúmsloft þar sem makinn er
að skamma þig fyrir að borða eitthvað.
Minnkaðu skammtinn Notaðu minni
disk til að þú fáir þér minna á diskinn.
Það getur líka verið gott að byrja á
salatinu og fylla hálfan diskinn af
grænmeti, og svo setja kjötið og annað
á diskinn. Og ekki fara aðra ferð.
Borðaðu hægt Tyggðu matinn vel og
njóttu hvers bita. Veislumatur er ljúf-
fengur og því engin ástæða til að gúffa
honum í sig. Það getur tekið heilan allt
að 20 mínútur að fá skilaboðin um að
þú sért södd/saddur og gefðu þér því
góðan tíma til að borða. Þú getur til
dæmis tekið vatnssopa á milli bita til að
hægja á þér.
Veldu vel Veldu á diskinn þinn það
sem þú færð sjaldan og notaðu plássið
í maganum undir það sem þér þykir
gott, en ekki fylla hann af brauði eða
öðru því sem þú færð dagsdaglega.
Drekktu í hófi. Áfengi getur skaðað
dómgreind þína auk þess sem það er
stútfullt af kaloríum og því skaltu gæta
hófs. Sama má segja um gosdrykki.
Stattu upp frá borðinu Það getur
verið gaman að sitja við matarboðið
og kjafta en það getur líka orðið til
þess að þú borðið meira. Færðu þig frá
matnum þegar þú ert búin/n að borða
nóg.
Það getur
verið
erfitt að
standast
matinn
sem fylgir
veislu-
haldi.
Vörn gegn sveppasýkingu
í meltingarvegi
B io-Kult Candéa er öflug blanda af vinveittum gerl-um, hvítlauk og frækjarna
greipaldins sem veitir öfluga vörn
gegn candida sveppasýkingu í
meltingarvegi kvenna og karla.
Sveppasýking getur lýst sér á mis-
munandi vegu og geta einkennin
meðal annars verið munnangur,
fæðuóþol, pirringur, skapsveifl-
ur, þreyta, meltingartruflanir,
brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni
og ýmis húðvandamál. Bio-Kult
Candéa er einnig öflug vörn gegn
sveppasýkingu á viðkvæmum
svæðum hjá konum.
Bio-Kult Candéa hylkin henta
vel fyrir alla, unga
sem aldna. Þau fást
í öllum apótekum,
heilsuverslunum
og í heilsuhillum
stórmarkaða. Nán-
ari upplýsingar má
nálgast á icecare.is
Átta ára gömul dóttir Heiðrúnar
Guðmundsdóttur fann oft fyrir
maga- og höfuðverk síðasta vetur.
„Hún hafði mikla þörf fyrir sykur
og reyndi oft að fá sér sætindi.
Einstaka sinnum fékk hún ristilk-
rampa sem gengu mjög nærri
henni. Um vorið og fyrri hluta
sumars ágerðust þeir og kvaldist
hún mikið í hvert skipti,“ segir
Heiðrún sem átti við sama vanda-
mál að stríða sem barn og vissi því
hvernig dótturinni leið og um hvað
málið snérist. „Þegar ég leitaði eft-
ir upplýsingum á netinu rakst ég
á umfjöllun um Bio-Kult Candéa
við sveppasýkingu og að það væri
einnig hjálplegt við ristil-
vandamálum. Þegar ég
skoðaði málið nánar
sá ég að hún hafði flest
einkenni sveppasýk-
ingar í meltingarvegi.“
Síðasta sumar byrj-
aði dóttir Heiðrúnar
að taka daglega inn
tvö hylki af Bio-Kult
Candéa og varð strax
breyting á líðan hennar.
„Hún hætti að kvarta
undan magaverkjum,
regla komst á melting-
una og ristilkramparnir
hættu. Í dag tekur hún
samviskusamlega eitt
hylki eftir kvöldmat og
nú sjö mánuðum síðar
hefur ristilkrampinn
ekki látið á sér kræla. Sykurþörfin
er mun minni og höfuðverkurinn
heyrir nánast sögunni til og þar
með sláum við tvær flugur í einu
höggi. Ég er mjög þakklát fyrir
þessa dásemdar vöru sem hefur
gjörbreytt lífi dóttur minnar.“
Halldóra Sveinsdóttir hefur
einnig góða reynslu af Bio-Kult
Candéa en í mörg ár var melt-
ingin í ólagi. „Af og til fékk ég
brjóstsviða, var með uppþembu
og sífellt ropandi. Þegar ég var
sem verst var ég alveg stífluð í
meltingarveginum. Eftir að ég
byrjaði að taka inn Bio-Kult Can-
déa hylkin lagaðist meltingin og
óþægindin hurfu,“ segir Halldóra
sem í dag er orkumeiri en áður
og finnur mun á húðinni. „Bio-
Kult Candéa er frábær vara sem
ég mæli með.“
Bio-Kult Candéa veitir
öfluga vörn gegn can-
dida sveppasýkingu í
meltingarvegi kvenna
og karla.
Birna Gísla-
dóttir er
sölu- og
markaðs-
stjóri
IceCare.
Bio-Kult
Candéa
hylkin fást
í öllum
apótekum,
heilsuversl-
unum og í
heilsuhillum
stórmarkaða.
Nánari upplýs-
ingar má nálgast
á icecare.is.
Bio-Kult Candéa hylki veita vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi og á viðkvæmum svæðum kvenna.
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is
Rúmföt
fyrir börnin
Frá 5.990 kr
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
Nóatúns
hamborgarhryggur
1698 kr./kg
Einnig til léttsaltaður,
tilbúinn í ofninn
Aðeins
íslenskt
kjöt
í kjötborði
Hinn margverðlaunaði
Nóatúns hamborgarhryggur
er kominn í verslanir!