Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 29.08.2014, Síða 8
Reiði getur hjálpað okkur að ná mark- miðum okkar. H eilt yfir fannst stelpunum þær ekki fá nægjanlegt rými til að vera reið-ar,“ segir Esther Ösp Valdimars- dóttir um niðurstöður lokaverkefnis síns til meistaragráðu í mannfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Við ættum að mega vera reiðar“ en titillinn er einnig tilvitnun í eina af þeim unglingsstúlkum sem tóku þátt í rannsókn Estherar. Esther hefur í gegnum tíðina unnið mikið með unglingum – í félagsmiðstöðvum, í liðveislu, barnavernd og kennslu – og hún stefndi alltaf á að lokaverkefnið hennar myndi snúast um unglinga. Hugmyndina að rannsókninni fékk hún eftir að lesa bókina „The Secret Life of Girls“ eða „Leynilíf stúlkna“ eftir sálfræðinginn Sharon Lamb þar sem að miklu leyti var fjallað um reiði og árásargirni. „Ég sá alls konar samsvörun í okkar samfélagi og langaði að kanna hvort staðan væri eins hér, að stúlkur skömmuð- ust sín fyrir reiði,“ segir Esther en Sharon Lamb rekur kvíða, þunglyndi og sjálfs- pyntingarhvöt hjá stúlkum til innbyrgðar reiði. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á líðan íslenskra ungmenna eru stelpur á unglingsaldri kvíðnari, hafa minna sjálfsálit og líður á heildina verr en strákum, en yngri börnum líður jafn vel, óháð kyni. Esther bendir á að reiði hafi á sér slæmt orð og sé oft túlkuð á neikvæðan hátt. „Það er samt líka reiði sem veldur því að við stöndum á rétti okkar þegar okkur þykir brotið á okkur. Reiði getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, og það er reiði sem hjálpar okkur að segja: Hættu að lemja mig.“ Finnst ljótt að vera reið Rannsókn Estherar var svokölluð gagn- virk þátttökuathugun, en þátttakendur voru átta stelpur á aldrinum 14-16 ára. „Ég auglýsti eftir stelpum, ekkert sérstak- lega eftir reiðum stelpum, til að taka þátt í sjálfsstyrkingarnámskeiði, taka þannig þátt í rannsókninni og kynnast sjálfum sér betur. Við hittumst nokkur kvöld og fórum í gegnum alls konar verkefnapakka, unnum með myndlist, hljóðlist og leiki sem hjálpa okkur að standa á skoðunum okkar og spegla hugsanir okkar. Stelpurnar héldu líka dagbók og við fórum eina helgi saman út á land þar sem við unnum áfram með þetta sama efni og tókumst á við áskoranir úti í náttúrunni. Eftir þetta tók ég viðtöl við stelpurnar og niðurstöðurnar byggja fyrst og fremst á þeim. Það sem á undan var gengið var mikilvægt til að þær áttuðu sig á því hvað við værum að tala um og næðu tengingu við umræðuna. Það hefði aldrei gengið upp að setjast bara niður og spyrja: „Jæja, ert þú reið?“ „Eitt af því sem einkenndi tal stelpnanna var að þeim fannst þær aldrei vera reiðar heldur pirraðar. Það er svo ljótt að vera reið. Það kom mér líka á óvart hvað þær voru sammála um hvernig þær upplifa að samfélagið segi þeim hvernig þær eiga að haga sér og að stelpur eiga ekki að vera reiðar. Þær upplifðu þessi skilaboð frá fjöl- miðlum, í uppeldi og segja afar mismunandi komið fram við kynin innan skólans og á heimilum. Þar er viðurkennt að strákar hafi sig í frammi og séu með læti en þær eiga að vera hljóðlátar og halda sig til hlés. Þetta hefur meðal annars áhrif á samskiptamáta stelpna. Í stað þess að takast beint á við hlutina, eins og strákar þjálfast betur í, þá fara þær í kringum hlutina, þær verða undirförlar og koma skilaboðum sínum á framfæri með augngotum. Ég tek fram að þetta er það sem þær segja sjálfar. Vegna þessa klára þær ekki málin á skýran hátt. Þau halda alltaf áfram og hafa áhrif á sam- skiptin,“ segir Esther. Leita sífellt eftir samþykki Í verkefninu birtir hún einnig beinar tilvitn- anir í stelpurnar. Hér talar ein stelpan um staðalmyndir og erfiðleikana við að brjótast út úr þeim: „Stelpur eiga að vera kvenlegar, fallegar og ekkert annað, þær eiga ekki að vera sterkar skilurðu, það er, telst ekki fal- legt, ég meina, já. Segjum að þú ert frægur, þú veist fræg manneskja og þú ert sterk skilurðu, þá er það cool, en ef þú ert ekki fræg manneskja og ert bara einhver stelpa útí bæ og ert að reyna að réttlæta eitthvað þá ert þú bara brjálaða manneskjan.“ Esther segir að stelpur upplifi oft að þær megi ekki standa á sínu nema þær séu orðn- ar mikilvægar en þær verða varla mikil- vægar og frægar nema þær standi á sínu og séu ákveðnar. „Þessar stelpur eru sífellt að leita eftir samþykki, þær þurfa að vita að þær tilheyri hópnum og eigi vini, og það er satt að segja ótrúlegt hvað þær eru tilbúnar að leggja á sig til að fá samþykki,“ segir Esther og kom það henni á óvart hversu fastar stelpurnar voru í staðalmyndum og jafnréttisbaráttan eigi greinilega lengra í land en margir halda. „Reiði hefur marga kosti og getur hjálpað manni að ná árangri. Það þarf hins vegar að læra að lifa með reiðinni og nýta hana á jákvæðan hátt. Stelpunum finnst þær líka fá takmörkuð tækifæri til að fá útrás fyrir réttláta reiði og þær bæla hana niður,“ segir Esther. Henni finnst mjög alvarlegt að enn sé komið fram við stelpur og stráka á ólíkan hátt í samfélaginu í stað þess að leggja áherslu á að þau njóti sín á eigin forsendum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Esther Ösp Valdimars- dóttir skoðaði reiði unglings- stúlkna í meistaraverk- efni sínu í mannfræði en stelpum finnst þær ekki fá að vera nægjan- lega reiðar. Ljósmynd/Hari Stelpur vilja fá að vera reiðar Unglingsstúlkur skammast sín fyrir reiði og bæla hana því niður. Þetta segir Esther Ösp Valdimarsdóttir sem í meistara verkefni sínu í mannfræði rannsakaði reiði unglingsstúlkna. Esther segir reiði geta verið já- kvætt hreyfiafl, meðal annars til að standa á rétti okkar. Kynjamis- rétti í samfélaginu sé orsök þess að stelpur vilja ekki sýna reiði. 8 fréttaviðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014 Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin frá kl. 13:00-16:00 virka daga. Síminn er 562-8477. Það skal tekið fram að nauðsynlegt er fyrst að skrá nemendur í skólann með því að hafa samband við skrifstofuna. Til að tryggja endanlega að innritunin sé frágengin er nauðsynlegt að innrita nemandann einnig í Rafræna Reykjavík á heimasíðunum www.reykjavik.is eða www.grunnskolar.is á sama tíma og setja Tónmenntaskólann í 1. val. TÓNMENNTASKÓLI REYKJAVÍKUR Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2014-2015 Stendur yfir núna og lýkur í september. Innritaðir eru nemendur á aldrinum 8-10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms. • Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar. • Einnig á píanó og harmóníku. • Einnig er innritað í fiðluforskóla (5-6 ára börn) • Einnig er til takmarkað pláss á þverflautu, klarinett og saxófón • Teknir eru inn nokkrir nemendur fædda 2008 (6ára) í Forskóla I • Teknir eru inn örfáir nemendur fædda 2007 (7ára) í Forskóla II Hægt er að komast að á eftirfarandi hljóðfæri: ATHUGIÐ AÐ FRAMBOÐ Á SKÓLAVIST ER TAKMARKAÐ. Skólastjóri 12 lítrar 345 Fyrir uppskeruna 50 lítrar 4.040 35 lítrar 2.995 75 lítrar 5.190 35 lítrar 2.490 50 lítrar 2.590 20 lítrar 995 45 lítrar 2.990 Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg Mikið úrval Margar stærðir Gott verð Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ 20 lítrar 595 Vettlingar frá 220 Sterkur poki 135 Gómsæ og glútenlaust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.