Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 33

Þjóðlíf - 01.12.1985, Side 33
Ásahreppi, fengu þau fregnir af einum merkasta hellinum sem þannig var eyðilagður. Það var Áshellir í Ásahreppi sem hvarf undir hús á landareigninni um miðbik aldarirmar. Einar og Kjarval í Áshelli í Áshelli var þingað á öldinni sem leið og í honum voru fomlegar veggjaristur sem þóttu nógu merkilegar til að frá þeim var sagt í sóknarlýsingu frá 1840. Hellinum fylgdi sú sögn, að þegar Einar Benediktsson, skáld, var sýslumaður Rangæinga, hefði hann komið í hellinn og hrifist af rúnaristunum sem þar var að finna. Taldi Einar að rúnimar væm allt frá tíð papanna hér á landi eða jafnvel eldri. Það fylgdi sögunni að Jóhannes Kjarval - sem þá var ungur og lítt þekktur myndlistarmaður — hefði komið í þennan helli og teiknað rúnimar. Fólk minntist þess á nokkrum bæjum í Rangárþingi, að Kjarval dvaldi nokkra hríð í Holtunum í byrjun aldarinnar. Háttalag málarans kom mönnum spánskt fyrir sjónir því hann reif sig á fætur um miðjar nætur til þess að fara út og mála. Hvað listamaðurinn var að mála í skjóli nætur, gat fólk ekki gert sér í hugarlund, en þótti iðja hans sérkennileg. Hellarnir bústaðir papa? Einari Benediktssyni vom sandsteinshellar Suðurlands afar hugleiknir. Hann ritaði m.a. um þá í vísindarit sitt „Thules Beboere" sem út kom í Kristjaníu 1918. Þar segist hann hafa fundir „skýrar og vandaðar fiskamyndir" og fleiri frumkristin tákn, sem hann áleit að væm gerð af „kristnum hellisbúum og ættu að tákna grísku upphafsstafina í Jesús Kristur1'. En fisktáknið var leynitákn kristinna manna þegar kristni var forboðin í Rómaveldi. Skáldið er hér að tala um veggristtumar í Áshelli sem það taldi renna stoðum undir þá kenningu að ísland hafi verið Thule eða Teikning Kjarvals af fisktáknunum í Áshelli. ÞJÓÐLÍF 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.